Nýjar kvöldvökur - 01.01.1934, Page 31

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1934, Page 31
MONA 25 út fyrir að allt ætli að ganga betur. Hann hefir heyrt því fleygi: fyrir, að nú sé undirbúin -mikil sókn, og þá muni hann I fyrsta sinn eiga að berjast í fylkingar- brjósti. Hann á mjög annríkt í þetta sihn, vegna undirbúningsins, en hann skrifar fljótlega aftur. »Þá kveð ég þig í þetta sinn, faðir minn! Hugsaðu hlýlega til mín. Þú get- ur sagt Monu, að ég hafi lesið brot úr seinasta bréfinu hennar fyrir yfirfor- ingjunum í gærkvöldi, og þegar ég var búinn, hrópuðu þeir allir einum munni: »Guð minn góður! Hvílík afbragðs stelpa!« Og svo sagði majórinn: »Ef við aðeins hefðum eitt þúsund manna með tilfinningum systur yðar, þá mundi stríð- ið ekki standa yfir meira en mánuð enn«. Það er vika liðin síðan bréf Robbies kom, og blöðin skýra frá glæsilegum sigri — óvinirnir eru reknir á flótta. Á hverju kvöldi, á þeim tíma, sem póstur- inn er vanur að koma til Knockaloe, stendur gamli maðurinn úti á steinlagða stígnum framan við húsið (»götuna« kalla Manarbúar hann). Hann ráfar fram og aftur, snöggklæddur, og tottar pípu sína, en kvöldsólin, sem er að hverfa bak við hafsbrúnina, kastar geisl- um sínum í andlit hans. Bréfið, sem Robbie hafði lofað næst, er enn ókomið. En í kvöld sér Mona úr eldhúsglugganum, að pósturinn kemur, hægfara og niðurlútur upp að húsinu. Hann heldur á bréfi í hendinni, og hjarta Monu herpist snögglega saman af kvíða. Gamli maðurinn heldur á bréfinu og veltir því fyrir sér. Það er í stærra lagi og eitthvað prentað yfir utanáskrift- inni. Loks virðist hann safna kröftum til að opna bréfið. Hendurnar skjálfa og bréfið rífur hann óvart sundur í miðju, Þegar hann kippir því út úr umslaginu. Hann lítur á það, lætur sem hann reyni að lesa það, en skilur það ekki. Mona fer út til hans, og hann réttir henni þessa sundurrifnu, vélrituðu pappírsörk. »Lestu það fyrir mig«, segir hann ráðaleysislega og styður sig við tréð, sem stendur við innganginn. Mona les: »Hermálaráðuneytínu fellur það þungt að....« Hún hættir. Það er óþarfi að halda áfram. Robbie er fallinn. Gamli maðurinn skilur þegar hvað fram er komið. Það er eins og ósýnileg elding hafi lostið hann; hann reikar og er nærri dottinn. Mona kallar á vinnu- menn þeirra, og þeír hjálpa henni til að bera föður hennar inn í húsið og upp í rúmið, og hleypur síðan eftir þeim lækni, sem næstur er, enska lækninum yfir í fyrsta skála. Gamli maðurinn hefur fengið heila- blóðfall. Það er ekki banvænt, en hann verður að liggja lengi og hafa gott næði. Hann má hvorki sjá bréf eða blöð —• öllu, sem getur hryggt hann eða æst, verður að bægja frá honum. Það er eina leiðin, til þess, að hann komist til heilsu aftur. Mona grætur ekki, en augu hennar leiftra og nasaholurnar titra. Hatur hennar til Þjóðverja er nú óslökkvan- legra en nokkru sinni áður. Þeir hafa drepið bróður hennar og rænt föður hennar heilsunni. ó, að guð vildi hegna þeim — öllum. Ekki aðeins kóngum og keisurum, heldur einnig hverjum manni, hverri konu og hverju barni! Ef guð gerir það ekki, þá er hann ekki til, getur ekki verið til! 3. KAPITULI. Þrír mánuðir eru liðnir. Fangaherbúð- irnar hafa verið stækkaðar að mun. Nú eru deildirnar orðnar fimm og 25 þús- 4

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.