Nýjar kvöldvökur - 01.01.1937, Page 30

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1937, Page 30
24 NÝJAR KVÖLDVÖKUR Þessa þrjá næstu mánuði sá ég Albaníu eins og hún er — og því gleymi ég aldrei! Sé betri drengur til á Guðs grænni jörð heldur en Híabam Hússein Effendi, þá hefi ég ekki hitt hann enn. Það var hann, sem lánaði mér fé til að komast frá Albaníu. Ég bað hann líka að láta mig fá hnífinn, sem hann drap Salvólíó með. Hann hafði komizt að því, að Kara væri á Englandi, og sagði mér ýmislegt um at- hafnir Grikkja þessa, sem mér var ó- kunnugt um áður. Ég hélt síðan til Ítalíu og norður til Mílanó. Þar frétti ég, að einkennilegur Englendingur, sem komið hafði fyrir nokkrum dögum til Genúa með skipi frá Suður-Ameríku, lægi nú hættulega veikur á sama gistihúsi, og ég hafði setzt að í. Þess mun ekki þörf að skýra yður frá því, að gistihús þetta var ekki af þeim dýru, og við vorum sennilega einustu Bretarnir á því. Ég gat því eigi komizt hjá að vitja um sjúklinginn og grennslast eftir, hvort ég gæti nokkuð fyrir hann gert. Hann var mjög langt leiddur. Mér virtist ég hafa séð hann áður, og þegar ég litaðist um og rak augun í nafn hans, minntist ég þegar, hver hann var. Þetta var George Gathercole, sem var á heimleið frá Suður-Ameríku. Hann lá nú í malaría-hitasótt og blóðeitrun, og vikutíma börðumst við, ítalskur læknir og ég, eins og frekast var unnt, fyrir lífí hans. Hann var erfiður sjúklingur“. John Lexman brosti allt í einu við endurminn- ingarnar, — „bítandi hvassyrtur í orð- bragði, óþolinmóður og ráðríkur gagnvart vinum sínum. Hann var til dæmis hræði- lega næmur fyrir um aftekna handlegg- inn og leyfði hvorki lækninum né mér að koma inn í herbergið, fyrr en hann var búinn að breiða rúmfötin alveg upp undir höku, og heldur ekki vildi hann borða eða drekka að okkur viðstöddum. Samt sem áður var hann hinn hugrakk- asti allra ofurhuga, óhlífinn við sjálfan sig, og var nú gramur yfir því að hafa ekki getað lokið nýju bókinni sinni. Hans ósveigjandi andi bjargaði honum samt ekki. Hann andaðist þann 17. janúar síð- astliðinn. Ég var í Genúa um það leyti á hans vegum — til að sjá um eignir hans. Þeg- ar ég kom aftur, var búið að jarða hann. Ég leit í gegnum skjöl hans, og þá var það, að mér datt í hug, hvernig ég gæti komizt í návígi við Kara. Ég rakst á bréf frá Grikkjanum, sem sent hafði verið til Buenos Ayres, og þá mundi ég allt í einu eftir, að Kara hafði sagt mér frá því, að hann hefði sent Ge- orge Gathercole til Suður-Ameríku til að rannsaka hvort þar væri gull í jörðu á vissum slóðum. Ég hafði ásett mér að drepa Kara, og ásetti mér að gera það á þann hátt, að ég gæti hulið vendilega sér- hvert spor, er bent gæti í áttina til mín. Á sama. hátt sem hann hafði lagt fyrir- fram áætlun um tortíming mína, stig al stigi, og hulið spor sín, þannig hafði ég einnig áætlað að ganga af honum dauð- um, án þess að nokkur grunur gæti fallið á mig. Ég var kunnugur húsi hans. Og ég þekkti nokkuð inn á siðvenjur hans. Mér var kunnugt um þann sífellda ótta, sem hann gekk í, er hann var kominn til Eng- lands og var fjarri lífvörðum þeim, sem umkringdu hann í Albaníu. Ég vissi um hina frægu hurð hans með stálslánni, og nú ásetti ég mér að snúa á hann þrátt fyrir allar þessar varúðarreglur og láta hann ekki aðeins hljóta þann dauðdaga, sem hann verðskuldaði, heldur einnig fá fulla vitneskju um örlög sín, áður en hann dæi. Gathercole hafði dálítið af peningum, hérumbil 140 pund. Ég tók 100 pund af þeim til eigin þarfa, þar eð ég vissi, að ég átti nægilegt fé í Lundúnum til að endur-

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.