Nýjar kvöldvökur - 01.01.1947, Síða 49

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1947, Síða 49
N. Kv. DYVEKE 35 á við-----hafið þér séð hana og talað við liana?“ .A'ei, yðar náð,“ svaraði biskupinn; ,,eg hef aldrei séð hana, en því meira heyrt um hana talað. Bróðir minn Klaus, sem er léns- maður á Bahúsi, hefur sagt mér, að hún sé af ótignum ættum, en mjög fögur. Auk þess er sagt að luin sé blíðlynd og góðlynd og laus við alla græsku og metnað.“ ..Getur hún kallazt góð, úr því að hún lif- ir frillulífi?" spurði ekk judrottningin hneyksluð. .,Víst er það synd, yðar náð,“ svaraði bisk- ttpinn, „en mér finnst megi virða henni æsku hennar og reynsluleysi nokkuð til vorkunnar. Hún var aðeins sextán ára göm- ttl. þegar lians náð glapti hana. Hann er ekki heldiur kvæntur, svo að syndin er þeirr- ar tegundar, að báðir aðilar geta fengið hana fyrirgefna, ef þeir skrifta og iðrast.“ Ekkjudrottningin þagði við. Hún hugs- aði til manns síns lreitins, sem liafði skap- raunað henni stórum með daðri sínu við frú Elsebe, og hún varð að játa, að ekki væri ástæða til að taka hart á Kristjáni konungi. Ove Bilde réð í liugsanir hennar og þótti leitt að hafa óviljandi orðið til að ýfa upp harma hennar. ,.Sé ekkert illt að herma upp á Dyveke nema friilulifnað hennar, þá má því meira álasa móður hennar," mælti hann, „Sigbrit Will ums er sannarlega illkvendi. Auk þess sem hún hefur selt konungi dóttur sína fyrir lé, er fullyrt, að hún eigi mök við kölska, og víst er um það, að hún skýtur oft ýmsu mis- jöfnu í eyra konungs." •Til hvaða illverka hefur hún kvatt hann?“ spurði drottning. ,,Eg veit það ekki náið,“ svaraði herra Ove °furlítið hikandi, „en yðar náð veit, að djöf- ollinn fer oft mjög lævíslega að, svo að at- hafnir hans virðast í fyrsbu líkastar því sem rnglar guðs eigi frumkvæðið að þeim.“ Ekkjudrotlningin kinkaði kolli og signdi sig. Hún var ein hin guðhræddasta og hjá- trúarfyllsta kona sinnar tíðar. „En þess má vænta, að lians náð segi skil- ið við Dyveke, þegar hann kvænist,“ mælti biskup; „og þá yrði sú gamla látin fara með dótturinni." „Vil jið þér tala um þetta við konunginn?“ mælti drottning. „Ef þér getið það ekki, þá getur það enginn." „Víst 'skal eg tala við konung, yðar náð,“ svaraði hiskup. „Eg skal sæta lagi, þegar það gefst, og eg mun biðja guð að léggja blessun sína á orð mín, svo að þau hafi áhrif á huga konungs." Bráðlega bauðst ágætt tækifæri til þessa. Hans náð sat á fundi í ríkisráðinu, sem kom- ið var saman í Kaupmannahöfn. Þar var Lage Urne, Mogens Gjöe og Hinrik bróðir lians; þar var Albert Jepsen Ravnsberg og Ottó Krumpen og ennþá fleiri, sem allir \oru konungi hollir. Auk þeirra voru þar Ove Bilde og Niels Eriksen Rosenkranz. Mjög mikilsvert mál var á dagskrá, eða af- staða hertogans af Gottorp. Ríkisráðsmenn- irnir fjórir handan af Jótlandi, sem að Hans konungi látnum höfðu undir eins í Álaborg boðið Friðriki hertoga konungdóm, höfðu en«an veginn Iátið af áróðri sínum á móti Kristjáni konungi. \;ar það stórlegt brot á skyldu þeirra, því'að tæpu missiri áður höfðu þeir með undirskriftum og innsiglum lofað Hans konungi að kjósa son hans til konungs að honum látnum. Nú var hinn mikli fundur í Kaupmanna- höfn í vændum; átti lrann að haldast á Jóns- rnessu, og þangað áttu að korna ríkisráðin úr Danmörku og Noregi og fulltrúar frá Sví- þjóð til þess að hylla hans náð og semja við hann um skilnaðarskrána. Það var því ekki lítið nndir því komið, hvað Jótunum yrði ágengt í fyrirætlunum sínum, enda efaðist enginn um, að hertoginn mundi grípa gæs- ina feginshendi, jafnskjótt sem hann teldi sér hana vísa. „Eg sé ekki eftir því, að eg skrifaði Esge

x

Nýjar kvöldvökur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.