Nýjar kvöldvökur - 01.01.1937, Page 23

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1937, Page 23
SAGAN UM SNÚNA KERTIÐ 17 helzt, að við kynnum ef til vill að verða stöðvuð af brezku herskipi, eða þegar við kæmum til Gibraltar, þar sem við mynd- um verða rannsökuð af brezkum yfirvöld- um. Kara hafði þó séð við þessu öllu með því að byrgja sig upp af kolum til allrar ferðarinnar. Við fengum mesta ofviðri í Miðjarðar- hafinu, en eftir það var allt tíðindalaust, unz við komum til Dúrazzó. Við urðum að fara í land í dularbúningi, þar eð Kara sagði okkur, að skeð gæti, að brezki ræð- ismaðurinn sæi okkur og legði einhverj- ar tálmanir á leið vora. Við klæddumst því í tyrkneskan búning, Grace með þykka blæju fyrir andliti, en ég í gömlum og óhreinum kaftan, og þar eð ég var magur í andliti og órakaður, slapp ég í land athugasemdalaust. Landsetur Kara var, og er enn, um átján mílur frá Dúrazzó. Það liggur ekki við þjóðbrautina, og verður maður að fara þangað eftir einum þessara grýttu fjallastiga, sem hlykkjar sig upp á milli hæðanna suðaustur frá borginni. Landið þar er hrikalegt og mestallt óræktað. Við urðum að fara yfir mýrar og móa, fen og flóa frá einum hjallanum á hinn, sífellt hærra og hærra, og komum loksins á brautina, sem liggur þvert um fjöllin. Höll Kara — því það er það í sannleika — er reist þar, sem sér til sjávar. Hún liggur á Acroceraunian-skaganum nálægt Linquetta-höfða. Þar umhverfis er landið þéttbýlla og betur ræktað. Við fórum fram hjá bröttum hlíðarslökkum, sem voru þaktir mórberjatrjám og olíuviði, og niðri í dalnum voru hveiti- og maísakrar. Höllin stendur á háum hjalla. Að henni liggja tveir fjallvegir, sem auðvelt er að víggirða, enda voru þeir það áður fyrri gegn herliði Tyrkjasoldáns eða árásar- flokkum þeim, sem óvinveitt nágranna- þorp hafa fylkt saman í því skyni að raena þessa klettaborg. Skipetararnir, blóðþyrstur og miskunn- arlaus þorparalýður, voru hundtryggir Kara, höfðingja sínum. Hann launaði þeim svo vel, að það borgaði sig ekki fyr- ir þá að ræna hann sjálfan. Hann hélt enda ræningjaeðli þeirra og uppreisnar- hug í skefjum með því að stofna til smá ránsferða öðru hvoru, er hann sjálfur eða þá umboðsmenn hans höfðu undirbúið. Höll Kara var byggð í einskonar Mára- stíl, og því all ólík tyrkneskum höllum. Að sumu leyti var hún austræn að svip og gerð með sterku ívafi af rómverskri byggingarlist; var sá hluti hallarinnar með hvítum súlnagöngum, stórum húsa- görðum steinlögðum, gosbrunnum og dimmum, svölum herbergjum. Þegar ég gekk inn um hallarhliðið, varð mér í fyrsta sinn ljóst sumt af yfirburð- um Kara og mikilmennsku. Þar stóð hóp- ur af þjónum, allir austrænir menn, þraut- tamdir, þögulir og auðmjúkir. Kara fylgdi okkur fyrst til síns eigin herbergis. Það var stærðar salur með legubekkj- um meðfram öllum veggjum, mjög skraut- leg dagstofu-húsgögn frönsk og geysimik- il persnesk gólfábreiða, ein af þeim allra fegurstu, sem nokkru sinni hefir verið flutt út frá Shíraz. — Hér vil ég skjóta því inn í, að á allri leiðinni hafði framkoma hans v.ið mig verið fyllilega vinsamleg, og við Grace eins og ég gæti búizt við af bezta vini mínum, nærgætinn og kurteis. Við vorum ekki fyrr komin inn í sal þenna, er hann sagði við mig með sama bonhomie og hann hafði sýnt mér alla leiðina: ,Þér viljið máske sjá herbergið yðar?‘ Ég játaði því. Hann klappaði saman höndunum, og stórvaxinn Albanaþjónn kom inn um dyr, sem byrgðar voru með þykku dyratjaldi. Hann heilsaði á Aust- urlandavísu, og Kara sagði við hann fá- 3

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.