Nýjar kvöldvökur - 01.01.1937, Side 44

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1937, Side 44
38 NtJAR KVÖLDVÖKUR margar af því tagi. Og þær standa svo hátt yfir okkur á alla vegu að það var nærri því hneykslanlegt af mér að kalla okkur verkakonur. Ef í harðbakkann slær mætti ef til vill kalla okkur starfandi stúlkur.“ Nú færðist ró yfir hópinn. „Starfandi stúlkur hljómar óneitanlega betur,“ sagði litla ungfrú Hansen fliss- andi. „Áfram!“ „Já, ég á við, að við--------segjum þá starfandi stúlkur — megum ekki líta of stórum augum á okkur sjálfar. Auðvitað erum við á margan hátt jafnsnjallar stétt- arbræðrum vorum og ef til vill liðlega það. Ég held að við séum iðnari og tölu- vert skylduræknari. Þó að við einstöku sinnum spjöllum dálítið saman, þá tökum við samt aldrei dagblað og tvo—þrjá vind- linga og smjúgum út í snyrtiherbergið og hímum þar tvær eilífðir, og við förum * heldur ekki út í borgina í allskonar skringilegum erindagerðum mitt í starfs- tímanum, og við sitjum ekki fram yfir tímann í litlaskatts-hléinu. Eða gerum við það kannske? Já, ég er auðvitað ekki að tala um Tit Bull —- —“ „Nei, sú er góð! “ „Fyrirgefðu, Tit! Mér þykir jafn vænt um þig fyrir því, og það þykir skrifstofu- stjóranum líka. Þitt hlutverk er að lýsa í kringum þig með glaða smettinu þínu og trufla starfsfrið herranna báðumegin göt- unnar-------. Svo eru einstaka konur sem eru svo duglegar að þær komast í ábyrgð- arstöður og fá góð laun, eins og t. d. frú Ebbesen. Og það er auðvitað alls eigi of mikið. Ef frú Ebbesen hefði ekki gift sig, hefði hún átt að geta orðið skrifstofu- stjóri, og ég er alveg viss um að hún hefði orðið duglegri heldur en sá sem við höf- um núna — og að minnsta kosti myndi hún ekki hafa slórað heilan klukkutíma þar sem þú veizt með dagblöð og vind- linga, og ég er hárviss um að hún myndi hafa uppgötvað daðrið í Tit þvert yfir götuna.“ „Gárunginn þinn!“ sagði Tit, og Ruth hló. „Bravó!“ sögðu hinar, og frú Ebbesen roðnaði lítillátlega. „En“, bætti Rut við, og varð allt í einu vígamannleg á svipinn, „svo gifti frú Ebbesen sig — og þar eð herra Ebbesen hefir mjög góða opinbera stöðu í bæjar- ins þjónustu, þá hefði frú Ebbesen átt að segja upp sinni stöðu-------.“ Frú Ebbesen spratt á fætur í rauðgló- andi bræði, og Aggí reif sig lausa úr verndararmi Tit Bull og hrópaði: „Nei, nú ertu of andstyggileg.“ „Gerið svo vel að setjast aftur,“ sagðí Ruth og var eins róleg og þaulæfður kosn- ingasmali. Frú Ebbesen og Aggí settust ósjálfrátt. niður aftur, og Ruth hélt áfram: „Því ef að frú Ebbesen hefði sagt upp, þá hefði unnusti Aggí fengið hennar stöðu og svo há laun að Aggí hefði getað hætt á skrifstofunni og gifzt honum. Ung- frú Hansen fengi þá stöðuna sem Aggí hefir, og einhver atvinnulaus ræfill fengi svo stöðu ungfrú Hansens.“ „0-0,“ sagði Aggí og ungfrú Hansen líka, en frú Ebbesen sagði ekkert heil- langa stund. Loksins kom það: „Við eigum engin börn og---------.“ „Þá ættuð þið að eignast eitt,“ sagði Ruth fljótmælt. „Þér skuluð aldrei koma mér til að sleppa stöðu minni,“ þrumaði frú Ebbe- sen bálreið. „Það megið þér ekki láta yð- ur detta í hug. — Og eins og þér sögðuð sjálfar í gær, þetta ákvæði nær ekki til liðna tímans.“ „Nei, því miður,“ sagði Ruth. Frú Ebbesen stóð upp. „Það er bezt að ég fari. Ég hefi ekkert hér að gera. Þið eruð allar á móti mér!“

x

Nýjar kvöldvökur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.