Nýjar kvöldvökur - 01.01.1929, Side 37

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1929, Side 37
NÝJAR KVÖLDVÖKUR 31 litið til karls, þar sem hann sat, og sumir fóru að hlægja og benda á hann. Að lok- um varð honum eigi vært inni, stóð hann þá á fætur og fór leiðar sinnar. Utan við dyrnar sat. blindur maður og spiiaði á gítar, en félagi hans söng undir. Á eftir var svo diskur látinn ganga hringinn í kring meðal áheyrendanna, sem undir eins flýttu sér að kasta skildingum á hann, til þess að fá þá félaga til að byrja aftur. Aðeins nirfillinn læddist burtu eins og þjófur, þegar diskurinn nálgaðist hann. Sólin var nú nær því gengin til viðar, og hann ásetti sér því að skunda heim og fara að hátta til þess að spara ljósmetið. En á heimleiðinni .mætti hann manni, sem seldi reykta kjúklinga í kryddaðri sósu. Þeir voru prýðisvel feitir og lostætir, og lyktin af þeim var svo ilmandi að hún ©esti matarlystina. Nirfillinn þuklaði á þeim, kreysti þá og handlék á meðan hann var að spyrja um verðið. — Þeir kosta ekki nema tuttugu sapeka,- svaraði sá, sem seldi. — Ertu alveg galinn maður! hrópaði nirfillinn — þú segir tuttugu — og mað- ur getur keypt fullorðna hænu fyrir tíu! Eg væri sjáífsagt alveg bandvitlaus, ef eg færi að ausa út fé þannig alveg til ónýtis. Hann skundaði burtu, en hin góða mat- arlykt fylgdi honum, og hann gat ekki losnað við hana. Og nú tók hánn eftir því, að hendur hans voru allar útataðar í sósu, sem hann hafði kreyst út úr kjúkl- ingunum, og honum datt nú það snjaii- ræði í hug, að ef hann þvægi sér um hendurnar, mundi hann geta búið sér til ágætis súpu úr vatninu. En er heim kom, var ekkert vatn inni. — Hann var nefni- lega ekki vanur að viðhafa svo mikið hreinlæti, að hafa þvottavatn hjá sér, hann notaði það svo sjaldan. Hann fðr því í rúmið í öllum fötunum og breiddi pappírssnepil ofan á ábreiðuna til að láta hendurnar liggja á. En hér fór sem mælt er, að sjaldan er ein báran stök, um nóttina kom köttur inn til karls, og er hin ilmandi sósulykt freistaði hans, stökk hann upp í rúmið og sleikti hendurnar á karli svo vel og vand- lega, að þær voru tandurhreinar og alveg eins og nýþvegnar um mofguninn, þegar hann vaknaði. Honum félst svo mikið um þetta óhapp, að hann tók sótt, sem smám saman elnaði, og brátt sendi dauðaguð- inn, Yen-Oang, anda sína til þess að dansa við hvílu hans og minna hann á, að dauðinn nálgaðist. Karl skildi nú líka sjálfur, að hann átti ekki langt eftir, og lét kalia á syni sína þrjá. — Nú, sagði hann, hvað hugsið þið ykkur nú að gera við mig, þegar eg er dauður? — Faðir minn, svaraði sá elzti, þú hef- ir alla þína æfi gefið gott dæmi til eftir- breytni með hinni dæmalausu hagsýni þinni. Það er dygð, sem á það skilið að hún sé launuð, sem bezt má verða. Við ætlum því að gera útför þína svo veglega, sem verða má. Áttatíu og fjórir menn skulu bera sóltjaldið yfir líki þínu, og áttatíu og fjórar hvítklæddar meyjar skulu strá hvítum liljum á brautina, þar sem þú verður borinn! — En sú eyðslusemi! hrópaði hinn deyjandi. Þú ert ekki verðugur til að kall- ast sonur minn. Eg afneita þér og lýsi þig arflausan í áheyrn vitna þeirra, sem hér eru viðstödd! — Faðir minn, mælti nú annar sona hans, eg skal að öllu leyti fara að óskum þínum. Eg er ekki búinn að gleyma, að þú ávalt hefir verið allra manna spar- samastur. Útför þín skal verða eins ein- föld og hægt er, og líkkistan skal ekki kosta meira en tíu dali. — Það er alveg vitleysislega mikið!

x

Nýjar kvöldvökur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.