Nýjar kvöldvökur - 01.01.1937, Side 21

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1937, Side 21
SAGAN UM SNÚNA KERTIÐ 15 ókunni aðdáandi var Kara, sem hafði lagt drögin að morði þessu fullum þrem mánuðum áður. Það var hann, sem sendi mér Browning-marghleypuna, vel vitandi, að ég hafði aldrei notað slíkt vopn og myndi þess vegna fara gætilega með það. Auðvitað hefði ég vel getað stungið marg- hleypunni í skáp eða skúffu afsíðis, svo að þessi vel hugsaða áætlun Kara hefði orðið að engu. En Kara var ekki einn þeirra, sem hætta í miðju kafi, heldur fylgdi fastri áætlun. Þremur vikum eftir að ég hafði fengið marghleypuna, var gerð klaufaleg innbrotstilraun hjá mér eina nóttina. Klaufalegur viðvaningshátturinn vakti þegar eftirtekt mína, af því að þjófurinn gerði svo ákaflega mikinn hávaða og hljóp svo á burt undireins er hann hafði gert þessa tilraun, án þess að gera nokkuð annað tjón en að brjóta rúðu í borðstof- unni minni. Auðvitað datt mér í hug, að þessháttar tilræði gætu endurtekið sig, þar eð hús mitt stóð í útjaðri þorpsins. Það var því mjög eðlilegt, að ég tæki fram marghleypuna og hefði hana ein- hvers staðar við hendina. Til þess að kom- ast að þessu með fullri vissu, kom Kara í heimsókn til mín daginn' eftir og fékk þá að heyra alla söguna um þessa innbrots- tilraun. Hann nefndi ekki skammbyssu einu orði, •en ég minnist þess nú, þótt ég hefði verið búinn að gleyma því á sínum tíma, að ég drap á það við hann, að ég hefði snoturt og handhægt vopn í fórum mínum. Hér um bil hálfum mánuði seinna var gerð önnur innbrotstilraun. Ég segi tilraun, en ég held nú eins og áður, að það hafi alls ekki verið gert í fullri alvöru. Þessar á- rásir voru gerðar í því skyni, að koma því til leiðar, að ég hefði marghleypuna við hendina. Og enn á ný kom Kara í heimsókn dag- -inn eftir innbrotið, og ég hefi að líkindum aftur — þó að ég muni það alls ekki með vissu — sagt honum frá því, sem skeði nóttina áður. Það er a. m. k. ólíklegt, að ég hafi ekkert á það minnzt, þar sem við hjónin og vinnufólkið höfðum rætt all- mikið um málið. Svo kom hótunarbréfið og Kara var þá sjálfur viðstaddur. Meðan Kara var hjá okkur þetta minnisstæða morðkvöld, gekk ég út sem snöggvast, til að líta eftir bíl- stjóra hans. Kara var þá í fáeinar mínút- ur einn i'nni hjá konu minni og fann sér þá eithvert tilefni til að skreppa inn í vinnustofu mína. Þá hlóð hann marg- hleypuna og lét eitt skot í skothólfið og treysti á það, að ég myndi ekki hleypa af, fyrr en ég hefði miðað á andstæðing minn. Hér hleypti hann þó á tæpasta vaðið, því að áður en hann sendi mér vopnið, hafði hann látið gera gikkinn svo lausan og liðugan, að hann hleypti af við minnstu snertingu; en eins og þér vitið, var marghleypan sjálfvirk, þannig, að hvert skot hlóð og hleypti af því næsta o. s. frv. Það var því ekki ólíklegt, að hrein tilviljun hefði getað kollvarpað allrl hans áætlun — og ef til vill sjálfum mér líka. Yður er öllum kunnugt um, hvað skeði kvöld þetta.“ Lexman hélt svo áfram að segja frá réttarhöldunum og dómunum, drap laus- lega á líf það, er hann hafði orðið að reyna þangað til morguninn sæla á Dart- moor. „Kara var kunnugt um, að búið var að sanna sakleysi mitt, en hatur hans og of- sóknaræði var svo óslökkvandi sökum þess, að ég átti það, sem hann hafði á- girnzt — en sóttist samt ekki framar eftir, hafið það hugfast —; hann sá því í hendi sér, að kvalir þær og þjáningar, sem hann hafði ætlað mér og elsku konunni minni, myndu fá skjótan enda. Hann hafði því meðal annars þegar áformað og komið í

x

Nýjar kvöldvökur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.