Nýjar kvöldvökur - 01.01.1947, Síða 41

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1947, Síða 41
N. Kv. DYVEKE 27 milli. Stundum eru það vegamót, sem á að breyta, stundum aðeins heimskoileg þræta, sem á að skera úr, en mannagarmarnir þrá 'kornu konungs; og komi hann ekki, þá þola þeir ekki við. — Eg get ekki viðrað skyldurn- ar fram af mér. Reifur ríð eg af stað til verka. til að refsa og aga þá, sem eru baldnir og láta hvern ná rétti sínurn. Svo þegar er- indi mín eru á enda kljáð, slæ eg í hestinn •og þeysi heirn til þín.“ Hann var aftur kominn á hnén fyrir fram- an hana og var orðinn glaðari á svip. Hún kinkaði blíðiega kolli til hans. „Ætlaðir þú að biðja mig að fara ekki?“ spurði hann. „Þú og þínir liafa þó orðið að þola ýmislegt fyrir hroka aðalsmannanna. Viidir þú fyrir ástar sakir aftra því, að ein- hver næði rétti sínum?“ „Nei, nei,“ svaraði Dyveke, „hvenær hef eg beðið yður þess, herra?“ „Það hefur þú aldrei gert,“ sagði konung- •ur glaðlega; „þú átt heiður skilið fyrir það öðrum fremur." „Mig langaði til að biðja yður að vera hjá mér í alla nótt,“ mælti Dyveke. „Það er svo ieiðinlegt að missa yður um miðnætti; þá get eg ekki sofnað, lieldur bylti mér og dreymir illa hálfvakandi. Verið lijá mér í nótt þangað til haninn galar og sendið varð- mennina heim, svo að engum detti í huo-, að eg hafi yður hjá mér.“ „Biður þú mig um þetta?“ spurði konung- Ur. Hún kinkaði kolii og brosti, en svo færðist alvörusvipur yfir andlit hennar. Henni flaug í hug, að ein af þernum hennar hafði séð að verið var að setja f jötraðan bónda inn 1 fangaturninn. Hún hafði kallað á Dyveke, °g þær höfðu séð framan í bóndann; sú sjón var svo átakanleg, að hún bjóst við að hún uiundi aldrei gleyma henni. Hún bað því konung að láta bóndann lausan, ef siikin varðaði ekki höfuð hans. „Sendið annan livorn varðmanninn upp í höllina og látið bóndann lausan," sagði hún. „Látið hann hlaupa beint ireim til sín,--- þar sem Dyveke h a n s bíður í dauðans ang- ist og Órvæntir um afdrif hans.“ „Biður þú mig þessa?“ spurði konungur. Hann faðmaði hana ákaft að sér og lagði iiana undir vanga sinn. „Þarna eru þeir á þönum um allan Noreg og bera fleypur um Dyveke, litlu dúfuna mína,“ mælti hann. „Ef konungurinn refsar harðlega, sem hans er skylda, þá er það Dy- veke, sem espar hann upp. Setji hann mann í stöðu, þá er það Dyveke, sem tranar fram mannleysunni. Sé hann seinn að úrskurða, þá er Jrað ást hans á Dyveke, sem tefur hann frá stjórnarstörfum. Þeir ættu að vita, að það eina, sem hún báð um. var ein næturstund og lausn eins bóndagarms!“ Hann stökk á fætur, gekk til dyra og opn- aði þær. Hann kallaði til varðmannanna, að Jreir skyldu skunda heim til hallarinnar og sjá um að bóndanum yrði sleppt út. „Þér megið ekki reiðast við mig fyrir það, að eg var ónotalegur við yður áðan,“ sagði hann vingjarnlega við Sigbritu. „Nú létti mér í skapi við brosið hennar Dyveke og mjúku hendurnar lvennar. Sendið skjölin, sem þér töluðuð um ,upp á Akurshús; eg skal hafa Jrau með mér til Danmerkur og at- huga þau nákvæmlega, svo að eg geti gefið úrskurð, þegar eg kem aftur. — Eg verð ekki lengi burtu, ef guð lofar.“ Þá tók hann eftir Edle, sem stóð á bak við Sigbritu. ..Hafið Jrér fengið nýja þernu?“ spurði hann. „Eg man ekki eftir, að eg hafi séð hana áður.“ „Það er Edle, dóttir Jörgens Hansens garðfógeta á Björgvinjarhúsi/ ‘svarði Sig- brit. „Yðar náð leyfði mér að senda boð eftir henni til að vera Dyveke til dægrastytting- ar.“ Konungur greip undir hökuna á Edle og horfði lengi á hana. „Þú ert lagleg,“ sagði hann, „og svipfalleg.

x

Nýjar kvöldvökur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.