Nýjar kvöldvökur - 01.01.1929, Blaðsíða 12

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1929, Blaðsíða 12
6 NÝJAR KVÖLDVÖKUR ...Og hver veit nema hann jafni sig á þessu karlinn? IV. Eyjólfur reis úr rekkju um miðjan næsta dag. En ekki sagði hann orð, og ekki neytti hann matar, þó að hann hefði hvorki bragðað vott né þurt í tvo sólar- hringa. Þegar húsfreyja bauð honum mat og drykk, hristi hann höfuðið, og strax og hann var kominn í fötin, ráfaði hann út. Þegar út kom, stóð hann um stund kyr og horfði inn og uppeftir túninu. Innan og ofan við túnjaðarinn var lágur klett- ur, og í honum miðjum var stór, hvít skella. Eyjólfur lagði hendurnar aftur fyrir bakið og hélt af stað inn og upp tún- ið, stefndi á klettinn með hvítu skellunni. Leiðin var örstutt, en svo hratt gekk Eyj- ólfur, að hann var kófsveittur, þegar hann nam staðar í grasbrekkunni neðan við klettinn. Eyjólfur horfði um stund á bergið, gekk síðan upp að því og studdi höndunum á það. Höfuðið sé niður á brjóstið og fæt- urnir skulfu. Og Eyjólfur vék sér við og lét fallast niður á grastó. Þetta var voða- legt! Hann vissi hvorki upp né niður. Vissi ekki hverju hann átti að trúa, hvað hann átti að halda. Hann hafði mist alt jafnvægi, mist fótfestuna, fanst hann vera að hrapa, hrapa eitthvað, eitthvað ó- endanlega langt, langt niður.... Skyn- semin sagði honum, að alt þetta væru grillur — en eitthvað annað í honum, eitt- hvað afl, sem nú var öllu öðru styrkara í sál hans, tók fyrir kverkar skynseminn- ar og gerði hana máttvana. Var hann að verða, verða vitskertur?...... Eyjólfur strauk svitann af enninu á sér og rendi síðan augunum út á sjóinn. Logn og blíða logn og blíða... Og hann þarna.... Sko, bátur við bát. Þarna var einn að draga. Hann var að sjá rétt utan við stóru þúf- una á Bökkunum, stóru þúfuna, sem var nokkrum föðmum innar en rauði steinn- inn.... Ef steinninn hefði verið þar, sem hún var! Það hefði verið nóg. Þó að ekki væri langt á milli þeirra, þá munaði miklu á miðuninni, þegar út á fjörðinn kom... Já, ef steinninn hefði verið innar, þá hefði alt verið öðruvísi en það var nú. Þá hefði Eyjólfur í Hrísdal komið með seilar eins og hinir.... Og af þessum líka ljóta fiski... Ef steinninn hefði bara...... Eyjólfur hrökk við og greip handfylli í grasið. Hann teygði fram hálsinn, nasvængirnir skulfu, og augun glentust upp. Þannig sat hann nokku'r augnablik. Síðan reis hann ósköp hægt á fætur, stóð kiðfættur og hálfboginn og einblíndi á steininn á Bökk- unum. Svo vék hann til höfðinu og reigði sig aftur á bak. Og eitt andai'tak horfði hann á hvítu skelluna á klettinum. Ijoks leit hann á steininn á nýjan leik og hvarfl- aði augunum út á sjóinn, lét því næst höfuðið síga niður á bringuna, stakk höndunum í buxnavasana og labbaði nokkra hríð hægt og ruggaði fram og aft- ur um brekkuna. í augunum brá fyrir glampa af glampa, og bros lék í hverjum drætti í andlitinu. ... Og alt í einu kipti Eyjólfur höndun- um úr buxnavösunum og stiklaði út og ofan brekkuna. V. Hásetar Eyjólfs komu tveim dögum seinna, snemma morguns, til þess að sækja farangur sinn. Stóð Eyjólfur í fjöru þegar þeir lentu. Þeir horfðu á hann rannsóknaraugum, þegar þeir heilsuðu honum, en hann tók brosandi kveðju þeirra. — Aflafréttirnar? sagði hann síðan stillilega, en glaðlega. Þeir litu hver á annan, og svo var sem þeim vefðist tunga um tönn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.