Nýjar kvöldvökur - 01.01.1937, Síða 49

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1937, Síða 49
NYTJAJURTIR 43 Steindór Steindórsson frá Hlöðum: Nytjajurtir. VI. Lyfja- og eiturplöntur. (Framh.). Frá alda öðli hafa menn þekkt fjölda plantna, sem kunnar voru að því að hafa lækningakraft. Margar þessar plöntur eru samtímis eitraðar, og valda sjúkdómum, ef þeirra er neytt að marki. Frumþjóðirn- ar þekkja flestar margar lækninga- og töfrajurtir, en töfrar og lækningar er oft- ast nátengt meðal þeirra. Síðar, þegar grasafræðin verður fræðigrein meðal hinna siðuðu þjóða, er hún fyrst í stað einkum um lækninganáttúru jurtanna. Tala lyfjaplantnanna varð um skeið geysi- há, en hefir af ýmsum orsökum lækkað stórkostlega í seinni tíð. Til þess mun einkum bera, að fundizt hafa önnur efni, sem reyndust jurtaefnunum betri eða ódýrari, og eins hitt að margar lyfjajurt- ir áttu frægð sína að þakka hjátrú einni saman. Þó má telja líklegt, að nú sé full- langt gengið í því efni að varpa fyrir borð ýmsum lyfjajurtum, sem notið höfðu virð- ingar sakir reynslu ótal kynslóða. Yfir- leitt er því svo háttað, að lyfjajurtirnar eru eitraðar, þótt mjög sé eiturmagn þeirra misjafnt og lækningakraft sinn eiga þær eitrinu að þakka. Allmargar þeirra hafa síðar orðið nautnalyf sakir eitursins og áhrifa þess. Oft er því erfitt að draga takmörkin milli lyfja og eitur- plantna annars vegar, og nautnaplantna hinsvegar. Hér verður einungis getið fárra eitur- og lyfjajurta. Ef vér lítum í gamlar grasabækur ís- lenzkar, eins og Grasnytjar síra Björns Halldórssonar eða Grasafræði Odds Hjaltalíns sjáum vér, að margar eru þær villijurtir, er hér vaxa, sem nota má til lækninga. Flestar þeirra eru nú úr sög- unni til þeirra hluta, og verulegri frægð hafa engar náð nema skarfakál og fjalla- grös. Því er og þannig háttað, að meðal norrænna jurta er yfirleitt færra um lyfjajurtir en plantna heitu landanna. Mun ég eigi að þessu sinni ræða meira um innlendar lyfjajurtir, en vera má, að jeg síðar geri því efni einhver skil. a. Opíum (Papaver somniferum). Planta sú, svefnjurtin, sem ópíum er unnið úr, er af draumsóleyjaætt, af henni er ein villijurt íslenzk, melasól. Ymsar tegundir þeirrar ættar, þar á meðal svefn- jurtin sjálf eru ræktaðar hér til skrauts í görðum, og ganga þær undir hinu danska nafni sínu „Valmúi“. Svefnjurtin er fögur jurt. Heimkynni hennar eru löndin austur frá Miðjarðarhafinu, en nú er hún ræktuð víða um lönd sakir ópíums- ins. Mönnum varð snemma á öldum kunn- ugt, að jurt þessi geymdi efni, sem hafa svæfandi og deyfandi áhrif. Var hún því brátt tekin í þjónustu læknislistarinnar, einkum í Vesturlöndum. í Austurlöndum og þá sérstaklega í Kína, lærðist mönnum brátt að neyta hennar sem nautnalyfs. Efni þetta, sem nefnt er ópíum, fæst úr aldinum jurtarinnar. Skömmu eftir að krónublöð hennar falla, skera menn smá- skurði í frælegið. Þar smitar út mjólkur- safi, er storknar í loftinu. Er hann hnoð- aður í kökur, og í þeirri mynd er ópíum selt manna á meðal. Ópíum er eiginlega samsafn margra eiturefna, hin merkustu þeirra eru: morfín, kodein og narkotin. 6*

x

Nýjar kvöldvökur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.