Nýjar kvöldvökur - 01.01.1937, Síða 34

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1937, Síða 34
28 NÝJAR KVÖLDVÖKUR En hve hún var dásamlega fögur og sjálfstæð, hugsaði T. X. með sér, enda hugsaði T. X. heldur aldrei neitt annað um hana, en að hún væri „dásamleg" á einn eða annan hátt. „Mestöll saga yðar er sönn og rétt, Mr. Lexman,“ sagði þessi furðulega stúlka, án þess að skeyta um öll hin undrandi augu, er á hana störðu, „en Kara blekkti yður þó í einu tilliti." „Hvað eigið þér við?“ spurði John Lex- man og skjögraði á fætur. í stað þess að svara, gekk hún að dyr- unum með sirztjöldunum fyrir og dró þau frá. Það varð ofurlítil bið, sem virtist vera heil eilífð, og þá kom inn um dyrnar ung kona, grannvaxin, alvarleg og fögur. „Guð minn góður!“ hvíslaði T.X. „Grace Lexman!“ XXIII. KAPÍTULI. Þeir gengu allir út og skildu þau tvö alein eftir, tvær manneskjur, sem á þessu augnabliki höfðu fundið himnaríki á jör-ð, og þó að það að vísu sé ekki utan við það, sem maður getur náð, er það samt afar sjaldgæft að ná því. — Belinda Mary hafði ákafa áheyrendur, er þyrptust utan um hana. „Auðvitað dó hún ekki,“ sagði hún háðslega. „Kara lék á strengi óttans hjp honum allan tímann. Hann gekk jafnvel aldrei jafn nærri lífi hennar, og Mr. Lex- man óttaðist. Hann sagði Mrs. Lexman að maðurinn hennar væri dáinn, alveg eins og hann sagði John Lexman að hún væri dáin. Það sem skeði var það, að hann flutti hana aftur til Englands —“ „Hverja?“ spurði T. X. tortryggnislega. „Grace Lexman," svaraði stúlkan og brosti. „Þú heldur auðvitað að það hafi verið ógerningur, en er þú athugar, að hann átti lystisnekkju, og að hann gat far- ið frá hvaða höfn sem hann vildi og í bíl heim til sín í Cadogan Square, og að hann gat farið með hana beint ofan í kjallar- ann, án þess að ónáða heimilisfólkið, þá skilurðu, að einustu vandkvæðin voru í því fólgin að koma henni í land. Ég fann hana í neðri kjallaranum.“ „Þér funduð hana niðri í kjallaranum?“ spurði yfirlögreglustjórinn valdsmanns- lega og hissa. Stúlkan kinnkaði kolli. „Ég fann hana og hundinn — þér heyrð- uð hvernig Kara hræddi hana — og ég drap hundinn með eigin höndum,“ bætti hún við dálítið hreykin, en svo fór hroll- ur um hana. „Það var agalega andstyggi- legt,“ játaði hún. „Og hún hefir verið hjá þér síðan, allan þennan tíma, og þú hefir ekkei’t sagt?“ spurði T. X. vantrúaður. Belinda Mary kinnkaði kolli. „Og það var þess vegna, sem ég mátti ekki vita, hvar þú áttir heima?“ Hún kinnkaði aftur kolli. „Sjáið þið til, hún var mjög veik,“ mælti hún, „og ég varð að stunda hana, og auðvitað vissi ég, að það var Lexman, sem drap Kara, og ég gat ekki sagt þér frá henni, án þess að koma upp um hann. Svo þegar Mr. Lexman ásetti sér að segja sögu sína, taldi ég réttast að fylla upp í eyðurnar og bæta við hinni miklu úrlausn málsins." Mennirnir litu hver á annan. „Hvað eigum við nú að gera viðvíkj- andi Lexman?“ spurði yfirlögreglustjór- inn. „Og m. a., T. X., hvernig passar þetta allt saman inn í kramið hjá yður?“ „Ljómandi vel,“ svaraði T. X. rólega. „Auðvitað var maðurinn, sem myrti Kara, sami maðurinn og sá, sem kynntur var undir nafni Gathercoles, og jafn auð- vitað gat það ekki verið Gathercole, þó að hann — að því er séð varð — hefði misst vinstri handlegginn.“

x

Nýjar kvöldvökur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.