Nýjar kvöldvökur - 01.01.1947, Blaðsíða 44
30
DYVEKE
N. Kv.
„Kristján konungur kemur ekki aftur til
Oslóar,“ svaraði Albrekt; ,.hann fer nú til
Kaupmannaliafnar, lil þess að kjörið verði
staðfest og hyllingin fari fram. En eg kem
meðþau boð ti! Sigbritar Willums og yðar,
frú Dyveke, að þið farið sem fyrst af stað
til Danmerkur og setjist að á konungsgarð-
innum Hviteyri, sem er rétt utan við Kaujj-
mannahöfn. Hans náð bað mig að segja, að
liann hefði ekki tíma til að skrifa bréf um
þetta; þið skylduð treysta minni forsjá og
leiðsögu til Danmerkur. Um leið og eg hélt
af' stað hingað, var sú skipun send til Kaup-
mannahafnar, að búa allt undir komu ykkar
til Hvíteyrar.“
„Þetta voru mikil tíðindi," mælti Sigbrit
hugsandi.
„Víst er svo,“ svaraði Alibrekt. „Hans náð
var mjög alvarlegur, þótt hughraustur væri,
og bað mig að lokum að bera kæra kveðju
sína til frú Dyveke. — Nú fer liann fyrst
með lík Hans konungs lil Hróarskeldu, þar
sem á að jarða það í Grábræðra-kirkjunni.
Svo leggur hann leið sína til Kaupmanna-
hafnar, þar sem þér hittið liann. En ef þér
getið, Sigbrit, þá sknlum við halda af stað
svo fljótt, sem unnt er. Þér vitið, hve óþolin-
móður konungur er, og hann r-eiðist mér, ef
þið verðið ókomnar, þegar liann kemur.“
„Eg er tilbúin eftir þrjá daga,“ mælti
Sigbrit.
„Eigum við ekki að segja tvo?“ svaraði
hann. „Þið getið líklega varla haldið af stað
á morgun? Hér í Osló veit enginn enn um
lát Hans konungs, og eg lteld það væri bezt,
að enginn vissi um það fyrr en við værum
komin úr bænúm.“
Sigbrit kinkaði kolli og stóð á fætur.
Albrekt von Hohendorf gekk ofan að höfn
til að útvega far á skipi, sem var á förum til
Kaupmannahafnar.
Sigbrit tygjaði þær til ferðar. Edle grét
út af öllum þeim dásemdum, sem þær urðu
að skilja eftir, en Dvveke hugsaði ekki urn
annað en dúfurnar sínar. Hún fékk að taka
þær með sér, þó að Sigbrit bölvaði þeim í
sand og ösku. Hún kom þeim fyrir á skip-
inu, þar sem þær voru í skjóli fyrir kulda
og stormi.
Svo gengu þær mæðgur á skip, ásamt Edle
og Albrekt von Hohendorf. Edle óð elginn
o O
um allar nýungarnar, sem biðu þeirra í
Kaupmannaliöfn. Sigbrit var lremur þögul
og þungtlnigsandi, en við og við spurði hún
Albrekt inn rnenn og málefni á þeim slóð-
um, þar sem þær áttu að se-tjast að. Dyveke
bar kvíðboga í brjósti.
„Hvers vegna ertu að gráta?“ spurði Sig-
brit reiðulega. „Þú verður að gæta þess, að
augun í þér verði ekki rauð og þrútin, því
að jaá snýr konungur baki við þér.“
„Eg er hrygg, af því að nú er bezti ham-
ingjutími ævi minnar á enda,“ sværaði
Dy\ eke. „Dagana í Osló fæ eg aldrei að lifa
upp aftur.“
„Nú eru stórkostlegri dagar fyrir hendi,"
svaraði Sigbrit; „menn eiga að vaxa með
örlögum sínum eða týmast ella.“
ÞRIDJI ÞÁTTUR
19. kap. Konungsgarðurinn á Hviteyri.
Hallarstjórinn í konungshöllinni í Kaup-
mannahöfn, sem hér Esge Bilde, fékk bréf
frá Álaborg, Jaar sem Kristján konungur
bauð honum að gæta vel hallarinnar og borg
arinnar. svo að engir óvinir konungs kæmu
að honum óvörum. Hann sat einmitt í her-
bergi sínu í höllinni með einum hirðmann-
anna, Torben Oxe, og var að tala um þetta
bréf og hver konungur gæti ímyndað sér að
færi að ráðast á Kaupmannahöfn, en rétt í
þeim svifum kom Ieyniboði með nýtt kon-
ungsbréf. í því bréfi bauð konungur honum
að sjá um, að konungsgarðurinn á Hvíteyn
yrði dubbaður upp í skyndi handa hol-
lenzkri konu, Sigbrit Willums að nafni, og
dóttnr hennar; mundu þær koma frá Osló í
fylgd með Albrekt von Hohendorf. Sagði
hann honum svo fyrir, að ekki mætti á neitt