Nýjar kvöldvökur - 01.01.1937, Side 14

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1937, Side 14
8 NtJAR KVÖLDVÖKUR Þrj ú kvæði eftir Sverri Áskelsson. Gyðingurinn gangandi. Nú hverfur sól við svalar vesturunnir og sveipast norðurþokan inn með hlíð; nú kvöldsins eldar eru nærri brunnir og alþjóð hvílist laus við dagsins stríð. Er daggarskrúða skrýðist nóttin bjarta og skjálfa blóm í köldum norðanblæ, ég geng hér einn með örvænting í hjarta og útskúfaður hvergi griðland fæ. Eg brenn af þrá, en ósk míns hjarta innstu eg aldrei fæ, né minnstu stundar fró; mér neitað er um náðina þá hinztu, er neitað dauða — fæ ei grafarró. En þótt á ný í austri aftur rísi úr ægi sól, með hlýjan gleðibrag, um fjöll og dali frjóvgi allt og lýsi, hún færir aðeins nýjan harmadag. Appelsínan. Þú ljóssins aldin, appelsínan mín, hér ertu komin sunnan yfir höfin, frá landi, þar sem sólin skærast skín og skrýðir fjöll, með björtu jökultröfin. Þú hefir vaxið upp í elfar-dal við ölduleik og vorsins hlýja blæinn. Þar’s söngvinn fugl í fögrum bjarkasal þér flytur kveðju sumarlangan daginn. Á bænum, þar sem bóndinn ræktar þig er barnung 'stúlka, hýr, með svarta lokka, sem hlúir að þér glöð og herðir sig, svo hljóti að launum nýja skó og sokka. Á næsta bæ er einnig ungur sveinn, með augu snör og sólskinsbrúná vanga. Þá hann á kvöldin kemur rjóður, einn, er kyrrlátt undir laufi þínu að ganga. Og þegar tunglið gægist bak við grein, þú gjörla sérð á þeirra nætur-fundi. — Þar gjörist margt, sem ástin ræður ein, með ungum sveini og nítján vetra sprundi- En ei þú slúðrar, eins og betur fer; hér ertu komin sunnan yfir höfin, og flytur hingað yl og ást með þér í íshafskuldann, sólskinslanda-gjöfin. Fossinn. Kuldalegur, kólgugrár klýfur bergið fossinn rammi. Veifað hefur ótal ár ægilegum bylgjuhrammi. Hefur þolað frost og fár, flutt sín ljóð með ölduglammi. Kuldalegur, kólgugrár klýfur bergið fossinn rammi. Þegar sér á sólarrönd, sindrar gull af tröllsins hvarmi, þó að kreppi klakabönd kaldur vetur hraustum barmi. Þó að drjúpi döpur lönd dróma vafin heljararmi, þegar sér á sólarrönd, sindrar gúll af tröllsins hvarmi. „Gljúfrabúi, gamli foss“, glym þú hátt í þínum dali. Syngdu dátt mót sólarkoss, syng, þótt allar lindir kali. Kveddu þrótt og kjark í oss, kveð um vötn og fjallasali. „Gljúfrabúi, gamli foss“, glym þú hátt í þínum dali.

x

Nýjar kvöldvökur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.