Sjómannadagsblaðið - 07.06.1964, Blaðsíða 31
miklum hraða, þangað til það allt í
einu skauzt upp úr sjónum og nam
staðar. Skildist okkur að nú hefði
hákarlinn slitið sig úr lóðinni, enda
reyndist það svo.
Báturinn var nú þurausinn, og við
hugsuðum okkar ráð. Það kom í
ljós, að Stjáni bróðir hafði fengið
stór sár á báðum höndum. Blæddu
þau nokkuð og sviðinn var illþol-
andi. Umbúðir voru ekki aðrar fyrir
hendi en vasaklútar sem við rifum
í strimla og vöfðum um fingurna
þéttings fast til að hindra blóðrásina.
Var líðan hans slæm fyrst í stað,
bæði vegna sviðans í sárunum, og
sumpart vegna mikillar geðshrær-
ingar, því hann hamaðist við aust-
urinn fyrst meðan mest var í bátn-
um. En hættan var nú liðin hjá og
tími til umhugsunar. Hann afréð nú
að við skyldum reyna að ná því sem
eftir væri af lóðinni. Rerum við að
bólinu, og gekk sæmilega að ná
strengnum og því sem honum fylgdi.
Sannaðist hér um mig, þó lítils væri
megnugur, að „betra er að veifa
röngu tré en öngu“. En það sem máli
skipti var það, að ég hafði alist upp
við þessi störf, og kunni til verkanna,
eða það fannst mér að minnsta kosti
sjálfum, enda var ég snemma það
sem mætti ef til vill kalla „mér vit-
ur‘, en nóg um það. Og nú kom haf-
rænan sér vel fyrir okkur eins og
á stóð, hún var sönn guðs blessun.
Við drógum upp segl og skilaði bátn-
um vel austur yfir. Hugsuðum við
þá vissulega gott til heimkomunnar.
Hallgr. J.
★
Lárus bindindispostuli var á gangi á
götu og sá þá kunningja sinn augafullan
í göturæsinu og við hlið hans lá grís.
Lárus hrissti höfuðið og sagði: „Rauna-
legt er að sjá þig í slíkum félagsskap.
Grísinn stóð upp og rölti leiðar sinnar.
★
Hjá rakaranum.
„Hvers vegna segið þér viðskiptavin-
unum alltaf mergjaðar draugasögur meðan
þér eruð að klippa þá?“
„Jú, sjáið þér til, það er miklu betra að
klippa þá, þegar hárið rís á höfði þeim.“
Hljóðmerkja- og
talmagnari
Neyða rmerkj a ra ketta
Eitt hundrað ár eru nú liðin síðan James
Pain stofnandi fyrirtæhisins James Pain &
Sons Ltd. hyrjuðu að framleiða ýmiskonar
neyðar- og varnarmerki fyrir sjófarendur. Og
10 árum síðar fengu J>eir sérleyfi til fram-
leiðslu á rakettu sem skotið var á loft og gaf
frá sér rauðan hlossa hátt í loft uppi, henni
var skotið af smáspýtuhala, sem stungið var
í hulstur.
Á þessu hefir fyrirtækið — í nokkurskon-
ar 100 ára minningu frá stofnun þess hafið
framleiðslu á nýrri tegund neyðarmerkja af
fidlkomnari gerð en áður hefir þekkzt.
Þessi nýja neyðarraketta er nefnd Proteus
fallhltfar neyðarmerkið — og er talið sam-
eina alla heztu kosti eldri gerða slíkra tækja,
en auk þess vera margfalt fyrirferðarminna
svo auðvelt sé að nota það jafnt frá stærri
skipum, sem hjörgunarhátum og björgunar-
flekum án nokkurra vandkvæða. Kveikjuút-
btinaði er þannig fyrirkomið, að rakettan
hleypur ekki af fyrr en hún er í nákvæmri
stillingu til þess að skotið geig iekki frá
stefnu lóðrétt upp. Auðvelt er að skjóta rak-
í Bretlandi er nýlega hafin framleiðsla á
kallaratæki, sem væntanlega kemur til með
að verða mikilsvert og hagnýtt fyrir stór og
smá fiskiskip af öllum gerðum.
Þetta er hljóðmögnunarkállari, sem hægt
er að nota hvort sem er til að magna upp
eigin rödd þegar talað er, og til þess að magna
upp rödd annara sem kalla til manns itr
fjarlægð (og sennilega þokumerki frá öðrum
skipum eða frá landi).
Þetta er mjög fyrirferðarlítið tæki og miðað
við að halda því auðveldlega í hendi, og þyngd
þess aðeins þrjú pund. Það er lúðurlaga, en
í handfangi þess er komið fyrir rafhlöðu-
magnara og í þumalfingurhæð frá honum er
þrefaldur rofi, sem stillir á tal, merkjasend-
ingu eða hlustun og alveg við hann er hljóð-
mögnunarstillir.
1 einni stillingunni kemur samfelldur
hljómur.svo lengi sem stutt er á rofann, sem
þýðir að hægt er að senda með honum hvers-
konar alþjóðleg merki í hjörtu sem dimmu
veðri. Ef stillingunni er breytt og tálað i
mikrófóninn er hægt að magna eigin rödd
hundraðfalt og í þriðju stillingu er hægt að
leggja eyrað við mikrófóninn til þess að heyra
raddir annarra eða þokumerki frá öðrum skip-
um eða landi, í talsvert lengri fjarlægð held-
ur en hægt er undir venjulegum kringum-
stæðum.
ettunni hvort sem er með háðum höndum
eða annarri ef þannig stendur á.
Rakettunni er komið fyrir í stálhylki sér-
staklega ryðvörðu og málað með efnablöndu
sem hlífir því hverskonar veðráttufari. Skot-
hæðin nær 1.200 fetum, blossmagnið er
40.000 kertafla og fullur logtími um 40 sek-
útndur.
SJOMANNADAGSBLAÐIÐ 1 7