Nýjar kvöldvökur - 01.01.1947, Blaðsíða 16

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1947, Blaðsíða 16
2 SÍÐASTI KONUNGUR ISLENDINGA N. Kv. en skilningur lians sar svo nænnir, að hann kvaddi íslendinga sejn góður vinur, þó að sjónarmið hans og þeirra væri mismunandi. * Kristján konungur Tíundi var fæddur 26. septemher 1870 í Charlottenhmd-höll, þar sem foreldrar lians höfðu þá aðsetur, Friðrik ríkisarfi, sonur Kristjáns Níunda og drottningar hans Ixtuise, og Louise krón- prinzessa, dóttir Karls XV. Jóhanns, Svía og Norðmanna konungs, og drottningar hans Lovísu, er var hollenzk prinzessa, en prúss- nesk í móðurætt. Var Vilhjálmur I. Prússa- konungur og þýzkur keisari móðurbróðir Lovísu Svíadrottningar. En Karl konungur var sonarsonur ættföður Bernadotte-ættar- innar á konungsstóli Svía, Karls XIV. fóhanns. Þeim Karli konungi XV. og Lovísu drottningu varð aðeins tveggja ljarna auð- ið, og dó annað þeirra (sontir) á barnsaldri, og lifði þá eftir ein dóttir, Lovísa, er giftist inum danska ríkisanfa, Friðrik, 28. júlí 1869. Var hún þá 18 ára að aidii, en kon- ungsefni 26 (f. 3. júní 1843). Innilegur fögn- ttður var ríkjandi bæði í Danmörku og Sví- þjóð útaf kvonfangi Friðriks ríkisarfa. Inn nýfæddi prinz var skírður á fæð- ingardag móður sinnar, 31. okt., í hallar- kirkjunni í Kristjánsborgarhöll, og hlaut nafnið Kristján Karl Friðrik Albert Alexander Vilhjákmur. Kristján konungur Níundi, er setið hafði að ríkjum nærfellt sjö ár, er sonarsonur hans fæddist, tilkynnti fæðingu prinzins við setningu ríkisþingsins danska 2. október 1870. Karl konungur XV. andáðist árið 1872, og tók þá Oscar prinz bróðir hans við kon- ungdómi í Svíþjóð (Oscar II.), faðir núver- andi Svíakonungs, Gustafs V. Næst elzti sonur Friðriks ríkisarfa og Louise krónprinzessu var Karl prinz (f. 3. ágúst 1872), er síðar tók konungdóm í Nor- egi með nafni Hákonar VII. Alls voru börn Friðriks ríkisarfa og Louise prinzessu 7 að tölu, og komust öll npp. Kunnust þeina urðu elztu synirnir tveir, er báðir urðu 'kon- ungar. Þar sem lítið var miseldri þeirra bræðra, voru þeir látnir fylgjast að til náms i barnæsku og til fermingar. Vorið 1887 voru þeir fermdir. Var Paulli hirðprestur fermingarfaðir þeirra. Kristján konungsefni var nú látinn hefja undirbúning til stú- dentsprófs. Það hafði ekki kprnið fyrir áður í Danmörku, að prinz tæki stúdentspróf, og vakti þessi nýjung því mikla athygli. Lauk konungsefni stúdentsprófi í stærðfræði- og náttúrufræðideild vorið 1889. Hóf hann her- þjónustu þegar að afloknu stúdentsprófi, en er hann varð 18 ára (haustið 1888) var liann gerður riddari af fílsorðunni, og valdi hann sér þá kjörovðið: ,,Min Gud, mit Land og min Ære“ (Guð nvinn, land mitt og heiður minn). Kristján prinz var mjög hneigður fyrir herþjónustu alla tíð, og gerði sér far um að afla sér senv víðtækastrar þekkingar á her- málefnum í liðsfov ingjaskóla og í skóla verk- fræðingaliðsins. Það var nvargbreytt líf Kristjáns konungs- efnis, ekki sízt á æskudögunv, þá er afi hans og amvna lvéldu lvirð að sumrinu í Fredens- borg, og börn þeirra, tengdasynir og tengda- dætur og barnabörn dvöldust þar, sér til lvvíldar og lvugarhægðar. „Afi Evrópu", eins og Kristján IX. var kallaður af mörguvn síð- ustu tvo áratugi ævi sinnar, var þessi árin með Louise drottningu sinni umkringdur al’ mörguni helztu furstunv áffunnar. Þar voru sunvar eftir sunvar Alexander III. Rússa-zar og Dagnvar keisarinna, dóttir Kristjátis IX., Játvarður, prinz af Wales (síð- ar Bretakonungur VII.) og Alexandra prinz- essa, systir Dagmar, Þyri hertoginna af Kunvbara'landi, gift Ernst August hertoga, er Prússar svældu Hannover undan 1867. Kallaði Kristján IX. Dagnvar sína vitru dótt- ur. Alexöndru sína fögru dóttur og Þyri sína góðu dóttur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.