Nýjar kvöldvökur - 01.01.1937, Side 18

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1937, Side 18
12 NÝJAR KVÖLDVÖKUR „Þér skiljið auðvitað, að ég sá ,Hussein Effendi, Durazzo' ritað á arabisku uppi við hjaltið.“ Tyrkinn beygði höfuðið. „Með þessu vopni,“ mælti T. X. hægt og með áherzlu, „var mórð framið hér í borginni.“ Á andliti Tyrkjans sást enginn minnsti vottur áhuga, furðu eða yfirleitt nokkurr- ar geðshræringar. „Það er Guðs vilj i,“ sagði hann rólega. „Þess háttar skeður jafnvel í stórri borg eins og Lundúnum.“ „Það var yðar hnífur,“ mælti T. X. „En hendur mínar voru í Durazzo, Ef- fendi,“ svaraði Tyrkinn. Hann leit aftur á hnífinn. „Hinn svarti Rómverji er þá dauður, Effendi.“ „Hinn svarti Rómverji?“ spurði T. X. hálf hissa. „Grikki nokkur, sem nefndur var Kara,“ sagði Tyrkinn, „hann var mjög vondur maður.“ T. X. spratt á fætur, hallaði sér fram yfir borðið og starði fast á gestinn með hálf-lygndum augum. „Hvernig gátuð þér vitað, að það var Kara?“ spurði hann hvatskeytlega. Tyrkinn yppti öxlum. „Hver gæti það annars verið?“ sagði hann, „eru ekki blöðin ykkar full af þess- um sögum?“ T. X. settist niður aftur, óánægður og hálfgramur við sjálfan sig. „Það er satt, Hússein Effendi, en ég hélt ekki, að þér læsuð blöðin.“ „Það geri ég heldur ekki, herra,“ mælti hinn rólega, „og ég vissi heldur ekki, að Kara hefði verið drepinn, fyrr en ég sá hnífinn þann arna. Hvernig er hann kom- inn í yðar hendur?“ „Hann fannst í einu skólpræsinu,“ svar- aði T. X., „þar sem morðinginn hefir sennilega fleygt honum. En ef þér hafið ekki lesið blöðin, þá gefið þér samt í skyn, að þér vitið, hver hefir framið morðið.“ Tyrkinn lyfti höndunum hægt upp 1 hæð við axlir sér. „Þó að ég sé kristinn,“ mælti hann, „eru samt mörg vísdómsorð og spakmæli í trú- arbrögðum feðra minna, sem eru mér hugföst. Og eitt þeirra hljóðar svo, Effen- di: ,hinn vondi verður að deyja fyrir hinum réttláta; fyrir vopnum hins virðu- lega skal sá vondi falla.‘ Yðar hágöfgi, ég er heiðvirður maður, því ég hefi aldrei aðhafst neitt óheiðarlegt á æfi minni. Ég hefi átt hrein og heiðarleg viðskipti við Grikki og ítali, við Frakka og Breta og einnig við Gyðinga. Ég hefi aldrei sótzt eftir að ræna þá né meiða. Ég hefi drepið menn, Guð veit, að það hefir eigi verið sökum þess, að ég sæktist eftir dauða þeirra, heldur sökum þess, að líf þeirra var hættulegt bæði mér og mínum. Spyrj- ið rýtingsblaðið öllum spurningum yðar og sjáið hverju það svafar. Þangað til það talar, er ég þögull eins og blaðið sjálft, því skrifað stendur einnig, að ,hermaður- inn er þjónn sverðs síns‘, og einnig, að hinn hyggni þjónn er þögull um málefni húsbónda síns‘.“ T. X. hló vandræðalega. „Ég vonaði, að þér mynduð geta hjálpað mér — vonaði og óttaðist,“ mælti hann. „Ef þér getið ekki sagt neitt frekar, þá er það ekki hlutverk mitt að neyða yður til þess á nokkurn hátt. Ég er yður samt þakklátur fyrir, að þér komuð hingað, þó að koma yðar hafi orðið fremur árangurs- laus, að því er mig snertir.“ Hann brosti á ný og rétti gestinum hendina. „Yðar hágöfgi,“ mælti Tyrkinn hægt og rólega. „Það er ýmislegt í lífinu, sem maður gerir réttast í að láta eiga sig, og þær stundir koma öðru hvoru, að réttvís- in ætti að loka augunum, svo að hún sjái enga sök — hér er eitt af þeim tilfellum.“

x

Nýjar kvöldvökur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.