Nýjar kvöldvökur - 01.01.1937, Page 33

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1937, Page 33
SAGAN UM SNÚNA KERTIÐ 27 en hinn skorðaðist upp undir slána. Ég vissi, að hitinn í herberginu mundi fljótt lina kertið svo, að sláin hlyti að falla nið- ur eftir skamma stund. Ég var líka við því búinn að nota sím- ann við rúmið, þó að ég vissi eigi hvert hann lá. Pappírshnífurinn á borðinu gaf mér hugmyndina. Ég lét hann vega salt yfir silfur-vindlingahylki, svo að annar endinn ýtti undir síma-viðtækið. Undir hinn endann skorðaði ég hitt kertið, sem ég hafði tálgað mátulega langt, og ofan á þann enda hnífsins lagði ég þær tvær einu bækur, sem ég fann í hei’berginu, og til allrar hamingju voru þær báðar þung- ar. — Ég hafði enga vissu fyrir því, hve langt myndi líða, þangað til kertið bognaði af hitanum, svo að bækurnar þrýstu niður hnífsendanum og þeyttu viðtækinu af klónni. Ég var að vona, að Fisher hefði séð aðvörun mína og væri farinn. En þeg- ar ég opnaði hurðina gætilega, heyrði ég fótatak hans niðri í forstofunni. Það var því ekki um annað að gera en leika leik- inn á enda. Ég sneri mér við og létzt tala við Kara. Það var hræðilegt, en þó var eitthvað við það, sem vakti í mér skringilega gaman- semi, svo að mig langaði til að hlæja og hlæja og hlæja! Ég heyrði þjóninn koma upp stigann og lokaði hurðinni gætilega. Hve lengí myndi nú líða, þangað til kertið bognaði? Til þess að fullkomna sannanirnar fyr- ir fjarveru minni ásetti ég mér að halda Fisher uppi á tali, og það var þeim mun auðveldara, sem hann virtist enn eigi hafa tekið eftir umslaginu, sem ég hafði skilið eftir á borðinu niðri. Ég þurfti ekki lengi að bíða, því allt í einu heyrði ég stálslána smella ofan í hespurnar. Við herbergishit- ann hafði kertið bognað, fyrr en ég hafði búizt við. Ég spurði Fisher, hvaða hljóð þetta væri, og hann skýrði mér frá því. Ég gekk svo ofan stigann og var síspjall- andi. Ég náði í bíl á Sloan Square og ók til íbúðar minnar. Undir frakkanum var ég að nokkru leyti í kvöldbúningi. Tíu mínútum eftir að ég kom heim í íbúð mína, kom ég út aftur á götuna, sem skegglaus maður, er eigi var hægt að greina frá öllum þeim þúsundum, sem voru á gangi umhverfis hinar stóru söng- hallir. Frá Victoríu-stræti ók ég beina leið til Scotland Yard. Það var hvorki meira né minna en sérkennileg tilviljun, að hitt kertið skyldi bogna, rétt á meðan ég var að tala við yður, og hringingin heyrast í sömu skrifstofunni, og ég var staddur í. Ég segi yður alveg satt, að mig grunaði ekki, hvaða hringing þetta væri, fyrr en Mansus sagði til. Þetta er þá saga mín, herrar mínir!“ Hann sveiflaði út höndunum. „Þér getið gert við mig, hvað sem þér viljið. Kara var morðingi, litaður hundr- uðum sinnum í saklausu blóði. Ég hefi framkvæmt allt það, er ég hafði ásett mér — það eitt og ekki meira — og ekki held- ur minna. Ég hafði hugsað mér að fara til Ameríku, en því meir sem burtfarar- tíminn nálgaðist, því meir lifandi urðu allar endurminningarnar um þær mörgu áætlanir, sem hún og ég höfðum rætt og bollalagt, stúlkan mín.... veslings þraut- pínda stúlkan mín!“ Hann sat við litla borðið, með hend- urnar harðhnýttar fyrir framan sig, og andlit hans var fölt og með djúpum drátt- • um. „Og þetta eru sögulokin!“ mælti hann allt í einu og brosti út í annað munnvikið. „Ekki alveg!“ T. X. sneri sér snöggt við og greip and- ann á lofti. Það var Belinda Mary, sem talaði. „Ég get bætt dálitlu við söguna,“ mælti hún. 4*

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.