Nýjar kvöldvökur - 01.01.1929, Qupperneq 31

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1929, Qupperneq 31
NÝJAR KVÖLDVÖKUR 25 ingunni á Semingi í »Nágrönnum«, — lengstu sögunni. Sá brestur er, þar sem Semingur fyrir réttinum er látinn gera grein fyrir, hvað honum gekk til að drýgja glæp sinn. Er hvorttveggja, að þetta er alveg óþarft lesandans vegna og í ósamræmi við lyndi Semings... Byrjun- in á »Hjónaskilnaði« er varla nægilega stílföst, og endirinn mætti vera styrkari. Aftur á móti eru samtölin í sögunni svo lifandi sem framast verður á kosið, og sagan er raunar öll hin skemtilegasta. Nokkurn kvíðboga bar eg fyrir því, að Brekkan mundi eftir margra ára útivist verða málið erfitt viðfangs. Má og sjá þess nokkur merki á sögum þessum, að höfundurinn hafi ekki ávalt verið viss í sinni sök, en yfirleitt er málið létt, eðli- legt og fjölbreytt. Saga Brekkans, »Ferm- ingarbarnið«, er birtist í »Nýjum Kvöld- vökum«, ber þess og órækan vott, að ís- lenskan ætli fyllilega við hann að kannast og verða honurn Ijúf og eftirlát. Vil eg óska þess, eftir lestur þessara sagna, að Brekkan gefi oss kost á fleiri sögum úr átthögum hans, sögum, sem eins og þess- ar séu sagðar af þörf á að segja frá og án tillits til tísku eða tildurs. — Að svo mæltu býð eg Brekkan velkominn heim. 8. Jóhann Magnús Bjamason: »Haust~ kvöld við hafið«. Síðan eg tók við bókavarðarstöðunni hér á ísafirði, hefi eg komist að raun um, að bækur einskis íslenzks höfundai' eru lesnar eins mikið hér og sögur Jóhanns Magnúsar Bjarnasonar, að sögum Guð- mundar heitins Magnússonar undantekn- um. Enda er það sannast mála, að þó að mannlýsingar J. M. Bj. séu fæstar merki- legar og sögur hans heldur léttvæg lista- verk, þá segir hann oft vel frá og af fjöri miklu, og honum er lagið að búa til eftir- tektarverða. atburðarás. Nú hefir Ársæll bóksali Árnason gefið út eftir hann bók, er heitir »Haustkvöld við hafið«. Hefir hún á sér öll einkenni fyrri bóka höfund- arins, er skemtileg og aðlaðandi, en ekki veigamikill skáldskapur. 9. Þorsteinn Erlingsson: »Málleys- ingjar«. Þorsteinn Erlingsson var á fyrstu skáldskaparárum sínum ægilegur óeirð- aj-seggu]- í augum flestra »rétthugsandi« manna. Seinustu ár æfi sinnar var hann eftirlætisskáld æðri og lægri, og enn eru ljóð hans lesin meira en Ijóð flestra ann- ara skálda. En fáir hafa vitað, að Þor- steinn var ágætt skáld í óbundnu málí -— en sú bók, sem hér er um að ræða, sýnir glögglega ágæti hans sem æfintýraskálds. Æfintýrin, sem eru í bók þessari, voru birt í »Dýravininum«. Margir tóku eftir þeim, en þess var ekki getið um hin fyrstu þeirra, að þau væru eftir Þorstein, og ma.n eg ekki til, að þess væri minst í blöðum fyr en að honum látnum.... Og hjá flestum mun æfintýraskáldskapur hans hafa verið fallinn í gleymsku, þá er bók þessi kom út. Öll eru æfintýrin snildarlega skrifuð, rnálið unaðslega mjúkt og fallegt og stíll- inn hlýr og blandinn hreinni og væmnis- lausri samúð. öllum atburðum er lýst þannig, að þeir verða athylgisverðir, og alt af hefir höfundurinn haft lag á að láta sögurnar reka tilætlað erindi, án þess að skáldskapartöfrarnir mistu máttinn. Minnist eg þess vart, að eg hafi lesið skáldrit, þar sem listin bíði jafnlítið tjón við ákveðinn erindrekstur skáldsins og í þessum æfintýrum Þorsteins. Munu þau og hafa mikil áhrif um bætta meðferð á skepnum. Hygg eg, að þau börn, er lesi æfintýrin, muni lengst sinnar æfi búa að áhrifunum frá þeim. Hafi Guðrún Er- lingsson alúðarþökk fyrir útgáfu »Mál- leysingja«, sem eru ekki aðeins góð bók og holl, heldur og fallega útgefin.. . En hverju sem andar frá Yztafelli, mun 4

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.