Nýjar kvöldvökur - 01.01.1934, Blaðsíða 10

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1934, Blaðsíða 10
4 NÝJAR KVÖLDVÖKUR þýðumanns, þar sem er Hinrik póstur. Þetta er því betra sem skáldinu tekst að gera báða mennina trúlega. í Strandbúum kemur og þegar ákveðn- ara í Ijós (t. d. í »Við leiðarlok« og »Hefndir«) vaxandi máttur höfundar til þess, sem frá fyrstu hefir verið sterkur og augljós þáttur skáldlistar hans, að samræma söguhetjurnar og skaphöfri þeirra umhverfinu. Og í þessu tekur hann sífelldum framförum í síðari bók- unum, t. d. Vestan úr fjörðum og þættin- um af Nesliólabræðrum. — Það þarf naumast fram að taka, að Hagalín hef- ir verið töluvert staðbundinn um efnis- val; hann er fyrst og fremst skáld Vest- fjarðakjálkans, þessa tröllslega, óblíða, en þó í senn auðgjöfula útskaga. Auk smælingjanna leiðir Hagalín hvað eftir annað fram á sviðið vikinglundaða sægarpa og festuseiga fjarðakónga, sér- staklega í fyrri bókum sínum, og þar er auðsæ aðdáunin og samúðin, í aðra rönd- ina, með víkingslundinni, hefndarlögmál- inu og skaphöfninni allri. Þetta eru órofa vinir vina sinna, en jafn grimmúðugir og heiftræknir óvinum. ósjálfrátt koma í hug skáldorð Drachmanns um Forn-ís- lendinga: Der digter man under Sværdslag og kvæder i Livsens Nöd. Der hader man naar man hader, der elsker man til sin Död. Þeir eru miklir í sniðum þessir menn og fornsagn'abragð að þeim, svo að hætt er við að stundum gangi fram af íslend- ingum, öðrum en þá Vestfjarðabúum. Að minnsta kosti hef ég orðið þess var á stöku stað, að svo er sem menn þykist tæplega kannast við svo stórbrotna sam- tíðarmenn. Eigi .er þetta þó skáldsins sök, er betur sér, en aðrir menn, heldur mun hitt, að þeir er svo dæma, standa í senn of nærri og þó of fjarri, til þess að geta glöggvað sig fullkomlega á sann- leikanum. Aftur á móti verður þetta ekki að ásteytingarsteini útlendingum, enda hafa margar sögur Hagalíns þegar verið þýddar á erlend mál og hlotið afbragðs ummæli ágætra og skáldmenntaðra rit- dómara. En því skyldu ekki líka manneskjurn- ar, sem allt eiga undir ógnvænu umhverfi og váglettnum duttlungum óstjórnlegra náttúruafla, draga dám af því voveiflega samfélagi? Ekkert er eðlilegra en að söguhetjur Hagalíns séu stórbrotnar margar hverjar, stórfenglega sorgleik- rænar (dramatiskar), eins og landslagið og náttúran. Enda er margt af þeim, sem örlögmarkað frá fæðingu; fyrir óheilla- vænleg víxláhrif eðlis, umhverfis og ó- kenndra reginmagna, stefnir allt að ó- stöðvandi, hrapallegum leikslokum, sem stundum minna á sjálfan Joseph Con- rad.*) Kímni (Humor) er því miður sjald- gæft fyrirbrigði í íslenzkum bókmennt- um. Hagalín er auðugur af þeirri gáfu. Það bólar snemma á henni, en í Guð og lukkan er hún orðin höfundinum taum- vön, svo að list er. Og þar fer hann að verða fullfleygur. Hann megnar nú að sýna okkur persónurnar að utan í krók og kring, og ofan og innan í þær. En hann feitletrar ekki lengur, hrópar ekki til lesandans, um leið og hann snýr sögu- hetjunum, sem kaupmaður brúðu í búð- arglugga: Taktu nú eftir þessu eða þá þessu hérna! Frásögnin missir ekki marks, — og lesandinn þá ekki heldur, og mjög óvíða hattar lengur fyrir óaf- vitandi stílbrigðum. í Kristrúnu í Hamravik eru þau horf- in. Um þá bók mætti lengi og feginsam- lega skrifa. En ég læt mér nægja að til- *) Pólsk-enskui- skáldsnillingur, fyrir skömmu látinn. Tók aðalyrkisefni sín frá liafinu og Indlandseyjum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.