Nýjar kvöldvökur - 01.01.1937, Side 25

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1937, Side 25
SAGAN UM SNÚNA KERTIÐ 19 gleði veita ykkur, engan frið né ró. Héðan af eruð þið þrælar og aumari en þrælar!' Hann klappaði saman lófunum. Sam- talinu var lokið, og upp frá því sá ég Grace aðeins einu sinni.“ John Lexman þagnaði og huldi andlitið í höndum sér. „Þeir fóru svo með mig ofan í neðan- jarðarfangelsi, „sem var höggvið inn í sjálfan klettinn. Á ýmsa vegu minnti það mikið á fangelsið í kastalanum Chillon, þar eð einasti glugginn sneri út að vind- börðu vatni, og gólfið var ósléttur og nibbóttur kletturinn. Ég kalla fangelsið neðanjarðar, eins og það vissulega var þeim megin, því að 'höllin var byggð á brattri brún í undirhlíðum. Þeir hlekkjuðu mig á fótum og létu mig svo eiga mig. Einu sinni á dag gáfu þeir mér dálítið af geitakjöti og vatn í tinkrús, og einu sinni á viku kom Kara sjálfur inn og settist svo fjarri mér, að ég gat ekki náð til hans. Hann sló þá upp dálitlum kjaftastól, settist á hann og tók til máls, meðan hann reykti vindling sinn. Guð minn góður! Allt það sem sá mað- ur sagði! Það sem hann lýsti og sagði frá! Allar þær skelfingar, sem hann taldi upp! Og alltaf var Grace miðdepillinn í öllum frásögnum hans. En henni hefir hann svo sagt samskonar sögur um mig sjálfan. Ég get ekki lýst þeim. Það er ekki hægt að hafa þær eftir!" John Lexman lokaði augunum og það fór hrollur um hann. „Þetta voru vópn hans. Hann lét mig ekki horfa upp á pyntingar ástmeyjar minnar, hann færði mér ekki áþreifanleg- ar sannanir um þjáningar hennar — hann sat aðeins og spjallaði, lýsti því framúr- skarandi skýrt og nákvæmlega, sem virt- ist alveg ótrúlegt fyrir útlending, hvílíkri skemmtun hann hefði sjálfur verið vottur að. Ég hélt, að ég hefði misst vitið. Tvisvar sinnum stökk ég á hann, og tvisvar sinn- um kipptu hlekkirnir um fætur mína mér endilöngum á steinnibbugólfið. Einu sinni sótti hann fangavörðinn og lét hann lemja mig með svipu, en ég tók hirtingunni svo rólega, að honum varð engin ánægja úr því. Ég sagði áðan, að ég hefði séð Grace aðeins einu sinni, og það vildi þannig til: Það var eftir þessa hirtingu, að Kara, sem var sannarlegur djöfull í heiftaræði sínu, hafði ásett sér að taka hefnd fyrir kæruleysi mitt. Þeir fóru með Grace á bát út á vatnið og reru þangað, sem ég gat séð þá út um gluggann. Og þar lömdu þeir hana, eins og þeir höfðu lamið mig. Ég get ekki sagt ykkur nánara frá þessu,“ mælti Lexman alveg yfirbugaður, „en ég óska — þið getið ekki ímyndað ykkur, hve innilega heitt ég óska þess — að ég hefði þá fengið að deyja, svo að mann- hundurinn hefði fengið þá fullnægingu, sem hann sóttist eftir. Guð minn góður! Það var hræðilegt! Þegar vetraði að, tóku þeir mig með sér út í fóthlekkjunum, til að sækja eldi- við út í skóginn. Það var engin ástæða til þess, að ég þyrfti að gera þetta, en sann- leikurinn var sá, að því er Salvólió sagði mér, að Kara hafði dottið í hug, að það myndi vera of heitt handa mér í fangels- inu. Hæðirnar að baki hallarinnar hlífðu fangelsinu við köldustu vindunum, og jafnvel köldustu næturnar var því vistar- vera þessi alls ekki óbærileg. Svo fór Kara burt um hríð. Ég býst við að hann hafi farið til Englands, og hann kom aftur alveg vitstola af heiftaræði, Ein af stór-áætlunum hans hafði alger- lega brugðizt, og nú herti hann á sálar- kvölum mínum meira en nokkru sinni áður. Fyrrum kom hann inn til mín aðeins einu sinni í viku, en nú kom hann nærri því daglega. Hann kom venjulega seinni part dagsins, og varð ég því hissa eina 3“

x

Nýjar kvöldvökur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.