Nýjar kvöldvökur - 01.01.1934, Side 45

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1934, Side 45
NYTJAJURTIR 39 komin á hátt stig 3000 árum fyrir Krists fæðingu. Álíka gömul mun hún vera í Mesopotamíu, Gyðingalandi og fleirum hinum fornu menningarlöndum Asíu. Æfagamlar minjar akuryrkju eru einnig fundnar hjá Indíánum, bæði í Perú og Mexikó. Þær minjar, sem fund- izt hafa í ýmsum þessara landa, t. d. E- giptalandi, bera vitni um mikla þekkingu og leikni í akuryrkju og garðrækt, að ö- hugsandi er annað, en að ótal kynslóða hafi iðkað þá list fyrir þann tíma, seni minjarnar eru frá. Hér í.Evrópu finnast minjar jurtaræktar í staurabýlum stein- aldarmanna, langa löngu áður en elztu sagnir hefjast, eru þær fundnar í Sviss, Norður-ítalíu, Suður-Frakklandi, Austur- ríki og Þýzkalandi. i staurabýlum þess- um hafa fundizt nálægt 100 tegundir yrkiplantna, hafa þjóðir þessar kunnað að rækta bæði korn, grænmeti og aldin. Sennilegt er, að forfeður þeirra hafi flutt með sér þekkinguna um þessa hluti og út- sæðið með, austan úr Asíu, því að fæstar plantna þeirra, er hjer um ræðir, eru upprunnar í Evrópu, en að austan ætt- aðar. Eftir að sögur hefjast, er lengi um litl- ar framfarir að ræða í ræktun og notkun plantnanna. Hér í Evrópu er. fyrst um slíkt að ræða eftir landafundina miklu í lok miðalda. En einkum hefur jarðrækt öll og notkun plöntuefna tekið framför- um nú á síðustu mannsöldrum. Má í því sambandi benda á að það er fyrst á síð- astliðinni öld, að mönnum lærast aðferð- ir til kynblöndunar og kynbóta á nytja- plöntum, sem mjög hefur reynzt mikil- væg í allri nútíma jarðyrkju. Einnig má segja, að við hin bættu samgöngutæki hafi ýmsir jarðarávextir, sem áður voru aðeins eign hitabeltisþjóða, orðið al- heimseign, enda þótt ræktunarsvið þeirra sé mjög takmarkað. Á þetta einkum við um ýms aldini, sem illa þola langa geymslu. T. d. munu bjúgaldini ekki hafa flutzt að marki til norrænna landa, fyrr en á síðasta mannsaldri, og svo er um margt annað. Skal nú snúið að hinum einstöku plöntutegundum. Til gleggra yfirlits hefi ég skipt þeim niður 'í 7 flokka, eftir því, hvernig þeim notum er háttað, sem menn hafa af þeim. Flokkarnir eru þessir: 1. Brauðplöntur. 2. Garðplöntur. 3. Ávextir. 4. Sykurplöntur. 5. Krydd- og nautnaplöntur, 6. Lyfja- og eiturplöntur. 7. Iðnplöntur. Fræðiorð þau, er fyrir koma hjer í plöntulýsingurn og annars staðar í rit- gerð þessari, eru hin sömu og í ritum Stefáns Stefánssonar, Flóru og Plöntun- um, nema annars sé við getið, og er þá um leið gefin skýring þeirra. I. BRAUÐPLÖNTUR. Allar hinar merkustu þeirra teljast til gra&ættarinnar, og eru oft nefndar einu nafni korntegundir, þó hefi ég hér kosiö nafnið brauðplöntur, sakir þess, að nokkrar aðrar mjölvisplöntur eru hér nefndar en einmitt þær, sem teljast til korntegundanna. Áður en lengra er farið tel ég rétt að gera stutta grein fyrir næringarefni því, er vér fáum af kornplöntunum og raun- ar öllum þorra annarra plantna. Fæðu- efni þetta nefnist mjölvi, er það tilreitt af plöntunni af kolsýru loftsins og vatni. Eru frumefni þess því: kolefni, súrefni og vatnsefni, sömu frumefni eru einnig í sykri, enda er hér um náskyld efni að ræða, og í sjálfum plöntulíkam- anum fer stöðugt fram efnabreyting frá sykri til mjölvis og gagnkvæmt. Til þess

x

Nýjar kvöldvökur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.