Nýjar kvöldvökur - 01.01.1929, Blaðsíða 33

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1929, Blaðsíða 33
NÝJAR KVÖLDV ÖKUR 27 taejarhluta. En byggingar konunga og einstakra manna hafa útrýmt því, sem eftir var af göml- um byggingum. Margar af byggingum Kristjáns konungs IV. standa þó enn, má af þeim einkum nefna Rosenborg, Kauphöllina (Börsenj og Re- gensen (sem vjer fslendingar jafnan höfum þekt undir nafninu s>Garður«), ennfremur er Sívali- turn með sínu einkennilega byggingarlagi, en þá er líka flest talið, sem til er frá tímum Krist- jáns IV. — Stór hverfi, sem bygð voru upp aft- ur eftir stórskotahríðina 1807 bera þess glögg merki, að þau eru til orðin á neyðar-tímum. Aftur á móti er hægt að fullyrða, að göturnar sjeu góðar og breiðar og lýsing ágæt. Síðustu ár hefir orðið mikil breyting á instu og elstu borgarhlutunum. Af giimlum skrauthýsum og stór'byg'g'ingum má einkum nefna hinar fjórar hallir á stæði Amalíuborgar, sem á sínum tíma voru reistar af aðalsmönnum, Moltke, Schack, Lewetzau og Brockdorff, Thotts-höll við Kóngsins Nýjatorg, reist af Niels Juel, hinar fyrnefndu byggingar Kristjáns IV. Harsdorffs og C. F. Hehsens mörgu afburðabyggingar. En frá vorum tímum eru heill hópur af verslunarhöllum og kirkjum, og ennfremur hið mikla og' fagra Ráðhús. Víða er greinilega hægt að sjá að stórir bæj- arhlutar eru reistir á sama tíma og undir sömii stjórn, er þar alt með svipuðu sniði, bæði hús og götur. Borginni má skifta í fjóra aðalhluta: fyrst sá hlutinn, sem lá innan hihna gömlu víggirðinga, þessum hluta er svo aftur skift í tvent, liggur annar hlutinn á Sjálandi, en hinn á eynni Ama- ger, nefnist það Kristjánshöfn, annar aðalhlut- inn er sá, er liggur nú í rústum víggirðinganna gömlu ásamt' útborgunum Austur- Norður- og Vesturbrú; þá eru hin innlimuðu umdæmi ásamt Valby, Syndby-unum á Amager og fyrverandi Brönshöj-sókn; að síðustu er Frederiksberg, sem er sjálfstætt bæjarfjelag, en nú gersamlega inni- lukt af Kaupmannahöfn. Lestatal verslunarskipa sem heima eiga í Kaupmannahöfn, er talið um 450,000 smálestir. Einnig á þessu sviði gnæfir Kaupmannahöfn yf- ir aðra bæji landsins. Mikill meirihluti borgar- búa hefir atvinnu af verslun, vjelaiðnaði og handiðnaði ásamt sjómensku og siglingum. T. d. má geta þess, að 120,000 manns vinna eingöngu að hand- og vjelaiðnaði. Hjer við bætist svo hið mikla þjónustulið t. d. á hótelum og veitingastöð- um. Borginni er stjórnað af yfirborgarstjóra, út- nefndum af konungi, 5 borgarstjórum og 5 ráð- mönnum (aðstoðarm. borgarstj.j, sem kosnir eru til 8 ára af borgarfulltrúaráðinu. Fulltrúaráðið er skipað 55 meðlimum, sem eru kosnir af borg- urunum með hlutfallskosningu. Kaupmannahöfn er æfagömul. Þar, sem hún nú stendur, hefir á löngu liðnum öldum vérið bólstaður. Seinna var þar fiskiver og verslunar- staðurinn Höfn. Sagnfræðingurinn Saxe (á 12. öld) kallar það höfn kaupmanna og af því kom nafnið Kaupmannahöfn. Til varnar gegn árásum Vindverskra sjóræn- ingja reisti Absalon, sem síðar varð erkibiskup (1178) kastala við Höfn, sem þá var ’í eign bisk- upsstólsins í Roskilde — en þar var Absalon þá biskup. Óx borg’in upp í skjóli virkisins, getur Absalon því með rjettu talist grunnleggjari hennar. Eiríkur konungur af Pommern lagði hana undir krúnuna árið 1416, og árið 1422 veitti hann henni ýms sjer-rjettindi, og frá þeim tíma hefir hún verið höfuðborg og miðstöð ríkis- ins. — Þrátt fyrir ótal óhöpp: eldsvoða, grip- deildir og stórskotahríð, hefir hún stöðugt vaxið og er nú mest borg á Norðurlöndum. 7. Munchen. Hún er höfuðborg í lýðveldinu Bayern, sem áður var eitt af konungsríkjum Þýskalands og stendur hún báðum megin Isar-fljótsins, sem er þverá, er fellur í Doná. — íbúar borgarinnar eru 630,000 (manntal 1919). 1 öllu því er að listum lýtur var Miinchen um langan aldur merkasta borg- í Þýskalandi. Þetta hefir þó breyst nokkuð í seinni tíð, og á Berlín sinn þátt í því. En þrátt fyrir það, geymast þó 4*
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.