Nýjar kvöldvökur - 01.01.1937, Síða 47

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1937, Síða 47
STARFANDI STULKUR 41 fyrir í gær, og skrifstofustjórinn leit til hennar ávítunaraugum yfir gleraugun. En Andersen iðaði í skinninu af ánægju yfir því, að skrifstofustjórinn skyldi hafa tekið eftir því að hún væri of sein. Ruth Lange var í rauninni ekki neitt eftirsókn- arverð, afundin og kaldhæðin altaf öðru hvoru. Eins og t. d. í gær. Það voru sem betur fór aðrar ungar dömur í borginni. Og Andersen rifjaði upp fyrir sér með sæluþrungnum hrolli litlu höndina sem hafði þrýst hendi hans og rödd fulla af aðdáun sem sagði: Drottinn minn dýri, hvað þér hljótið að vera duglegur. Ég hef heyrt að þessar vélar séu svo agalega vandasamar. En Andersen hafði ráð á að vera yfirlætislegur og drjúgur. O, nei, það er ekki nefnandi, sagði hann, og þá gat hún sjálf skilið að þetta með vélina voru smámunir einir á móts við allt hitt sem hann kunni. Hann skyldi svei mér bjóða henni aftur með sér á Bíó eitthvert kvöldið. En hann var feginn því að daman sem sat fyrir framan þau og sneri sér við þeg- ar hann var að tala, var Tit Bull og ekki Ruth Lange, því hugsa sér ef hún hefði t. d. heyrt um „mínar glæsilegu horfur í firmanu.“ —- — Tíminn sníglaðist áfram til hádegis. í lúnsj-fríinu fór frú Ebbesen út í bæ ■— sennilega til þess að komast hjá því að tala við hinar — og Ruth og Aggí héldu sig tvær saman. „Heyrðu, ég hefi verið að hugsa um það, og ég er þér svo alveg sammála,“ sagði Aggí. „Svona eins og þú útlistaðir það í gær, þá hefirðu svo eilíflega rétt fyrir þér. Þegar ég hugsa til þess að frú Ebbesen — —. O, ég gæti grenjað af reiði!“ „En hvað ætlið þið nú að gera?“ „Gifta okkur,“ sagði Aggí ákveðin. „Ef Friðrik vill það.“ „Mér þykir þú sveimér hugrökk,“ sagði Ruth með aðdáun. „Það þarf svo mikla djörfung til að gifta sig upp á launakjör- in hans, að mig dauðlangar til að hrópa húrra fyrir ykkur.“ „Enginn skal hafa það að segja að ég standi öðrum í vegi,“ sagði Aggí borgin- mannlega og gleymdi alveg að hún hefði gert það fúslega ef um það hefði verið að ræða: „Ég verð út allan mánuðinn svo að ég nái í afmælishátíðina. Hana vil ég hafa í ofanálag.“ Ruth andvarpaði. „Hátíðin! Æ, mér finnst allt þetta hátíðaglamur þeirra al- veg tilgangslaust. — Hefðu þeir eitthvað viljað fyrir okkur gera í tilefni þessa verzlunarafmælis, þá hefðu þeir getað gefið hverri okkar t. d. hundrað krónur, og við verið þeim þakklátar allar saman og sungið lof og prís.“ „Það hefði sannarlega orðið dýrt, við sem erum svo margar,“ sagði Aggí þegn- samlega. „Og þú veizt líka, að það getur orðið agalega skemmtilegt að vera með í einhverju sem nokkuð kveður að. Ég hef satt að segja aldrei sett minn fót á gljá- andi gólf Spegilsalsins, svo að ég hlakka til þess, alveg stjórnlaust.“ Ruth hélt áfram hugleiðingum sínum. I staðinn fyrir að fá hundrað krónur verðum við að punga út með hundrað krónur.“ „En góða bezta--------.“ „Elsku barn Grand toilette.') Ég til dæmis á engan samkvæmiskjól. Ekki snefil af neinu -sem ég get dubbað upp einu sinni, svo að ég verð annaðhvort að skrifa heim og biðja mér hjálpar — og það geri ég ekki — eða kaupa kjól með afborgun — það má skipta upphæðinni — og það geri ég heldur ekki, svo að ég get ekki skilið, hvernig ég ætti að geta farið. Ég hafði ekki einu sinni fyrir „Strætó“- miða í morgun.“ ’) Stórfínn samkvæmisbúningur. Þýð. 6 L

x

Nýjar kvöldvökur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.