Nýjar kvöldvökur - 01.01.1929, Side 27

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1929, Side 27
NÝJAR KVÖLDVÖKUR 21 »Jeg hefi aldrei gert orð eftir Bernie. Jeg þori að veðja að hann er bálvondur«. Svo var sem hún sagði. Þegar hræðsla hálfbróður hennar var rokin burtu náði reiðin yfirtökunum. Hann þakkaði björg- unarmönnum systur sinnar mjög drernbi- lega fyrir aðstoðina og bað þá í heonar nafni afsökunar. Tók Rillean þá fram í fyrir honum og stakk upp á því, að 'þeir mynduðu »Myra Nelk fjelag«. B ó k m e n t i r. YFIRLIT YFIR ÁRIÐ 1928. Eftir Guðmund Gíslason Hagalín. % I. Á VÍÐ OG DREIF. Ekki verður það sagt með sanni, að fá- ar bækur hafi komið út hér á landi árið sem leið. En mergð bókanna er aukaat- riði. Mest er undir því komið, að þær séu mikils virði. Og ekki verður með réttum rökum móti því mælt, að flestar þeirra bóka, er út komu árið 1928, séu frekar veigalitlar. Ef dæma skyldi eftir þeim andlegt ástand þjóðarinnar, er óhætc að segja, að dómunnn yrði á þá leið, að is- lendingar séu þrcftlitlir, ólistrænir, dauf- gerðir og grunnhygnir. En þar eð flest tííþrifamestu skáld þjóðarinnar hafa ekkert látið frá sér fara á árinu, er ekki í <■' ft að dæma hana af þeim bókum, sem hér mur. nú verða vik- ið að. Þó mun óhætt að fullyrða, að á and- lega sviðiuu sé nú starfsemi þjóðarinnar frekar daufleg og tilþrifasnauð. Sjaldan eru andleg mál rædd, en pólitíkin dregur að sér athygli flestra framar öllu öðru. Blöð pólitísku flokkanna helga sig svo að segja eingöngu dægurþrasinu og er synd að segja, að blöð jafnaðar- og framsókn- armanna séu þar skárri. Leggja þau mjög litla rækt við andleg mál, vísindi, listir og bókmentir — og örsjaldan er það, að þau kynna lesendum sínum nokkuð það, er gerist á sviði andlegra mála í menningar- löndum heims. Það er eins og þau hafi með öllu gleymt því, að maðurinn lifir ekki á einu saman brauði.. . Þá er og það, að þau afskifti, sem flest blöðin hafa af bókmentum og listum, eru frekar til skaða og skammar en til heiðurs og heilla.... Og hversvegna?... Jú, eg skal stuttlega gera grein fyrir því. Fæst af blöðunum hafa ritstjóra, er gefi sig mjög við bókmentum eða listum eða hafi sérstaklega gott vit á þessháttar. Þau hafa og flest engan fastan list- eða bókmentadómara, heldur taka dóma um listir og bækur, skrifaða af hinum og þessum. Oft eru listamennirnir eða höf- undar bókanna hvatamenn að dómunum, og verða því flestir þeirra loflegir. Ein- staka sinnum berast svo sanngjarnir dómar frá mönnum, er skyn bera á listir eða bækur, en þá fá listamennirnir eða rithöfundarnir einhvern til þess að skrifa nýjan dóm, nógu vitleysulega loflegan, og láta ritstjórarnir sér mjög oft sæma að birta slíka dóma. Þeir gera sig því seka

x

Nýjar kvöldvökur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.