Nýjar kvöldvökur - 01.01.1947, Side 25

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1947, Side 25
N. Kv. MAI&DA STRANDIÐ Á DJÚPAVOGI 1887 O. FL. II Guðmundsdóttir frá Geithellum, og fóru þau hjón síðar til Ameríku. Lúðvík Olafsson var sonur Ólafs Jóns- sonar, er var bróðir Jóns yngra í Borgar- garði, og Guðbjargar, er síðar giftist Grön- vold, dönskum ver/lunarmanni. Ungur gerði/t hann sjómaður á hákarlaskútum og fékk snemma orð á sig fyrir lipurð við segl- faerslu og stjórn, kænsku, hugprýði og snar- ræði. Haft var eftir norskum skipstjóra, sem lengi sigldi s'kipum Wathnes hér við land. að tvo menn hefði hann séð stjórna bezt bát í þungum sjó hér við land; voru það þeir Lúðvík Olafsson og Einar Jóns- son á Eskifirði, báðir afbrágðs-sjóinenn. Eg iteyrði ýmsa segja, sem þekktu Lúðvík og höfðii verið á sjó með honum, að á meðan sjór væri fær á annað borð, mundi trauð- lega gefa á þann bát, sem hann stýrði. Hann dó á sextugsaldri úr krabameini. Kristján Kristjánsson var fæddur og upp- alinn á Kambsnesi í Álftafirði. Ungur fór hann á hákarlaskútur fráDjúpavogi og þótti gætinn og úrræðagóður liðsmaður; fékk hann því brátt traust yfirmanna sinna. Hann var veðurglöggur með afbrigðum, svo að aldrei á ævi minni hef eg þekkt neinn honum fremri í þeirri grein. Hann var um tíma með dönskiun skipstjóra, og sagði hann, að óhætt væri að láta hainn færa skip með landi fram; til þess hefði hann beztu skilyrði, aðgætni, kjark og reglusemi. Hann \ ar prúðmenni hið mesta. — Kristján and- aðist haustið 1918 af tóbakseitrun. Fjögra mánaða dvöl í draugahúsi. Amerísk draugasaga eftir HARLAN JACOBS. Höfundur frásagnar þessarar, sem ritar undir dul- nefni, er kunnur starfsmaður við einn hinn hel/.ta háskóla í Ameríku. Timaritið Harpes Magazine, þar sem frásögnin birtist, ábyrgist að hún sé algerlega ýkjulaus greinargerð um það, sem fyrir höfundinn kom. Eg hef búið fjóra mánuði í draugahúsi, eða a. m. k. í húsi, sem eftir öllum líkum að óæma mátti kallast svo. betta var lítið hús á afskekktum stað ná- l;egt Cape Cod á strönd Massaclrussets. Enda þótt það væri orðið níu ára gamal-t, hafði aldrei verið búið í því einn einasta dag eða né>tt fyrr en við hjónin leigðum það til sum- ardvalar. Fyrsta kveldið, sem við bjuggum þar, dafði Helena kona mín gengið snemma til o o rekkju, en eg sat við skriftir. Herbergjum var svo skipað, að á efri hæð hússins voru tvær allstórar stofur, en rúmgóður gangur á milli þeirra. Helen svaf í stofunni á framhlið hússins, en eg var í herberginu á afturhlið- inni. Heitt var í veðri, svo að allar dyr stóðu upp á gátt. Eg leitaðist við að liafa svo hljótt, sem mér var unnt, en eftir drykklanga stund varð eg þess var að Helen var vakandi. „Varst þú að berja?“ kallaði hún. „Það getur vel verið, að eitthvað hafi heyrzt til mín,“ svaraði eg, „var það eitthvað í þessa átt?“, og um ieið hristi eg skrifborðið lítíð eitt. „Nei, nei, ekkert í þá áttina," svaraði Hel- en, „eg heyrði einhvern berja með göngu- staf í tíglagólfið niðri í anddyrinu. Heyrðir þú alls ekkert?“ Eg gekk inn til hennar og lét orð lalla í þá átt, að hana hefði líklega dreymt, en hún

x

Nýjar kvöldvökur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.