Nýjar kvöldvökur - 01.01.1929, Side 23
NÝJAR KVÖLDVÖKUR
17
efalaust hægt að sjá á honum meiðsli og
marbletti.
Norvin flýtti sér til O’Neil.
»Svei mér sem þjer eruð ekki besti lög-
reglumaðurinn, sem við eigum«, mælti
lögreglustjórinn í aðdáunarrómi. »Jeg
gerði rjettast í að fá yður málið í hend-
ur«. —
»Hafið þér getað veitt nokkuð upp úr
föngum yðar?«
»Nei, þeir neita eindregið að svara
nokkru. Nýtt morð hefir verið framið í
St. Philips stræti í gærkvöldi. Gamla kon-
an, sem gætti Cressi-drengsins, fanst
myrt«.
»Þá halda þeir, að það hafi verið hún,
sem sveik drenginn«. Norvin mintist þess
sem Maruffi hafði sagt, að svikraanum
mundi illa farnast.
»Já, við gátum hugsað okkur þetta.
Hvað marga menn þurfið þjer til þess að
taka þennan Normando?«
»Jeg? Finst yður að jeg ætti að gera
það?« Blake hafði ekki ætlað sjer að
verða með við handtökuna. Það var á al-
menningsvitorði, að hann var aðalmaður-
inn í flokki þeirra, sem hefna vildu Do-
nellys; hann hafði handtekið Larubio og
Cressi-drenginn. Innri rödd aðvaraði
hann að taka á sig frekari áhættu.
»Jeg hjelt að þjer munduð sjálfur vilja
annast handtökuna«, mælti O’Neil.
»Já, það vil eg helst. Fáið mjer 2—3
menn og jeg skal færa yður Normando
lifandi eða dauðan«.
Sex tímum síðar var hinn síðasti af
morðingjum Donellys kominn í betrunar-
húsið. Lögreglan hafði nægar upplýsing-
ar handa á milli um öll störf hans morð-
daginn og blöðin þökkuðu Norvin fyrir
dugnað hans og ákafa.
Nafnlausu brjefin hjeldu áfram að
koma með jöfnu millibili og öll gáfu þau
meiri og minni upplýsingar. Hægt og
kægt þrengdist netið. Brjefin nefndu
nöfn vitna, sem neyddust til að meðganga
ýmislegt, er þau annars hefðu eigi þorað
að minnast á — þar til sök hinna sex
morðingja var að fullu sönnuð.
»Sá sem veit«, vann með svo mikilli
vissu og nákvæmni, að Norvin furðaði á
því. Hann var sjálfur aðeins verkfæri í
hendi þessa ókunna manns. Hver gat það
verið? Tímum saman sat hann og hugs-
aði um hver það gæti verið. Að lokum var
hann farið að langa meira til að vita nafn
hjálparmanns síns, en jafnvel um niður-
stöðu baráttunnar sjálfrar. En rannsókn
— hversu gætilega sem hún var reynd —
endaði ætíð með stuttri og ákveðinni
skipun um að hætta, því með því gæti alt
eyðilagst.
Hann varð smátt og smátt alveg viss
um, að hinn alvitri óþekti vinur gæti ekki
verið annar en Cæsar Maruffi og þess
vegna fór hann að venja komur sínar í
Red Wing klúbbinn eins og Donelli hafði
gert. Því oftar sem hann talaði við Ma-
ruffi, því sannfærðari varð hann um
þetta.
Maruffi tók vinarumleitunum hans all-
vel, en þótt hann væri stundum að því
kominn að meðganga, virtist hræðsla
hans við La Mafia yfirsterkari. Þar sem
Norvin fann, að hann gat eigi sagt hon-
um alt af ljetta, nema Maruffi segði alt
eins og var, þagði hann og beið átekta.
Maruffi hafði mai’goft nefnt nöfn
þeirra rnanna sem notaðir höfðu verið til
morðsins. Mundi hann verða jafn fús á
að nefna nöfn þeiri’a manna er ofar stæðu
í La Mafia? Noi’vin efaðist um það. Öljós,
ósjálfráð tortrygni hafði vaknað hjá hon-
um til Sikileyingsins, þegar nýtt brjef
kom, sem gei’breytti málinu.
»Mennirnii’, sem i’aunvenilega drápu
Donelly«, stóð í brjefinu, »eru Salvatore
di Marco, Frank Gai’cia, Giordano Bolla
og Lorenzo Cai’doni«.
3