Nýjar kvöldvökur - 01.01.1947, Side 50
36
DYVEKE
N. Kv.
Bilde á öðrium degi eftir lát föður míns sál-
aða,“ mælti konungur, ,,og fól honum að
gæta vel hallarinnar í Kaupmannahöfn, svo
að skálkar og svikarar kæmust ekki yfir hana
með brögðum. Ef eg hefði ekki brugðið svo
skjótt við, er óvíst, að eg sæti hér nú.“
„Mér þykir ólíklegt, að hertoginn þori að
hafa sig svo í frammi, sem yðar náð óttast,“
mælti Mogens Gjöe. „Hans náð á Gottorp
hefiur ævinlega farið gætilega í sakirnar."
„Refurinn er iíka gætinn, Mogens Gjöe,“
svaraði konungur, ,,og þess vegna er sjáffsagt
að gæta lambanna því betur. En segið mér
nú, herrar mínir, hvað þér ráðið mér til að
gera gagnvart józku henamönnunum, sem
hafa gengið svo ódrengilega á eiða sína. Mér
litist ráðlegasi að fara með flokk manna yfir
á Jótland og setja þá í höft jafnóðum sem eg
næði í þá.“
Ríkisráðherrarnir litu hver á annan, og
konungur brosti í kampinn, þegar hann sá,
h vað þeim varð um þett'a.
„Hver sem réði yðar náð til þessa, mundi
gera yður bjarnargreiða,“ mælti Lage Urne.
„Áður en þér eruð kosinn á löglegum ríkis-
degi, hyfltur og krýndur, getið þér ekki ann-
að gert en haft gát á óvinum yðar, en treyst
þeim ,sem yður eru tryggir.“
,,Eg þykist sjá góðan leik á borði gagnvart
Friðriki hertoga/1 mælti Ove Bilde.
„Segið okkur þann leik,“ mælti konungur
vinsamlega; „þér reyndust föður mínum
góður ráðgjafi til æviloka hans, og einskis
manns ráð mebum vér meira en yðar.“
„Þá verðið þér fyrst að leyfa mér að at-
huga, hvaða ástæðu józku herramennirnir
geta haft fyrir því að meina yður konungs-
tign,“ mælti Ove Bilde, „og því næst, hvaða
ástæðu hertoginn getur haft til þess að von-
ast eftir konungstign."
„Þenna stutta tíma, sem eg hef haft ríkis-
stjórn á hendi, hef eg engan veginn getað
styggt þá,---jú, þó — nú véit eg, hvað það
er. Yður dettur Karl Hamars-biskup í hug.
Biskupinn frá Börglum brá mér um illa
meðferð á honum áður en faðir minn sæll
var stirðnaður. En Karl biskup fékk makleg
málagjöld. Ef eg hefði ekki gripið hann og
stungið honum inn í Bahús-turn, þá hefði
svo getað farið, að Steinn Sture og menn
hans væru drottnar Noregs. Auk þess er nú
biskupinn dáinn, og þótt eg hafi ef til vill
farið nokkuð harkalega fram í því máli, þá
hefur hinn heilagi faðir leyst mig af því.“
„Rétt er það,“ svaraði Ove Bilde. „Yðar
náð minnist þess, að eg álasaði yður fyrir
meðferðina á þessum ólánsama biskupi, og
eg er sömu skoðunar enn í dag. Það er varla
við öðru að búast, en að sumir kirkjuhöfð-
ingjar óttist, að yðar náð kunni einhvern
tíma aftur að lilaupa á sig, þegar svo vill
verkast, og hi.ki því við að gefa yður atkvæði
sitt.“
„Fjandinn fjarri mér!“ mælti konungur
höstuglega. „Þér megið reiða yður á það,
Ove Bilde, „að ef nokkur danskur biskup
tæki þátt í samsæri með óvinum ríkisins,
eins og Karl frá Hamri gerði, þá yrði farið
alveg eins með hann.“
Hinum fór ekki að verða um sel, en Ove
Bilde lét ekki þokast.
„Slíkt kemur aldrei fyrir, ef guð lofar, yð-
ar náð,“ svaraði liann með hægð. „Minnist
þess líka, að það var ekki eg, sem nefndi
Karl biskup á nafn, heldur þér sjálfur. Mér
datt hann ekki í hug. En mér dettur annað í
hiug: Hver mundi standa næstur til ríkis-
erfða, ef þér dæjuð nú, — sem guð forði yður
frá?“
„Á því leikur enginn efi,“ svaraði konung-
ur, „það yrðu þeir föðurbróðir minn og syn-
ir hans.“
„Svo er, sem yðar náð segir,“ mælti Ove
Bilde. „Hann hangir í þessu atriði, og það er
ekki liægt að bægja honum frá því neina
með einu móti.“
Nú vissu herramennimir, hvað biskupinn
var að fara, og litiu hvatningar-augum á
hann. Konungur réð í það líka.