Nýjar kvöldvökur - 01.01.1929, Page 11

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1929, Page 11
NÝJAR KVÖLDVÖKUR 5 Hásetarnir og kona Eyjólfs sátu eins og lömuð. En hann spratt upp hvatlega, gekk að fiskunum, sem eftir voru, og sparkaði þeim einum af öðrum út í brim- ið. — — Hérna, þarna — og hananú! æpti hann skjálfandi. — Eg held það sé bezt þið hafið það þá alt. Að svo mæltu vatt hann sér við og hélt til bæjar. III. Morguninn eftir var hægviðri og brim- lítið í Hrísdalsvör. En Eyjólfur, sem gengið hafði til rekkju, þá er hann kom frá sjónum, lét ekki á sér bæra. Hann hafði snúið sér til veggjar, strax og hann gekk til rekkju, og ekki hafði hann mælt orð af vörum. Húsfreyja hafði heldur ekki ávarpað hann, og var hún þó vön að segja honum eins og henni sýndist í hverju máli, og undanfarna daga hafði hún ámælt honum fyrir fastheldnina við Steinmiðið. En við atferli hans í fjörunni hafði sett að henni óhug... Ja, hver vissi, hvar þetta mundi lenda? Þegar leið að hádegi, fór Jón inn til Eyjólfs. — Góðan daginn, Eyjólfur minn, sagði hann og settist á rúm húsfreyju. Það æmti eitthvað í Eyjólfi, en ekki bærði hann á sér. — Ja, nú þurfum við að fá að vita, hvort þú ætlar að halda áfram að róa — eða hver meiningin er hjá þér. Ef þú ætl- ar ekki að halda áfram, þá förum við bara heim og reynum að fá okkur einhverja kænu. Nú vék Eyjólfur sér við í rúminu og gaf Jóni hornauga. — Þið getið farið heim, piltar mínir, sagði hann í veikum og angurværum von- leysisrómi. Og Jóni hnykti við. Hann sat um stund þegjandi, stóð síðan upp og gekk að rúm- inu. — Heldurðu að það hafi verið nokkuð sérstakt við þetta í gær? Fyr hefir hann nú hvest, og fyr hefir svo sem sjór graf- ið úr kambi! En Eyjólfur svaraði ekki. Og Jón hristi höfuðið. — Jæja, vertu þá sæll svo lengi. Við komum nú að sækja dótið okkar bráðum. Þá er húsfreyja sá útróðrarmennina fara að búast til ferðar, fór hún inn til bónda síns. — Eyjólfur! Ekkert svar. — Eyjólfur! Hún reif í handlegginn á honum ■— Eyjólfur, segi eg! En Eyjólfur svaraði ekki. Og nokkur andartök stóð húsfreyja í'áðþrota. ótti og kvíði voru í augnaráð- inu og hún studdi sig við rúmmarann, eins og hún væri óstyrk. Svo greip hún á ný í handlegginn á Eyjólfi. —■ Er það meiningin, Eyjólfur, að þú ætlir að gera sjálfan þig að aumingja og mig að sveitarlim? Þú manst líklega ekki eftir bankaskuldinni núna — ætlar sjálf- sagt að láta taka Hrísdalinn upp í hana! Nú sneri Eyjólfur sér við og horfði á konu sína. í augnaráðinu var slík angist og kvöl, að hrollur fór um húsfreyju. Og hún settist á rúmið, lagði hendurnar á axlir Eyjólfi, þrýsti höfðinu að brjóstinu á honum og grét.... Þannig leið nokkur stund. Loks reis húsfreyja upp, strauk um kinn bónda sínum og fór síðan út. Um nónbil lögðu hásetarnir af stað heim til sín á göngu. Eftir nokkra daga ætluðu þeir að koma á bát og sækja far- angur sinn. Þeir Guðmundur og Bjarni kvöddu ekki Eyjólf, en báðu húsfreyju að bera honum kveðju þeirra. — Það er bezt að láta hann vera í friði núna, hafði Jón sagt við þá. — Við kveðj- um hann allir, þegar við förum alfarnir.

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.