Nýjar kvöldvökur - 01.01.1934, Síða 10

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1934, Síða 10
4 NÝJAR KVÖLDVÖKUR þýðumanns, þar sem er Hinrik póstur. Þetta er því betra sem skáldinu tekst að gera báða mennina trúlega. í Strandbúum kemur og þegar ákveðn- ara í Ijós (t. d. í »Við leiðarlok« og »Hefndir«) vaxandi máttur höfundar til þess, sem frá fyrstu hefir verið sterkur og augljós þáttur skáldlistar hans, að samræma söguhetjurnar og skaphöfri þeirra umhverfinu. Og í þessu tekur hann sífelldum framförum í síðari bók- unum, t. d. Vestan úr fjörðum og þættin- um af Nesliólabræðrum. — Það þarf naumast fram að taka, að Hagalín hef- ir verið töluvert staðbundinn um efnis- val; hann er fyrst og fremst skáld Vest- fjarðakjálkans, þessa tröllslega, óblíða, en þó í senn auðgjöfula útskaga. Auk smælingjanna leiðir Hagalín hvað eftir annað fram á sviðið vikinglundaða sægarpa og festuseiga fjarðakónga, sér- staklega í fyrri bókum sínum, og þar er auðsæ aðdáunin og samúðin, í aðra rönd- ina, með víkingslundinni, hefndarlögmál- inu og skaphöfninni allri. Þetta eru órofa vinir vina sinna, en jafn grimmúðugir og heiftræknir óvinum. ósjálfrátt koma í hug skáldorð Drachmanns um Forn-ís- lendinga: Der digter man under Sværdslag og kvæder i Livsens Nöd. Der hader man naar man hader, der elsker man til sin Död. Þeir eru miklir í sniðum þessir menn og fornsagn'abragð að þeim, svo að hætt er við að stundum gangi fram af íslend- ingum, öðrum en þá Vestfjarðabúum. Að minnsta kosti hef ég orðið þess var á stöku stað, að svo er sem menn þykist tæplega kannast við svo stórbrotna sam- tíðarmenn. Eigi .er þetta þó skáldsins sök, er betur sér, en aðrir menn, heldur mun hitt, að þeir er svo dæma, standa í senn of nærri og þó of fjarri, til þess að geta glöggvað sig fullkomlega á sann- leikanum. Aftur á móti verður þetta ekki að ásteytingarsteini útlendingum, enda hafa margar sögur Hagalíns þegar verið þýddar á erlend mál og hlotið afbragðs ummæli ágætra og skáldmenntaðra rit- dómara. En því skyldu ekki líka manneskjurn- ar, sem allt eiga undir ógnvænu umhverfi og váglettnum duttlungum óstjórnlegra náttúruafla, draga dám af því voveiflega samfélagi? Ekkert er eðlilegra en að söguhetjur Hagalíns séu stórbrotnar margar hverjar, stórfenglega sorgleik- rænar (dramatiskar), eins og landslagið og náttúran. Enda er margt af þeim, sem örlögmarkað frá fæðingu; fyrir óheilla- vænleg víxláhrif eðlis, umhverfis og ó- kenndra reginmagna, stefnir allt að ó- stöðvandi, hrapallegum leikslokum, sem stundum minna á sjálfan Joseph Con- rad.*) Kímni (Humor) er því miður sjald- gæft fyrirbrigði í íslenzkum bókmennt- um. Hagalín er auðugur af þeirri gáfu. Það bólar snemma á henni, en í Guð og lukkan er hún orðin höfundinum taum- vön, svo að list er. Og þar fer hann að verða fullfleygur. Hann megnar nú að sýna okkur persónurnar að utan í krók og kring, og ofan og innan í þær. En hann feitletrar ekki lengur, hrópar ekki til lesandans, um leið og hann snýr sögu- hetjunum, sem kaupmaður brúðu í búð- arglugga: Taktu nú eftir þessu eða þá þessu hérna! Frásögnin missir ekki marks, — og lesandinn þá ekki heldur, og mjög óvíða hattar lengur fyrir óaf- vitandi stílbrigðum. í Kristrúnu í Hamravik eru þau horf- in. Um þá bók mætti lengi og feginsam- lega skrifa. En ég læt mér nægja að til- *) Pólsk-enskui- skáldsnillingur, fyrir skömmu látinn. Tók aðalyrkisefni sín frá liafinu og Indlandseyjum.

x

Nýjar kvöldvökur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.