Sjómannadagsblaðið

Árgangur

Sjómannadagsblaðið - 07.06.1964, Blaðsíða 63

Sjómannadagsblaðið - 07.06.1964, Blaðsíða 63
ingar tækjust, því það var ekki frið- vænlegt í heiminum um þær mundir, Kóreustyrjöldin ennþá ekki til lykta leidd og almennt álitið að brezka heimsveldið vildi fá þessi herskip, sem við vorum að bauka við að smíða, í gagnið sem fyrst. En þegar til kom virtist ekkert liggja á og verkfallið hófst klukkan hálfátta um morgun og það var vel skipu- lagt verkfall. í Vancouver þýddi ekkert að boða verkfall og fara svo heim að sofa. Við ákváðum þess vegna að enginn skyldi fá að vinna í skipasmíðastöðinni og til þess urð- um við að ganga „Picket line“, þ. e. halda vörð um stöðina dag og nótt. Við fengum stór spjöld í bak og fyrir þar sem á voru letraðar áskoranir til allra að styrkja okkur í baráttunni og breiður borði um handlegginn þar sem á var letrað „On Strike“ og síðan gengu menn meðfram stöð- inni, yzt á gangstéttinni og inn fyrir þá ósýnilegu línu sem við gengum fór enginn til þess að vinna. Þetta var allt með mikilli pomp og pragt og blaðamenn og sjónvarpsmenn voru þarna eins og gráir kettir fyrstu dagana og við höfðum sjónvarps- tæki í varðskúrnum sem hafði verið fluttur að stöðinni og þar sáu menn sjálfa sig í sjónvarpinu, vígalega, gangandi með borða og spjöld og í fyrstu fannst öllum þetta gaman og skemmtileg tilbreyting. I skúrnum var hitað kaffi dag og nótt og þar var smurt brauð. Það voru skipaðar vaktir og þeir settu þá ógiftu á morgunvaktiha, sem hófst klukkan fjögur og það var kalt og hráslaga- legt að koma á vaktina á þeim tíma og hefja gönguna. Eftir nokkra daga þegar glansinn var farinn af spjöldunum og borð- arnir sem við höfðum um handlegg- ina voru orðnir þvældir, sáum við fram á að þetta mundi verða langt verkfall. Það var ákveðið að greiða ekki út úr atvinnuleysissjóðnum fyrstu vikuna og eftir það aðeins eftir umsóknum. Eg hafði unnið talsvert með manni að nafni Frank Thompson og við vorum góðir kunn- ingjar og á vakt saman. Eg vissi að hann var innfæddur Kanadamaður og einhvers staðar úr miðfylkjunum. Við vorum á vaktinni snemma morguns og röltum „línuna“ tveir Ein sú íslenzk siglingasaga sem lengst hefir geymst í manna minnum, er þjóð- sagan af því er Sæmundur fróði sigldi á kölska í selslíki frá Evrópuströndum til íslands, án þess að vökna í fætur, fyrr en hann sló saltaranum í höfuð kölska, að leiðarlokum, til þess að losna við hann. En þeir eltu oftar saman grátt silfur. Einu sinni kom kölski til Sæmundar og sagðist nú vilja fá hann, sagðist hafa nóg til hans unnið. Sæmundur sagði að hann ætti raunar enga skuld á sig, en vildi þó gjöra honum kost á því. „Eg ætla að fela mig,“ sagði Sæmundur, „og ef þú finnur mig í nótt, þá máttu taka mig.‘ ‘,,Þú verð- ur að segja mér á hvaða sviði þú verður helzt,“ segir kölski. „Ég ætla að verða í sjónum,‘ ‘segir Sæmundur. Kölski fór um nóttina um allan sjó til og frá, en fann ekki Sæmund. I dögun kom hann aftur og var Sæmundur þá í bæjardyrunum og stóð í keri sem sjór var í, og sagði við kölska: „Ekki ertu fundvís, ekki færðu mig.“ „Lofaðu mér að reyna í annað sinn,“ segir kölski. „Það skal vera,“ segir Sæmundur: „Þú mátt taka mig ef þú finnur mig í nótt, ég ætla að verða í loftinu." Um nóttina fór kölski á vængjum vindanna um allt loft, en ekki fann hann Sæmund. I dögun kom hann aftur og var Sæmundur á bæjardyraloft- saman. Frank var fámáll náungi og laus við að vera spurull, en er talið barst að hinum ýmsu þjóðemum spurði hann hvaðan ég væri. Eg sagði sem var. Við gengum lengi og þögðum, en allt í einu stanzar hann og segir á íslenzku: „Og ertu þá eftir allt saman landi, góði?“ Ég býst ekki við að ég hafi verið sérlega gáfulegur á svipinn á þessu augna- bliki. Maður sem ég var búinn að vinna með í marga mánuði barna án þess að vita til þess að hann tal- aði annað mál en ensku, talaði þá engu lakari íslenzku en ég sjálfur. Eftir þetta ræddumst við ávalt sarn- inu og sagði: „Ekki ertu fundvís enn, ekki þarftu að hugsa til að fá mig nú.“ „Það er ekki von,“ segir kölski, „þú getur hæg- lega falið þig með svona undanbrögðum.“ „Legðu heldur fyrir mig einhverja þraut, svo að ég fái þig.“ „Ojá,“ segir Sæmund- ur. „Hér er skjóða. Með hana skaltu fara niður á sjávarbotn og fylla hana af silfur- peningum, og færa mér hana í dögun Ef þú getur það færðu mig, en annars færðu mig aldrei..' Kölski gengur óhikað að þessum kostum. Og fer strax með skjóð- una ó sjávarbotn. Þegar þriðjungur er liðinn af nóttu gáir kölski í skjóðuna og er hún þá orðin hálf og hyggur nú gott til og herðir sig til að tína. Þegar þriðj- ungur er eftir af nóttu, gáir hann aftur í skjóðuna og er hún þá enn hálf. Nú flýtir hann sér það sem hann getur og rótar stórum, en í dögun lítur hann enn í skjóð- una, og er hún þá enn ekki nema hálf. Þá varð kölski hissa, skoðaði skjóðuna og sagði: „Von var þó ekki gengi betur. Þetta er þá bölvuð prestaágirndin, sem aldrei verður fyllt.“ Hann færir þó Sæ- mundi skjóðuna. Hann sló hendinni móti og sagði: „Það er of lítið, þú fær mig aldrei og farðu með það.“ Kölski sá þá að honum mundi ekki takast að ná Sæ- mundi að þessu sinni og fór burtu við svo búið. an á íslenzku, félögum okkar til hinnar mestu furðu. Frank var frá Mikley í Nýja Islandi og hafði aldrei til íslands komið. En hann taldi sig Islending og talaði og las málið fullkomlega. Og áfram hélt verkfallið og vakt- irnar. Þetta varð fjögurra mánaða verkfall. Rétt áður en því lauk, tók ég saman drasl mitt og fór. En það var ekki hægt að ætlast til bess að hafa vinnu meira en átta mánuði á ári, og því þá ekki að nota tímann til þess að hafa verkfall meðan ekk- ert var að gera og fá tíu senta hækk- un á tímann? SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 49
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Sjómannadagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.