Nýjar kvöldvökur - 01.01.1930, Page 36

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1930, Page 36
28 NÝJAR KVÖLDVÖKUR yður í listiskóginum forðum«. »Nei, en Símon, getur það þá ekki glatt yður að taka við stöðunni, þrátt fyrir að þér haf- ið fengið hana fyrir milligöngu mína?« »Eg ætla ekki að taka við henni«, svaraði eg. »Eg fer til konungs á morgun, til þess að afsala mér henni«. »Afsala yður henni, vegna þess að hún kom frá mér!« Hún spratt upp, og nú sá eg að hún var reið. Aftur gat eg ekki svarað öðru en að hneigja mig. »Jæja, eg hefði betur gleymt!« mælti hún þunglega. »Satt að segja gæti eg óskað þess líka,« mælti eg. »Þér hafið þá gleymt,« svaraði hún — »annars hefðuð þér ekki getað komið svona frarn við mig«. »Það eru endur- minningarnar, sem valda því, að eg kem svona fram«, sagði eg. Hún færði sig' nær mér. »Þér hafið þá engu gleymt?« spurði hún. — »Nei, eg veit að þér hafið ekki gert það!« Hún stóð nú með andlitið rétt við andlit mitt og með kátínu og stríðnisbros á vörunum. — »Símon, heyrið þér — þér voruð ekki alveg búnir að gleyma — og þér getið aldrei gleymt. .« »Það er mjög líklegt«, mælti eg og tók hatt minn af borðinu. »Hvernig líður mistress Barböru?« spurði Nelly snögglega. »Eg hefi ekki séð hana — ekki heimsótt hana«, svaraði eg. »Þá hefi eg sannarlega ástæðu til að vera upp með mér«, hrópaði hún, »þrátt fyrir að við mættums.t svona hálfpartinn af hendingu.... 0, Símon, mig langar svo til að vera reið við yður, en eg get það ekki — eg get aldrei verið reið... Og, Símonk (Nú var andlit hennar fast við mitt og brosið á vörum hennar var — bannsett — nei, eg á við inndælt, en það getur nú stundum þýtt hér um bil það sama). »Eg var heldur ekki svo fjarskalega reið þeg- ar þú kystir mig, Símon!« Eg get ekkert sagt um, hvaða svar hún hefir búist við að fá við þessari næðu. En svar mitt varð nú ekki annað en það, að eg hneigði mig enn einu sinni. »Þér takið við stöðunni, Símon«, hvísl- aði hún og tylti sér á tá eins og til að ná upp að eyranu á mér. »Nei, eg get það ekki«, Svaraði eg. Hún varð óánægjuleg á svipinn og gekk frá mér. Eg sýndi á mér fararsnið og gekk til dyranna. En hún lagði hendina á handlegg mér og hélt mér föstum. »Símon«, sagði hún mjúklega, »hafið þér góðar endurminningar frá fundum okkar í Hachtstead?« Eg svaraði: »Guð fyrirgefi mér, já, betri en von mín um sælu himnaríkis!« Hún horfði alvarlega á mig og andvarpaði: »Þá vildi eg óska, að þér hefðuð ekki komið hingað til borgar- innar, en haldið kyrru fyrir heima í end- urminningum yðar... Þær voru um mig?« »Um Cydariu!« »0, Cydariuk bergmálaði hún og brosti lítið eitt. En andartaki seinna hló hún dátt, dró hendina að sér og lét mig fara. — »En þér skuluð aldrei gleyma, Símon!« hrópaði hún á eftir mér — »þér megið aldrei g'leyma!« Þar skildi eg við hana standandi í dyr- um gistihússins. Hún var að áminna mig um að gleyma engu.... Og alt hringsnerist fyrir augum mínum, er eg gekk niður strætið. VI. KAPITULI. Hjá konungi. Það sem eftir var dagsins hélt eg kyrru fyrir á gistuhúsinu eftir boði sára- læknisins. En er eg vaknaði næsta morg- un fann eg að allur sviði var úr sárinu, fór eg þá að hugsa mér til hreyfings. Eg lagði þá fyrst af stað til að leita uppi hús það, er Darrell var fluttur í. — Þar hafði hann einnig leigt tvö herbergi handa mér. Þegar þangað var komið varð eg að ráða mér þjón — sá sem eg fékk

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.