Sjómannadagsblaðið - 07.06.1964, Blaðsíða 37
Fastheldni
R e g I u s e m i
Það er föst regla að á hverjum fimnitudegi, á mínútunni kl. 4 e. h.
leggur eitt af skipum Union Castle line af stað úr höfn frá Southamp-
ton með farþega og póst áleiðis til Cape Town og austur Afríku hafna.
Út af þessari reglu hefir verið brugðið aðeins þrisvar sinnum, en það
var meðan Búastyrjöldin stóð yfir og fyrri og síðari heimsstyrjöld, að
öðru leyti hefir þessari siðvenju verið fast fylgt í rúma öld.
En auk þessara vikulegu ferða til Cape Town, heldur Union Castle
skipafélagið uppi hálfsmánaðarlegum ferðum frá London suður um
Afríku og upp með austurströndinni. Myndin er af Kenya Castle úti
fyrir Cape Town á leið austur um Afríkti.
vinda, og langt til landsins,
langar mig komast þangað.
Unn, þó að kyssa kunni,
kaldrifjuð bréytist aldrei.
Kvæði Einars Páls Jónssonar
„Haf“ lýsir því fagurlega og eftir-
minnilega, hve mikil ítök það á í
huga hans, og dvaldi hann þó lang-
vistum, eins og þeir skáldbræður
hans Þorsteinn og Kristinn, í Winni-
pegborg, inni í miðjum og víðfeðm-
um sléttum Kanada. Þessi eru upp-
hafserindi kvæðisins:
Fagra bjarta, breiða haf, —
brúað sólargeisla staf.
Alla leið, sem augað sér,
ertu líkt og slípað gler.
I þér speglast heiðishátt
himinhvolfið djúpt og blátt.
Líkt og bæn frá barnsins sál
birtast mér þín Huldumál.
Snemma unglings andi minn
yndis naut við barminn þinn.
Með eldi fyllta farmannsþrá
eg flúði þínar náðir á.
í síðari erindum kvæðisins verður
hafið skáldinu táknmynd lífsins, og
er sú algenga samlíking þar færð í
orðhagan og markvissan búning.
Verða hér ekki að sinni tekin
fleiri dæmi um sævarljóð eða sævar-
lýsingar í kvæðum vestur-íslenzkra
skálda, en slík ljóð eru hreint ekki
ómerkur þáttur í skáldskap þeirra,
og jafnframt glöggt vitni þess, hve
fasttengd þau skáld eru íslenzku
æskuumhverfi sínu, ættemi og erfð-
um.
Okkur heimaöldum Islendingum,
sem ævidvöl eigum utan ættjarðar-
stranda, verður eigi hugsað til hafs-
ins, sem umlykur ættland vort og
sett hefir sitt sterka svipmót á sál
okkar og hugsun, að okkur verði
eigi samtímis rík í huga minningin
um íslenzka sjómenn, og tekur það
ekki sízt til okkar. sem sóttum sjó-
inn fyrir ströndum þess á yngri ár-
um.
Og þegar ég minnist mikilvægs
hlutverks sjómannanna íslenzku í
starfslífi þjóðarinnar, hljóma mér í
eyrum eftirfarandi orð hins ágæta
æskulýðsleiðtoga, séra Friðriks Frið-
rikssonar, sem hann sagði einu sinni
við okkur unga menn á fundi í
KFUM í Reykjavík, en þau voru á
þessa leið: „Munið það, hvert sem
leið ykkar liggur, að þið eruð lif-
andi fánar Islands.“ Þau orð hafa
mér aldrei úr minni liðið. Islenzkir
farmenn mega vel leggja sér þau orð
á minni. Þau minna kröftuglega á
ábyrgðina, sem fylgir því að vera
Islendingur, og ekki sízt í útlönd-
um, þangað sem leiðir íslenzkra sjó-
manna liggja oftar og víðar en flestra
annara landa þeirra.
Vitanlega tekur þetta til allra ís-
lendinga, sem leggja leið sína til ann-
ara landa, og erlendis dvelja, og þá
um annað fram til okkar Islendinga
vestan hafs. Þetta skildi Stephan G.
Stephansson manna bezt, og því
segir hann í þróttmiklu hvatningar-
kvæði sínu „Móðurmálið“:
Og orð þín þarf hér eggjan-sterk,
því oss er skipað mikið verk:
Við fósturlandsins frægðarstarf,
með föðurlandsins sæmd í arf,
af höndum inna æviþraut,
með alþjóð fyrir keppinaut.
Þetta á einnig sérstaklega við um
íslenzka sjómenn, því að hvort held-
ur er við veiðar sínar á hafi úti eða í
erlendum höfnum, þá starfa þeir eða
eru, beint og óbeint, „með alþjóð
fyrir keppinaut“, eins og skáldið
orðar það frumlega og á eftirminni-
legan hátt.
Minnugir þeirrar ábyrgðar, sem
á okkur hvílir sem Islendingar, hvar
sem við erum í sveit settir, skulum
við taka höndum saman yfir hafið
og strengja þess heit, að halda sem
hæst á loft og bera sem lengst fram
til sigurs fána íslenzks manndóms
og hins fegursta og göfugasta í hug-
sjóna- og menningararfi vorum.
I þeim anda sendi ég, sem gamall
starfsbróðir, ykkur íslenzkum sjó-
mönnum kærar kveðjur konu minn-
ar og mínar. I júníbyrjun liggur leið
okkar austur loftin blá á fornar
slóðir, heim í hina „nóttlausu vor-
aldar veröld, þar sem víðsýnið skín“.
Hittumst þar heil á Sjómannadaginn
7. jum.
SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 23