Nýjar kvöldvökur - 01.01.1937, Qupperneq 36

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1937, Qupperneq 36
30 NÝJAR KVÖLDVÖKUR hendur Grace Lexman. „Einn næstu dag- anna,“ mælti hann föðurlega, „mun ég koma til Beston Tracy, og þá á maðurinn yðar að segja mér aðra og hamingju- þrungnari sögu.“ Hann staðnæmdist við dyrnar um leið og hann fór út, og er hann leit við, mætti hann þakklátum augum John Lexman:;. „Meðal annars, Mr. Lexman,“ mælti hann hikandi. „Væri ég í yðar sporum, þá held ég ekki að ég myndi nokkurn tíma skrifa sögu, sem kölluð væri ,Sagan um snúna kertið‘.“ John Lexman hristi höfuðið. „Hún verður heldur aldrei skrifuð,“ mælti hann, af mér.“ ENDIR. Egon Weltzer: Maðurinn, sem vann f happdrættinu. Eusebíus var ósköp tilkomulítill skrif- stofuþjónn, en afar fyrirferðarmikill smá- smyglingur. Hann bjó í snotru herbergi hjá roskinni konu, sem komizt hafði í kröggur, og hafði nú ofan af fyrir sér með því að leigja út herbergi. Hann borð- aði á snoturri matstofu, sem auglýsti „Al- þýðu-fæði,“ og bar aldrei peninga á sér — því þá átti hann ekki til. En eitt var það þó sem hann átti — forsjála niðurröðunar-gáfu. Hinn fyrsta dag hvers mánaðar borgaði hann skilvíslega húsaleigu sína, gekk síð- an til matstofunnar og borgaði þar mán- aðargjaldið fyrirfram, og þaðan hélt hann til Vöruhússins og birgði sig upp af öll- um þörfum frá tanndufti til klæðnaðar, og borgaði þar sína mánaðarlegu afborgun. Hann fór aldrei í leikhúsið, en fór reglulega á Bíó í hverri viku upp á að- göngumiða þá, sem hann hafði keypt fyr- irfram þann fyrsta mánaðarins. Jafnvel. tóbakskaupin ollu honum engrar áhyggju, því að tóbakssali hans fékk greitt einu sinni í mánuði þann hluta launa hans, sem var tóbakinu afskammtaður. Þetta var sannarlega reglubundinn lífs- ferill — sannast að segja. En Eusebíus undi sér vel við hann — og þá mátti öðr- um svo sem standa á sama. En svo einn góðan veðurdag fór reglu- semin allt í einu út um þúfur: Eusebíus keypti sér dagblað! Hann, sem til þessa hafði látið sér nægja að lána blöðin hjá meðstarfsmönnum sínum, þegar þeir voru búnir að lesa þau. Sagan um dagblaðið varð víðfleyg. ... Og sumir hugsuðu með sér, að nú væri hann orðinn leiður á einlífinu og væri nú að gá að konuefni í auglýsingadálkunum; en hinir voru þó fleiri, sem hölluðust að þeirri skoðun, að þetta hlyti að taka enda með ógurlegri skelfingu og sjálfsmorði, því héldi hann svona áfram, hlyti hann óhjákvæmilega að lenda í skuldum, því að aðra eins þenslu þyldu fjármál hans ekki. Þarna höfðu þau öllsömul þótzt þekkja Eusebíus út og inn, og samt hafði nú það komið fyrir hann, sem ekkert þeirra hafði orðið vart við. Og þetta var það, sem fyrir hafði kom- ið: allan síðastliðinn mánuð hafði Eusebí- us neitað sér um sínar vikulegu bíó-ferð- ir. Og hann lét ekki þar við sitja: Hann hafði einnig strikað út kvöldkaffið á mat- stofunni. Fyrir þetta sparifé hafði hann svo keypt sér seðil í happdrættinu. Og hann vann á þennan seðil! Hæsta vinninginn!

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.