Nýjar kvöldvökur - 01.01.1929, Page 30

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1929, Page 30
24 NÝJAR KVÖLDVÖKUR 4. Kristín Sigfúsdóttir: »Gömul saga . Síðai-i hluti »GamáiÍar sögu« kom út í fyrra sumar. Fyrri hlutinn var hvergi tiltakanlega tilþrifamikill, en sérlega sléttur og feldur að máli, stíl, efni og efn- ismeðferð — og í honum voru hnýttir þeir hnútar, er gáfu ástæðu til þess að ætla, að skáldkonan mundi nú taka á því, í seinnihlutanum, er hún hefði til. En með »Sögum úr sveitinni« hefir Kristín Sig- fúsdóttir sannarlega sýnt, að hún á meiri skáldanda og fastari listatök en koma fram í þessum síðari huta »Gamallar sögu«. Er það mála sannast, að Kristín hefir herfilega brugðist þeim vonum, er hún vakti í fyrrihlutanum. Með því að láta Helga taka óskiljanlega skjótum og greinargerðarlitlum sinnaskiftum og Ás- laugu sálast, smeygir skáldkonan sér frá listamannsskyldu sinni og opnar sér leið að væmniskendum og »hjartahrærandi« sögulokum. Veit eg, að skáldkonan klæð- ist þarna þeim búningi, sem er mjög að skapi þeim ótal mörgu á landi hér, er bregða sér á mannamót í kærleiks- og fyrirgefningarflíkum, keyptum á útsölu. En þær flíkur fara sem kunnugt er bezt, sem saumaðar eru eftir máli.... Og vænt- anlega lætur Kristín Sigfúsdóttir ekki blekkjast á skjalli og skrumi þeirra, er aðeins líta á vörumerkið, en fer eftir sínu eigin höfði eða hjarta um snið og sauma- skap. 5. Stanley Melax: »Þrjár gamansögur«. »Þessi litur, því er ver, þreifanlega svíkur«. Og nafnið á bók síra Melax á Barði svíkur sannarlega þreifanlega. Sög- urnar eru alls ekki »gamansögur«, og auk þess er ekkert gaman að þeim. Ber alt til þess. Frásögnin er fjörlaus, sam- tölin óhnittin og klaufaleg og persónulýs- ingarnar tilþrifalausar. Efnismeðferðin er og ótæk, og getur höfundur alls ekki sýnt á átakanlegri hátt, hve ólistrænn hann er, en hann gerir í annari sögunni. Seinasta sagan er skárst skrifuð, en þar- er botninn suður í Borgarfirði, alt óleyst og í enga sérstaka átt bent athygli les- andans. Það er óhætt að segja, að síra Melax vanti vísifingur skáldsins, en þrátt fyrir það geta hendur hans sómt sér vel uppréttar til blessunar í íslenskri kirkju, og skal eg þær eigi lasta. 6. Gunnar Benediktsson: Anna Sig- hvatsdóttir. Síra Gunnar í Saurbæ hefir ávalt ver- ið dugnaðar- og áhugamaður, en mér virðist honum ekki láta vel skáldsagna- smíð. »Niður hjarnið« er deyfðarleg og tilþrifalítil saga og »Við þjóðveginn« ó- listræn og veigalítil sem skáldskapur, en hinsvegar alláhrifamikil ádeila. »Anna Sighvatsdóttir« tekur ekki fram fyrri' bókum höfundarins. Þó að málið sé gott, er frásögnin síður en svo hrífandi, og engin persónanna festist í minni. Sem á- deila er bókin of daufleg, köld og laus við hnittni — og er fyrirlestrar höfundarins eru bornir saman við þessa sögu hans, er auðsætt, að hann tapar mjög á því að klæða hugsanir sínar í skáldsögubúning. 7. Fri'ðriJc Ásmundsson Brekkan: Ná- grannar«. Fr. Á. Brekkan hefir dvalið mörg ár erlendis, og skrifað hefir hann bækur á dönsku. Hefir bókin »De gamle fortalte« komið út í íslenskri þýðingu, og von mun vera á »Ulveungernes Broder« á móður- máli höfundarins. En nú hefir Brekkan tekið sér bólfestu á Akureyri, og í haust kom út eftir hann bók, sem »Nágrannar« heitir. í bókinni eru þrjár sögur. Þykir mér heldur lítið koma til hinnar síðustu, en hinar þykja mér stinga gleðilega í stúf við flest ann- að, sem út hefir komið á árinu. Þær eru hressilega sagðar — sagðar af sannri frásagnargleði, og persónunum er lýst af væmnislausri samúð og glöggri og heil- brigðri athugun. Einn brestur er þó í lýs-

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.