Nýjar kvöldvökur - 01.01.1957, Page 40

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1957, Page 40
26 ÆGIR OG BREZKI TOGARINN YORK CITY N. Kv. ÆGIR OG YORK CITY (Framháld af hls. 23.) — 1504 Gefið stöðvunarmerki með flautu varðskipsins. Togarinn kallar á varð- skipið í talstöð og er svarað, en hann stöðv- ar ekki. Kl. 1505 skolið skörpu skoti. — 1509 Kallað í hátalara varðskipsins til togarans og honum skipað að nema stað- ar. Togarinn var að toga með stjórnborðs- vörpu. Frá kl. 1503 og til kl. 1514 hafði togar- inn beygt heilan hring til bakborða og stýrði mjög breytilegar stefnur. Kl. 1514 Skotið skörpu skoti að togar- anum, en hann stöðvar ekki, heldur snýr suður um til bakborða. Kl. 1539 Togarinn hefir nú stöðvað og lagzt fyrir akkeri. Vörpuna dregur hann ekki inn og liggur því einnig fyrir henni á stefnu 283° réttvísandi. Straum setur norð- ur, og liggur togarinn flatur fyrir honum. Kl. 1539 er gerð eftirfarandi staðar- ákvörðun við togarann: Kópanesendi >73° 50' Blakksnes, varða Bjargtangar, viti > 64 54 Dýpi 32 metrar. Staður þessi er 0,2 sjó- mílur fyrir innan nýju fiskveiðitakmörkin. Við duflið, sem sett var út kl. 1503 við kjölvatn togarans; var gerð eftirfarandi staðarákvörðun: Kópanesendi ^ ygo Blakksnes, varða Bjargtangar, viti ^ Dýpi 34 metrar. Staður þessi er 1,1 sjó- mílu innan fiskveiðitakmarkanna. Skipstjóri togarans óskaði eftir því, að beðið væri eftir því, að enska eftirlitsskipið kæmi á vettvang, og var það samþykkt. Kl. 1806 kom enska eftirlitsskipið Mariner á staðinn. Komu yfirmenn frá því um borð í varðskipið og litu á staðar- ákvarðanir þess. Foringi enska eftirlits- skipsins óskaði þess, að ef togarinn yrði tekinn til hafnar, þá yrði farið með hann til Reykjavíkur. Skipstjóri togarans neitaði fyrst algjörlega að fylgjast með varðskip- inu til hafnar, og taldi sig ekki hafa verið að fiska í íslenzkri landhelgi, en eftir að enski foringinn hafði bent honum á, að rétt- ast væri að fara eftir fyrirmælum íslenzka varðskipsforingjans, samþykkti hann það. Kl. 2027 var dufl varðskipsins tekið um borð. Síðan var siglt að duflum togarans, en hann hafði tvö úti, og tók hann þau upp. Voru þau bæði fyrir utan fiskveiðimörkin. Kl. 22,39 var lagt af stað til Reykjavíkur og komið þangað kl. 10,30 hinn 17. þ. m. Þriðji stýrimaður og einn háseti voru á verði í togaranum til Reykjavíkur. Mæling- ar voru gerðar af 1. og 3. stýrimanni varð- skipsins. Veður: Logn, sjór NA-1, léttskýjað, loft- vog 753. Þórarinn Björnsson skipherra. Einnig skýrði skipherrann svo frá, að um hádegisbil þann sama dag hafi skipstjóri togarans kallað varðskipið upp í talstöð. Var þá togarinn hálfa sjómílu utan við landhelgislínuna. Ekki kvaðst skipstjórinn hafa talað við togaraskipstjórann, heldur siglt að honum, og kölluðust þeir á á milli skipanna. Var þá ákveðið, að togaraskip- stjórinn kæmi yfir í varðskipið og bæri þar upp erindi sitt. Þegar hann kom þangað, sagði hann skipherranum, að hann hefði séð 4 báta um 50 smál. að stærð vera að togveiðum innan landhelgi í Faxaflóa. Væri það hart, að Englendingar mættu ekki eins

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.