Nýjar kvöldvökur - 01.01.1934, Qupperneq 27
MONA
21
Það líða nokkrir dagar. Burtfarar-
kvöld Robbies er komið. Heimilisfólkið
kveður hann með tedrykkju í eldhúsinu.
Gamli maðurinn situr við endann á
langa borðinu og vinnumenn og vinnu-
konur hvort til sinnar handar, en Mona
gengur um beina, eftir siðvenju Manar-
búa.
Robbie kemur hlaupandi í einkennis-
búningnum sínum ofan stigann. Svo mik-
ilfenglegan hefur Mona aldrei séð bróður
-sinn.
»Verið þið sæl, öll, verið þið sæl«!
Mona fylgir Robbie niður að hliðinu.
Hún hefur tekið undir handlegg hans,
gengur hægt með löngum skrefum og tal-
ar í ákafa um stríðið. Hann á að drepa
fjölda Þjóðverja. Þessi kvikindi, þessir
óþokkar! Bara að hún hefði getað’farið
með honum.
Frá veginum heyrist samstiga fótatak.
Það er flokkur einkennisbúinna manna,
sem koma frá námubæ uppi í fjöllunum
og eru á leið til stöðvarinnar. Þeir syngja
»Tipperary« hástöfum. Robbie slæst í för
með þeim, og Mona stendur kyrr og
horfir á eftir honum, þangað til hann
hverfur á bak við trén hjá Patrickskirkj-
unni. Þá snýr hún hægt heimleiðis. Faðir
hennar er háttaðui', dapur í skapi.
Tveir mánuðir eru liðnir. Mona stjórn-
ar heimilinu, og allt gengur að óskum.
Einu sinni í viku kemur bréfspjald frá
Robbie. Framan af eru tilskrifin glaðleg,
jafnvel fagnandi. Stríð er hressandi í-
þrótt og mjög æsandi. Bráðum verður
hann sendur á vígstöðvarnar. Síðar koma
bréf frá Robbie, og þau eru alvörufyllri,
en þau mega samt ekki bera neinar á-
hyggjur út af honum heima. Honum líð-
ur allvel. Það getur ekki liðið á löngu,
áður en þeir yfirbuga þessa þorpara, og
hann kemur þá heim fyrir jðlin.
Kvöld eftir kvöld situr gamli maðurinn
við arininn og les upphátt í ensku blaði
fyrir Monu og vinnufólkið. Áður hefur
hann aldrei lesið annað en vikublað eyj-
arinnar og biblíuna.
Það eru hryllilegar fréttir af hryðju-
vei'kum Þjóðverja í Belgíu. Mona er æst.
Hversvegna eyðir guð ekki þessum kvik-
indum af jörðinni? Það mundi hún gera,
væri hún guð. Gamli maðurinn situr
þegjandi. Þegar sá tími kemur, er hann
á að lesa í Nýja-testamentinu, treystir
hann sér ekki til þess og háttar. Vegir
forsjónarinnar eru órannsakanlegir. Eng-
inn getur útskýrt þá.
Veturinn harðnar. Það er kvöld, og úti
geisar ægilegt illviðri. Gamli maðurinn
les upphátt um stórkostleg svik í London.
Þjóðverjar þeir, sem þar eru búsettir, og
enskir borgarar álitu heiðarlega og vin-
sama, hafa orðið uppvísir að lúalegum
njósnum. Það hefur verið gerð loftárás
á London, og þótt enginn maður biði
bana er það augljóst, að Þjóðverjar þar
hafa gefið merki,
»Hversvegna lætur ekki stjórnin varpa
þeim í fangelsi?« segir Mona. »öllum
þessum hræsnurum! Þessum svikurum!
Þessum launmorðingjum«!
Gamli maðurinn, sem hafði opnað bib-
Iíuna, lætur hana aftur og gengur upp á
loft.
»Þú ert harðbrjósta, stúlka mín. Þú ert
harðbrjósta«, segir hann.
2. KAPITULI.
Jólin eru löngu liðin. Vorið er komið,
korninu sáð og nautgripunum aftur
sleppt til beitar eftir vetrarlanga inni-
stöðu í fjósinu. En stríðið geisar enn, og
Robbie er ennþá ekki kominn heim.
Það er bjartur vormorgunn. Mona
kemur akandi frá Peel í kerru sinni og