Nýjar kvöldvökur - 01.01.1937, Qupperneq 32

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1937, Qupperneq 32
26 NÝJAR KVÖLDVÖKUR bergi sínu, og fylgdi mér upp. Ég hafði búið mig undir að losa mig við þjóninn, því að ég hafði alveg sérstaka ástæðu til að óska þess, að lögreglan skyldi ekki kalla hann til yfirheyrslu sem vitni í þessu máli. Á venjulegt bréfspjald hafði ég skrifað númer það, er hann bar í Dart- moor, og bætt við þessum orðum: ,Ég þekki þig. Farðu burt héðan, fljótt!' Er hann sneri sér við til að ganga á undan mér upp stigann, fleygði ég um- slaginu með spjaldinu í á borð í forstof- unni. í innri vasa mínum, eins nærri lík- amanum og hægt var, hafði ég bæði kert- in. Og ég hafði þegar afráðið hvernig ég skyldi nota þau. Þjónninn fylgdi mér inn í herbergi Kara, og enn einu sinni var ég í návist þess manns, er drepið hafði stúlk- una mína og máð út fyrir mér alla fegurð lífs míns.“ — Það var dauðaþögn í salnum, er hann þagnaði sem snöggvast. T. X. hallaði séi aftur á bak í stólnum með hökuna niður á bringu og handleggina krosslagða .og horfði fast á hinn. Yfirlögreglustjórinn sat brúnaþungur og með herptan munn- inn, strauk yfirskegg sitt og horfði á ræðumann undan hvössum, loðnum brún- um. Franski lögreglumaðurinn sat með hendurnar djúpt niðri í vösunum, hallaði undir flatt og gleypti hvert orð með á- kefð. Hinn gulbleiki Rússi með steingerv- ingsandlitið hefði vel getað verð útskorin fílabeinsmynd. O’Grady, Ameríkumaður- inn, með slokknaðan vindil á milli tann- anna, flutti sig óþolinmóðlega til í stóln- um við hverja þögn, eins og hann ætlaði að ýta undir og flýta fyrir endanlegri úr- lausn málsins. Svo hélt John Lexman áfram: „Hann fór út úr rúminu og kom á móti mér fram á gólfið, er ég lokaði hurðinni á eftir mér. ,0, Mr. Gathercole/ sagði hann í silki- mjúkum róm og rétti út hendina. Ég sagði ekkert. Ég starði aðeins á hann með einskonar grimmúðugan fögn- uð í hjarta mínu, er ég aldrei áður hefi fundið til á æfi minni. Svo las hann allt í einu allan sannleik- ann í augum mínum og teygði út hendina eftir talsímanum. En í sama vetfangi hljóp ég á hann. Hann var eins og barn í höndum mínum. Öll sú kvöl og kvíði, er hann hafði valdið mér, allar þær þjáningar og kuldi langa daga og dimmar nætur, höfðu stælt mig og hert. Ég hafði komið til Lundúna út- búinn með gervi-arm, en nú hristi ég hann af mér. Það var aðeins þunnur tré- hólkur, er ég hafði látið gera mér í París. Ég fleygði Kara aftur á bak í rúmið og hálf lá ofan á honum. ,Kara,‘ sagði ég, ,nú áttu að deyja, en þó miskunnsamari dauða heldur en konan mín.‘ Hann reyndi að tala. Hann veifaði mjúkum höndunum tryllingslega út í loftið, en ég lá á öðrum handleggnum og hélt hinum föstum. Ég hvíslaði í eyra hans: Enginn mun vita hver drap þig, Kara, mundu það! Ég er alveg skotfrí, og þú munt verða mið- depill glæsilegs leyndarmáls. Öll bréf þín munu verða lesin, allur lífsferill þinn rannsakaður, og heimurinn mun fá að kynnast þér — eins og þú ert! Ég sleppti handlegg hans sem allra snöggvast til að ná í hnífinn og reka hann í hann. Ég held að hann hafi dáið á sama augnabliki", sagði John Lexman blátt á- fram. „Ég lét hann liggja, þar sem hann var, og gekk fram að dyrunum. Ég hafði ekki langan tíma til umsvifa. Ég tók kertin úr vasa mínum. Þau voru orðin lin af lík- amshitanum. Ég lyfti upp stálslánni á hurðinni og skorðaði hana með minna kertinu þannig, að neðri endi þess hvíldi á mið-lykkjunni,

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.