Nýjar kvöldvökur - 01.01.1929, Síða 17

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1929, Síða 17
NÝJAR KVÖLDVÖKUR 11 var að rekja ferilinn, hvarf vitnið eða var kúgað til þagnar á leyndardómsfullan hátt. Svo reýndist, að eina sönnunin um glæp Larubios var sú, að Norvin hafði séð honum bregða fyrir morðnóttina, en það var eigi nægilegt til þess að yfir hann gengi dómur. Dag einn, er Norvin sat og las urmul brjefa, er honum bárust, rakst hann á brjef, er honum þótti merkilégt. Á brjef- ið var dregin hauskúpa og rítingur og löðraði það af fingraförum. Brjefið var þannig: Sjáðu að þjer! Þú ert svikaþrjótur og dómur þinn er uppkveðinn. Þú ert von- laus um að sleppa nema þú gegnir þesari aðvörun. Hittu mig í gamla húsinu í St. Charles Street og hafðu lausnargjald með þjer. »Hefnarinn«. Neðst á blaðinu var skrifað örsmáum stöfum: »Mjer þykir Nougat súkkulaðið best«. Norvin hló í annað skifti, sem hann las þetta hræðilega brjef, því hann varð að kannast við, að í fyrsta skifti hafði það gert honum hverft við. Svo gekk hann að shnanum og bað um samband, er hann síðustu dagana hafði oft notað. »Er það »Creole sælgætisverslunin?« Sendið 10 pund af besta Nougat, er þjer eigið til ungfrú Myra Nell Warren. Nú þegar. Það er Blake. Bíðið svolítið! Jeg hefi þegar nóg á samviskunni. Sendið heldur 5 pund nú og 5 eftir viku. Búið um það í snotrum öskjum með bláum bönd- um og skrifið »Lausnargjald« utan á«. Því næst hringdi hann til ungu stúlk- unnar sjálfrar og eftir afarlanga bið heyrði hann hana koma. »Hallo, Norvin! Jeg var úti í eldhúsi við bakstur og gat ekki hlaupið frá því. ETú er kakan komin inn og bakast nú óð- fluga«. »Jeg hefi nýskeð fengið hótunarbrjef«, mælti hann. »Hver getur hafa sent það?« »Einhver þorparinn. Hann heimtar lausnargjald«. »Guð hjálpi okkur! Þú ert þó varla sú gunga, að þú verðir við því?« »Jú! Jeg þori ekki að neita því«. Hann heyrði að hún hló. »Hefir þú enga von um að geta gripið brjefritaránn?« »Jeg hefi reynt það um langt skeið«. »Jeg veit ekki hvað þú ferð«, mælti hún sakleysislega. »Skyldi jeg hafa sent lausnargjaldið í öfuga átt?« Hann Ijest vera í vafa, en þá mælti hún: »Ó! Það er ekki víst«. Eftir andartak mælti hún: »Norvin, hvernig nær maður af sjer rauðu bleki?« »Notaðu bómull í stórum stíl. Jeg skal ná því af þjer í kvöld«. »Mjer þætti mjög vænt um, en Bernie verður reiður. Það er blekið hans eins og þú veist og jeg setti það niður á skrif- borðið hans. Norvin, er það satt, að það sje Nougat?« »Svo er víst — óhollasta og versta súkkulaðið fyrir meltinguna, sem til er«. »Þú ert engill! Þú mátt halda í hendina á rnjer í kvöld — bíddu. Blake heyrði að hún rak upp lágt hljóð. Vertu ekki að hringja af. Það er hræðilegt...« »Halló-halló!« hrópaði hann. »Hvað gengur að þjer, Myra Nell?« Þar sem hann fjekk ekkert svar, hringdi hann á miðstöð. Skömmu síðar heyrði hann hana segja, og var sem þungum steini væri af henni ljett: »ó, en hve jeg varð hrædd«. »Við hvað? í Guðs bænum...« »Kakan!« »Þú gerðir mig hrædan. Jeg hjelt...« 2*

x

Nýjar kvöldvökur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.