Nýjar kvöldvökur - 01.01.1947, Síða 36

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1947, Síða 36
22 DYVEKE N. Kv. u'm til þeirra allra. Þá bauðst Walkendorf til að taka biskup með sér til Þrándheims og gæta lians þar, þótt hann ætti á hættu að fá ofanígjöf frá Rómaborg. Bjóst liann við, að konungur mundi ganga að þessu boði, en þá var hann svo reiður orðinn, að hann var ekki sjálfráður gerða sinna. ,,Eg treysti þér engu betur en biskupin- um, Eiríkur," mælti hann og steytti hnefann framan í Iiann. „Farðu undir eins héðan frá Bahúsi og komdu ekki fyrir augu mér fyrst um sinn; annars mundi eg freistast til að skjóta þér inn í turnklefann hjá biskupin- um.“ Eiríkur Walkendorf hneigði sig fyrir lians náð, gekk til hesthúss, lét söðla hest sinn og reið þaðan samstundis með sveinum sínum. Meðan á þessu stóð, hafði Karl biskup hugsað mál sitt í klefa sínum og séð fram á, að hann mundi ekki geta bjargazt öðruvísi en á flótta. — Þegar allt var orðið hljótt og allir sofnaðir í höllinni, tók hann lökin úr hvílu sinni og reif þau niður í langar ræm- ur; sömuleiðis tók hann hjartarskinnin, sem notuð voru til yfirbreiðslu, og skar þau í lengjur, en allt jietta batt hann saman í langan streng og festi hann í járnstengur turngluggans. Honum tókst að troðast út milli stanganna, því að svo rnjög hafði hann grennzt við fangavistina, og svo fikaði hanm sig niður strenginn; en þegar hann var kom- inn á miðja leið niður, slibnaði þessi veiki strengur, og biskupinn hrapaði til jarðar. Hann hélt hljóðunium niðri, þó að hann slasaðist við fallið, en þegar hann ætlaði að standa upp, fann hann, að hann var fótbrot- inn. Samt gat hann með herkjum skriðið inn í skógarlund þar nærri og falið sig í hol- um trjástofni. Arla næsta morguns uppgötvaði fanga- vörðurinn flóttann, og varð þá uppi fótur og fit á Bahúsi. Konungi var þegar borin fregn- in, og hann klæddi sig í skyndi og fór á hest- bak til jiess að stjórna leitinni sjálfur. Hann hafði með sér hóp veiðihunda, sem ekki voru lengi að þefa uppi fylgsni biskupsins.. Þeir þyrptust geltandi að hola trénu, og pre- látinn skreið út blóðugur og rifinn, með brotinn fót. Kristján konungur stökk af baki og jós skömmunum yfir hann, dró sverðið úr slíðrum og brá því til lags, en rankaði við1 sér á síðustu stundu og slíðraði j>að aftur. „Upp í burninn með hann aftur," skipaði liann, „og ef hann brýzt út öðru sinni, skal hallarfógetinn stegldur verða. Og það megið þér reiða yður' á, Karl biskup, að ef mér þætti eigi konunglegri virðingu minni mis- boðið með því, þá mundi eg með eigin hendi gefa vður Joá ráðningu, sem þér hafið unnið til.“ Síðan var biskupinn settur aftur inn i turnklefann, og konungur fór aftur sama dag til Óslóar. Hafi hann verið í illu skapi áður, j)á kastaði nú tólfunum. Þungur á svip reið hann inn á Akurhús og mælti ekki; orð við Albrekt, á meðan hann var að hafa fataskipti. Þegjandi settist hann í stól sinn, og þegar honum var sagt, að sendimaður páfa væri þangað kominn og hefði beðið heimkomu hans í fjóra daga, bandaði hann frá sér með hendinni. „Hvernig líður Dyveke?“ spurði hann loksins. „Henni líður vel,“ svaraði Albrekt. „Á hverjum morgni og hverju kvöldi hefur hún látið spyrja, hvort yðar náð væri kominn heim.“ Þá fór liann í rauðu kápuna og gekk til húss Dyveke; var Albrekt í för með honum og tveir varðmenn. Sigbrit kom á móti honum í anddyrinu. „Hvernig líður Dyveke?“ spurði hann. „Hún sefur,“ svaraði Sigbrit, „og dreymir um yðar náð. Látið hana sofa um stund og kontið inn til mín; eg hef áríðandi frétt að færa yður.“ „Sleppum því,“ mælti konungur; „eg fer inn til Dyveke.“ Hann lagði höndina á öxl Sigbritar og

x

Nýjar kvöldvökur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.