Nýjar kvöldvökur - 01.01.1929, Síða 13

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1929, Síða 13
NÝJAR KVÖLDVÖKUR 7 — Já, já, ekki vantar það, sagði loks Gísli. — Kannske við setjum þá bátinn ykk- ar og skreppum svo á sjó? sagði Eyjólfur. Nú varð þögn eitt andartak. Svo gaf Eyjólfur skýringu. — Já, eg dró þessar lóðir í Djúpinu í gær og lagði aðr.ar í staðinn. Þær fóru með mér, konan og hún Sigga. — Og... og hvar lagðirðu? — Eg lagði rétt utan við hann Sigga á Hóli. Hásetarnir gáfu hver öðrum spyrjandi auga. Var þetta vit — eða var karlinn orðinn hringlandi?... Ja, ekki leit hann nú út fyrir það. — Við förum með þér! Það var Jón, sem talaði. Og nú voru hendur látnar standa fram úr ermum. Báturinn, sem hásetarnir komu á, var settur upp, og fimmmannafarið fram. Eyjólfur hafði séð fyrir beitu, og þá er skipshöfnin hafði farið í brækurn- ar, var ýtt á flot. Eyjólfur réð auðvitað stefnunni. Ja, sannarlega stefndu þeir inn og fram í Djúpið — og þó — ja, hver andskotinn — þó bar hvítu skelluna í klettinum yfir rauða steininn á Bökkunum!. . Hásetarn- ir vissu ekki hvað þeir áttu að halda. Og þá er þeir komu að duflinu, voru þeir jafn nær. Ailir lögðu upp, nema andófsmaður- inn. Guðmundur settist við að skera beitu, Eyjólfur tylti sér á skutþóttuna og Jón tók um duflið. Hann rendi augunum til lands, jú, það var ekki um það að efast. Þeir voru inni í djúpi, en þó bar hvítu skelluna yfir rauða steininn — og á blindu ÁrmannsfeÍíinu voru þeir.... Alt í einu skelti Jón á lærið og leit á Eyjólf. — Ja, mikið helvíti! Hefurðu þá ekki flutt steininn! Eyjólfur sagði ekki neitt. En hann brosti, og glampa brá fyrir í augunum. ...Eftir þetta var Eyjólfur ekki í vand- ræðum, þó að fáfiski væri, þar sem hann átti lóðir sínar. Hann bara flutti þær, en flutti rauða steininn fyrst! Kveðja til rósarinnar. Sumarið bjarta sje jeg ei skarta lengur um bygðir og ljósvafinn tind. Hallandi degi heiðum á legi nú speglast þess minninga mynd. Kólna því tekur kvíða mjer vekur blómskrúðið gulnað, sem brosir ei meir. Vonanna hilling veitast mun fylling: að gervalt ei gleymist og deyr. Bæristu blíða blómrósin þýða svo fögur á þinni fallandi stund. Söknuði laugað sjeð fær þó augað þig blakta með elnandi und. Tindrandi tárum, tímans á bárum, værðir þú hlýtur við Vindsvalar skaut. Lífsgleði flúin, litfegurð rúin þú hnígur, sem liðin í laut.

x

Nýjar kvöldvökur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.