Sjómannadagsblaðið - 07.06.1964, Blaðsíða 49
Birgir stýrði, en ég var við dæl-
una, sem var handdæla, og leit eftir
vélinni. Báturinn var nú farinn að
verja sig illa. I ólögunum gekk mik-
ill sjór í hann. Ég óttaðist að vélin
mundi stöðvast, því hún var farin
að ausa upp á sig sjó. Sleppti ég þá
dælunni og greip vatnsfötu og jós
með henni eins og ég gat, en Birgir
tók við dælunni og dældi með henni
Jafnframt varð hann að hafa stjórn á
bátnum, og passa upp á þegar ólög
kæmu, því þá varð að „slá undan“,
báturinn þoldi ekki að beitt væri upp
í. Eftir eitt ólagið náði austurinn
langt upp á svinghjólið á vélinni.
Ég herti mig sem ég gat við að ausa,
en samt leið, að mér fannst, langur
tími þangað til ég náði austrinum
niður fyrir hjólið aftur. Þetta var
líka langversta ólagið, sem kom á
bátinn. Ég hef oft hugsað um það
síðan, hvílíkt lán var yfir okkur, að
vélin skyldi ekki stöðvast, því þá
hefði verið óvfst um endalokin á ferð
okkar. Smátt og smátt þokaðist þó í
áttina hjá okkur, og þegar við nálg-
uðumst höfnina á Patreksfirði fór
heldur að draga úr bárunni, en rokið
var svo mikið, að sjórinn skóf inn í
bátinn. Það mátti því aldrei lina á
við að ausa. Þegar við vorum
skammt inn af bryggjunni á Vatn-
eyri, sá Páll Eiríksson, sem þá var
yfirverkstjóri á Vatneyri, til ferða,
okkar. Við lentum litlu seinna rétt
innan við bryggjuna, en þar var
Páll fyrir með marga menn með sér.
Hraustlega var tekið á móti okkur,
og bátnum kippt að mestu á þurrt.
Það kom sér vel að fá svona mót-
tökur, því ef við hefðum ekki fengið
svona góða hjálp, hefði bátinn fyllt
um leið og hann stóð.
Greiðlega gekk að ná kindunum
í land og setja bátinn, því margar
hraustar hendur voru þar að verki.
Við höfðum ekki gert okkur grein
fyrir veðurofsanum, og ég vil segja
þeirri hættu, sem við höfðum verið
í á meðan við vorum á sjónum, því
það er tvímælalaust langversta veð-
ur, sem ég hef verið á sjó á opnum
báti.
Eftir að við höfðum gengið frá
bátnum, fór ég upp á símstöð og
hringdi yfir að Kvígindisdal, sem er
næsti bær fyrir innan Vatnsdal, og
talaði við Snæbjörn Thoroddsen
frænda minn. Ég bað hann að hjálpa
mér að koma boðum heim um að
við hefðum komist heilu og höldnu
til Patreksfjarðar. Það var fúslega
gert frá hans hendi, þó varla væri
hægt að segja að fært væri milli
bæja. Þá var sími ekki kominn nema
á þrjá bæi í Rauðasandshreppi, og
yzti bærinn með síma Kvígindis-
dalur.
Við Birgir fengum gistingu hjá
sæmdarhjónunum Ólafi Ólafssyni
og Halldóru konu hans, en þau starf-
ræktu lengi gistihús á Patreksfirði.
Til þeirra var alltaf gott að koma.
Morguninn eftir, eða á Þorláks-
messu, var vindur genginn út í vest-
ur. Hvassviðri í éljunum. Ekki leizt
okkur á að leggja á fjörðinn. Akváð-
um við að bíða fram á hádegið. og
sjá til hvort ekki drægi eitthvað úr
éljunum. A Patreksfirði voru stadd-
ir nokkrir sveitungar okkar, sem
voru í kaupstaðarferð fyrir jólin, en
höfðu orðið veðurtepptir, og því
orðnir seinir fyrir, til að ná heim til
sín fyrir jól. Ætluðu þeir að fá far
með okkur, því um aðra bátsferð
var ekki að ræða. Ef okkur gæfi
ekki upp úr hádeginu, ráðgerðu þeir
að leggja af stað fótgangandi í kring-
um fjörðinn. Allir báru þeir þungar
byrðar, svo það var ekki tilhlökkun-
arefni hjá þeim. Um hádegið fór að
verða lengra á milli élja. Settum við
þá bátinn á flot, og biðum í vari af
bryggjunni á Vatneyri, tilbúnir til
að fara þegar él væri gengið yfir. Á
firðinum lágu margir erlendir tog-
arar, sem leitað höfðu vars í storm-
inum. Það var ætlun okkar að binda
bátinn aftan í einhvern þeirra, ef
við sæjum fram á að við næðum
ekki yfir fjörðinn á milli élja, og
bíða þar af okkur él, ef við sæjum
ástæðu til þess. Eftir slæmt él lögð-
um við af stað. Ferðin gekk vel.
Þegar næsta él kom, vorum við
komnir yfir undir vesturlandið á
smásævi, og lentum heima eftir
stutta stund.
Sumir sveitunga okkar áttu þó
langa leið fyrir höndum, og komu
ekki heim til sín fyrr en seint næsta
dag, aðfangadag.
Síðan þetta gerðist eru aðeins rúm
30 ár. Þá var eins og fyrr segir sími
á aðeins þremur bæjum f Rauða-
sandshreppi, engir vegir, nema sem
í dag væru kallaðir troðningar.
Hvergi akfær spotti. Ef ekki var
hægt að komast á sjó, þá varð að
fara fótgangandi. Oft urðu menn að
bera þungar byrðar, hálfar og heilar
dagleiðir.
Mikil breyting hefur orðið á þessu
tímabili. Stórstígar framfarir hafa
orðið á flestum sviðum. Búskapar-
hættir gjörbreytzt, og aðstaða fólks-
ins til bættra lífskjara batnað að
miklum mun.
Nú er sími á hverjum bæ, og ak-
fært heim að hverju byggðu býli. En
trillubátarnir standa óhreyfðir í
naustum. Samgöngutækið sem mest
var notað fyrir 30 árum.
Útgerðarsamvinna milli ísraels og Noregs.
The AÚantic Fishing Company og Haifa og tvö norsk útgerSarfélög sem eru í samstarfi við
l>að eru nú að hefja undirbúning að samstarfi við fyrirtæki í Kongó (Brazzaville), Dáhomey og
Nígeríu um sölu á fiskafurðum. Þegar samkomulag hefir náðst, munu fyrirtækin gera út 3
togara til Atlantshafsfiskveiða og er ætlunin að selja aflann í þessum þrem Afríkuríkjum.
SJOMANNADAGSBLAÐIÐ 35