Sjómannadagsblaðið

Árgangur

Sjómannadagsblaðið - 07.06.1964, Blaðsíða 32

Sjómannadagsblaðið - 07.06.1964, Blaðsíða 32
Sjómannaskólinn í Reykjavík Á fundi sameinaðs Alþingis 18. marz s.l. var til umræðu fyrirspurn frá Gils Guð- mundssyni um lóð Sjómannaskólans. Var í fyrsta lagi spurt um það, hvort takmörk lóðarinnar hefðu verið endanlega ákveðin, og í öðru lagi, hvort gerðar hefðu verið ráð- stafanir til að skipuleggja Ióðina og koma henni í sómasamlegt horf. Fer hér á eftir ræða sú, sem fyrirspyrjandi, Gils Guðmundsson, flutti við þetta tækifæri. Árið 1941 var hafizt handa um undirbúning að byggingu nýs sjó- mannaskóla hér í Reykjavík. Þar skyldi verða húsakostur nægur fyr- ir helztu menntastofnanir sjómanna- stéttarinnar, svo sem stýrimanna- skóla og vélstjóraskóla. Á skömm- um tíma var á fögrum stað í bæn- um reist veglegt hús, enda þótti ekki annað sæma en hafa hér á nokkurn myndarbrag, þegar loks var hafizt handa um að reisa menningarsetur íslenzkra sjómanna. Var í umr. um mál þetta, bæði hér á Alþingi, af hálfu ríkisvalds og dagblaða lögð á það áherzla, að þjóðin ætti sjó- mannastéttinni svo mikið að þakka og afkoma þjóðarbúsins væri svo háð dugnaði hennar, kunnáttu og at- gervi, að sjálfsagt væri að veita sjó- mannaefnum sem bezt menntunar- skilyrði. Reykjavíkurborg vildi fyrir sitt leyti heiðra sjómannastéttina og stuðla að því, að menntasetur henn- ar kæmist upp með því að gefa undir skólann stóra lóð á ágætum stað. Um þetta segir svo í skýrslu þeirri um byggingu skólans. sem lögð var í hornstein skólahússins, þegar vígslu- athöfn þess fór fram vorið 1944: „Bæjarstjórn Reykjavíkur hefur gefið lóð undir húsið og aðrar bygg- ingar, sem reistar kunna að verða í sambandi við skólann, en endanleg takmörk lóðarinnar hafa ekki enn verið ákveðin.“ I ræðu Friðriks V. Olafssonar, fyrrv. skólastjóra Stýrimannaskól- ans um byggingamál skólans fluttri við sama tækifæri segir á þessa leið með leyfi hæstv. forseta: „Byggingarnefndin skoðaði nokkra staði í bænum og nágrenni hans, sem til greina gátu komið og varð sammála um að mæla með þeim stað, sem skólinn hefur nú verið reistur á. Skýrði hún ráðun. frá því með bréfi dags. 23. júlí 1944 og lagði jafnframt til, að skólinn fengi til umráða nægilega stóra lóð, til þess að hægt yrði að koma þar fyrir þeim byggingum, sem æskilegt þætti að reisa í sambandi við skólann, svo sem leikfimishúsi og vélahúsi, kennarabústöðum og sjóminjasafni. Jafnframt vakti fyrir n. að tryggja það, að þessar byggingar fengju notið sín þannig, að ekki verði aðrar Lyggingar reistar nálægt þessum, svo að byrgi fyrir frjálsa útsýn. Ráður. sneri sér til bæjarstjórnar Reykjavíkur með tilmælum um, að bærinn legði skólanum til umrædda lóð endurgjaldslaust. Eftir að hafa fengið áiit skipulagsnefndar ,sem mælti með því, að skólinn yrði reist- ur á þessum stað, samþykkti bæjar- stjórn á fundi sfnum 2. október sam- kvæmt till. bæjarráðs að gefa skól- anum lóðina, þótt endanleg takmörk hennar verði ekki ákveðin fyrr en síðar. Jafnframt lofaði bæjarstjórn að ráðstafa ekki svæðinu þannig, að hætt veiði á, að þær byggingar, sem reistar verða í sambandi við skól- ann, fái ekki notið sín.“ Þetta voru ummæli fyrrv. skóla- stjóra Stýrimannaskólans. Nú, 20 ár- um síðar, situr allt við hið sama að því leyti, að lóð Sjómannaskólans hefur ekki verið, að því, er ég bezt veit, endanlega ákvörðuð eða form- lega afhent. Hins vegar hafa þegar verið teknir undir byggingar nær 6000 fermetrar af því svæði, sem forráðamenn skólans töldu æskilegt, að hann hefði til umráða og munu hafa fengið fyrirheit eða a. m. k. ádrátt um, að honum væri ætlað. Á lóðinni er nú risin allstór kirkja. Þar mun í ráði að reisa tækniskóla og eitt eða jafnvel tvö hús sóknar- presta Hallgrímssóknar. Mikið hef- ur verið byggt umhverfis skólann og enn er sótt fast á að fá að reisa byggingar á skólasvæðinu. Og lóðin sjálf hið næst skólanum er að mestu leyti með sömu ummerkjum eins og hún var í upphafi fyrir utan lagn- ingu nauðsynlegra akbrauta hefur svo til ekkert verið gert, til þess að fegra hana eða prýða á nokkurn hátt. Þetta lóðamál skólans er fyrir löngu orðið eiganda hans, íslenzka ríkinu, til mikils vansa. Skólahúsið nýtur sín engan veginn eins nú, eins og það gerði í upphafi, meðan veru- lega rúmt var um það. Og fáist ekki tafarlaust útmælt Sjómannaskólan- um til handa svo stórt landssvæði, sem nú verður framast viðkomið, ber ég hinn mesta kvíðboga fyrir Sjómannaskólinn, aðaldyr. 18 SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Sjómannadagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.