Nýjar kvöldvökur - 01.01.1929, Síða 21

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1929, Síða 21
NÝJAR KVÖLDVÖKUR 15 um, fyr en hann hefir borið vitni í mál- inu«. Dreux hnje niður í hægindið og var mjög myrkur í skapi og alla leiðina hjelt hann áfram að kvarta yfir því, að örlög- in höfðu dæmt hann til að lifa kyrlátu, friðsömu lífi, en Blake taldi sig loks ör- uggan, er þeir voru komnir út úr þver- götunum og inn í hið beina og breiða Canalstræti. Litli Gino Cressi var mjög hræddur. Hann var hvítur sem nár og titraði á beinunum. En hann reyndi samt sem áð- ur að bera sig mannalega, og hinar aum- legu tilraunir hans til þess að stjórna sjer vöktu meðaumkun Blakes. Hann sagði blíðlega um leið og hann lagði handlegg- inn yfir litla drenginn: »Cor reggio! Það er enginn sem mun gera þjer mein«. »Jeg-jeg vil ekki deyja, yðar hágöfgi«. »Þú átt ekki að deyja. Segðu einungis sannleikann, figlio mio, þá verða lög- regluþjónarnir mjög góðir við þig«. »Jeg veit ekkert«, mælti barnið snökt- andi. »Pabbi er góður maður. Þeir sögðu mjer að lögreglustjórinn væri dauður, en jeg hefi ekki myrt hann. Jeg bara faldi mig«. »Hver sagði þjer að hann væri dauð- ur ?« »Það man jeg ekki«. »Hver sagði þjer að fela þig?« »Það man jeg ekki, Signore«. Augun í Gino voru eins og í hræddu veiðidýri og hann skalf eins og hrísla. Það var aumlegt vitni, sem Blake kom með inn á skrifstofu O’Neils og það leið langur tími þar til þeir gátu fengið hann til að segja nokkuð, en loks ljet hann undan hinum tveimur vingjarnlegu mönn- um, sem voru svo þolinmóðir yfir honum og lygum hans, að hann sagði alt, sem 'hann vissi. % * * Næsta morgun birtu blöðin fregnir um handtöku 3 manna er viðriðnir voru Donellymálið, og voru þær gerðar samkv. framburði Gino Cressis. Síðari hluta dagsins kom hinn ástúðlegi og áhrifa- mikli Cæsar Maruffi í heimsókn til Blak- es til þess að bera fram mótmæli. »Signore, vinur minn,« hóf hann máls. »Þjer og nefnd yðar beitir ítala þessa bæjar hinu mesta ranglæti.« »Hvernig« ? »Nú þegar hata okkur allir. Við geturn ekki gengið svo um götuna að við sjeum ekki lítilsvirtir. Mennirnir bölva okkur og börnin hrækja á eftir okkur. Það er satt, að til eru vondir menn meðal vor, Signore, en lítið á mig. Haldið þjer að maður sem jeg. .« »ó, þjer berið uppi alt það sem er heið- arlegt og virðingarvert með samlöndum yðar, hr. Maruffi. Jeg vildi einungis, að þjer gætuð hjálpað okkur til að uppræta þennan ófögnuð«. Sikileyingurinn ypti öxlum. »Hjálp? »Hvernig get jeg hjálpað«? »Segið mjer alt, sem þjer vitið um La Mafia, svo við getum gengið milli .bols og höfuðs á fjelaginu. Hvert sem við snúum okkur rekum við okkur á sama órjúfandi þagnarveggijih «. »Þeir vita hvað þeim er fyrir bestu. Mig langai- ekki sjálfan til að komast í kynni við rítinginn, Signore. Lífið er sannarlega ánægjulegt og deyi jeg get jeg ekki gift mig. Hvað viljið þjer að jeg segi yður«. »Til dæmis nafnið á Capo-Mafia« (for- maður La Mafia). »Haldið þjer að til sje Capo-Mafia«? »Jeg veit það. Jeg veit meira að segja hver það er«. »Belisario Cardi? Ha! Það eru ekki margir sem álíta að hann sje til«. »Við trúum því báðir«. »Ef til viíl. En jafnvel þótt jeg gæti

x

Nýjar kvöldvökur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.