Sjómannadagsblaðið - 07.06.1964, Blaðsíða 44
Athuganir á hegðun hákarla
Dvölin var köld og þurleg þar;
þarna var allt að viku setið
Hvert er hlutverk hinna ýmsu skynfæra hákarlanna í leit þeirra að fæðu?
í þeim tilgangi að finna ráð til að hindra árásir þeirra á menn eru gerðar
athuganir á stórum hákörlum í sjókvíum.
í heimsstyrjöldinni síðari gekkst
stjórn Bandaríkjahers fyrir tilraun-
um til þess að fæla hákarla frá því
að gera árásir á menn, sem kynnu
að verða skipreika íátökumm stríðs-
ins. Brátt tilkynntu rannsóknar-
mennimir að jákvæður árangur
hefði komið í ljós. Þeir gátu sýnt
fram á að úldinn hákarl og fleiri efni
hefðu hindrandi áhrif á fæðuöflun
sumra tegunda. Hvort þessi efni hafa
forðað nokkrum manni frá árásum
hákarla er óvíst. Á síðustu fimm ár-
um hefur sannast að þessar aðferðir
koma ekki að notum, þegar um er
að ræða hákarlategundir í Karíba-
og Kyrrahafi, sem þær hafa verið
reyndar á.
Fyrir einu eða tveimur árum von-
uðu menn að unnt yrði að vernda
gesti á baðströndum fyrir árásum
hákarla með sérstökum útbúnaði.
Götóttri og lekri slöngu var komið
fyrir í sjónum hæfilega langt frá
landi, í slönguna var dælt saman-
þjöppuðu lofti. Gert var ráð fyrir
að loftbólurnar, sem mynduðust á
þennan hátt hefðu fráhrindandi áhrif
á skilningarvit hákarlanna. Tilraun-
ir, sem gerðar hafa verið á hákörl-
um í sjókvíum hafa sýnt að varnir
af þessu tagi hafa engin hindrandi
áhrif á ferðir þeirra. (Sjá mynd).
Af þessu má sjá að fólk, sem
stundar sjóböð, froskmenn og aðrir,
sem hætta sér út í sjóinn, þurfa að
muna, að enn hafa ekki fundist nein-
ar öruggar aðferðir til varnar gegn
árásum hákarla. Þetta sýnir líka að
raunhæfar rannsóknir á þessu sviði
eru nauðsyn, enda gætir vaxandi
áhuga á því bæði í Bandaríkjunum
og víðar.
Lengi hefur verið talið að hákarl-
ar væru gæddir undraverðum hæfi-
30 SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ
leika til að finna bráð, oft í talsverðri
fjarlægð. Athugunum hefur því ver-
ið beint að þeim skilningarvitum
þeirra, sem helzt koma til greina í
sambandi við árásir. Þó hákarlar
Vísindamaður að sprauta deyfilyfi í hákarlinn
áður en hann er tékinn upp til athugunar.
beiti vafalaust öllum skynfærum sín-
um í leitinni að bráð, þá virðast þrjú
þeirra vera mikilvægust. Þau eru
sjónin, ilmanin og titringsnæmið.
Þó líffærarannsóknir á hákörlum
geti farið fram á tilraunastofu, þá
útheimta athuganir á hegðun þeirra
sérstök skilyrði. Við Lerner sjótil-
raunastofnunina á Birminieyju í
Bahamaeyjaklasanum hefur rann-
sóknarstofa Flotans látið gera tvær
sjókvíar, hvor þeirra er 40x80 fet
að stærð. I kvíunum eru gerðar at-
huganir á allt að 15 feta löngum há-
körlum við skilyrði, sem líkjast
í hákarlalegu
Jafnan var dembt á dýpstu miS,
— dregnar inn árar, lagst við stjóra.
Nútíð mun naumast fyrir óra,
hvað napurt var að leggjast við.
Og þolinmœðina sterka og stóra
stundum þyrfti' í þá veiðibið.
Því hann hafði jafnan, hákarlinn,
hugleitt það vel og rökum metið,
hvort ginnandi, hráa hrossaketið
hollt mundi fyrir skoltinn sinn.
En aldrei gat hann þó á sér setið, —
og upp var hann boðinn velkominn.
Og þar voru fyrir fálmlaus tök:
fœrar hendur með brýnda hnífa
knálega tóku' að krytja og stýfa,
því kák við hákarla' er dauðasök,
— skoltarnir á þeim hvergi hlífa
höndum, sem eiga við þá mök.
Dvölin var köld og þurleg þar;
þarna var allt að viku setið.
Mikið stritað, en minna étið,
en minnstur þó jafnan svefninn var,
því eins og þú nœrri getur getið,
gustaði þar um rekkjurnar.
En eins og þeim kœmi ekkert við
Ægis spark, eða stormsins lœvi,
einhuga nœr sem aftur gœfi
œtluðu þeir á sömu mið.
Þetta var þeirra iðja og œvi,
óumbreytanlegt lögmálið.
Fátœkt höfðu þeir vaknað við,
er vissu þeir fyrst af þessu lífi,
og örbirgð í ströngu striti og „kífi"
stóð þeim flestöllum trútt við hlið.
Keimlíkust voru kargaþýfi
kjör þeirra margra' og œvisvið.
En þarna var ófalskt íslenzkt blóð,
orka' í geði og seigar taugar.
Hörkufrostin og hrannalaugar
hömruðu' í skapið dýran móð. —
Orpnir voru þeim engir haugar,
en yfir þeim logar hróðurglóð.
Jakob Thorarensen.