Sjómannadagsblaðið - 07.06.1964, Blaðsíða 16
mikið og voru 41% hærri en tekjur
verkamanna síðustu tvö árin, þ. e. 1961
og 1962. A þessu mun þó að nýju hafa
orðið breyting til hlutfallslegrar lækkun-
ar sjómannatekna á árinu 1963, (Miklar
kau'phækkanir í landi) og gæti enn orðið
breyting upp á við á árinu 1964, ef svo
heldur áfram um aflabrögð og þegar er
orðið, þótt kauptaxtar allir yrðu óbreyttir.
Af niðurstöðum hagfræðingsins leið-
ir, að allmikill hluti launaþegastéttanna
hefur haft reynslu af mun óhagstæðari
framvindu tekna sinna heldur en þjóðar-
tekna á mann í heild, (landverkafólk)
en annar hluti (fiskimenn) hefur haft
því hagstæðari reynslu.
Þróunin til jöfnunar tekna eftir lands-
hlutum var óhjákvæmileg, en þróun
tékna eftir atvinnustéttum er brýnt við-
fangsefni dagsins í dag.
Um það bera gleggst vitni hinar miklu
kaupkröfur á s. I. ári, sem óhjákvæmi-
lega hlutu að síðustu að koma niður á
útflutningsframleiðslunni og þar með
fiskverðinu skv. gildandi lögum.
Ekki er mér kunnugt um viðræður,
því síður samninga milli stéttarfélaga
sjómanna og annarra launþega hópa
um fast hlutfall milli tekna þeirra, enda
erfitt um vik af mörgum ástæðum.
Háar tekjur sjómanna skapast í flest-
um tilfellum vegna aukins afla á af-
mörkuðu tímabili, og því erfitt um sam-
anburð, nema miðað væri við kauptrygg-
ingu sjómanna. Allar viðræður um þessi
mál yrðu erfið, sökíim klofnings og sund-
urþykkju innan verkalýðshreyfingarinn-
ar, auk úreltra vinnubragða, sem notuð
eru, skorts á hagfræðilegum gögnum og
pólitisku mati á hlutverki kjarabarátt-
unnar.
Einnig væri örðugt um vik af fleiri
ástæðum, t. d. ef fiskimenn koma með
meiri afla að landi eða verkamenn vinna
lengri vinnutíma, eða auka tekjur sínar
í ákvæðisvinnu, þá hækkar stór hluti
alls vöruverðs í landinu, jafnt til þeirra,
sem enga tekjuaukningu hafa hlotið sem
hinna.
Bara þetta, er ærin ástæða til þeirrar
óvægnu samanburðarkröfugerðar, sem
rekin hefur verið hér á landi síðustu ár.
Vart finnast nokkur rök gegn því, að
sjómönnum beri hlutfallslega hærri
launatekjur en flestum öðrum launþega-
hópum.
Fyrst má benda á þá þjóðfélagslegu
nauðsyn, að greiða þessa erfiðu vinnu
svo vel, að menn fáist til starfans, en
þrátt fyrir háa „toppa" og sæmilegar
meðaltekjur í hlutfalli við verkamenn,
sem ekki segir nema hálfa sögu, virðist
skortur á mönnum á fiskiskipastólinn.
Þá má benda á, að flest stéttarfélög land-
verkafólks hafa samið um háar auka-
greiðslur, ef unnið er utan samninga-
svæðis félagsins.
Opinberir starfsménn o. fl. fá yfir 30%
launaálag vinni þeir vaktavinnu, en sjó-
menn verða að vinna hvenær sem er á
Pétur Sigurffsson.
sólarhringnum, og flestir fiskimenn okk-
ar hafa engan fastan vinnutíma, auk
þess sem helgidagaliáld er mjög tak-
markað.
Þótt horft sé fram hjá ýmsum fjöl-
skyldulegum vandamálum, sem skapast,
atdi missis ýmissa menningarlegra verð-
mæta, sem greitt er eða styrkt af al-
mannafé, má benda á, að þeir verða að
kaupa mestalla þá vinnu til heimila
sinna, sem aðrir geta unnið að í frí-
stundum sínum.
Hár fæðis- og hlifðarfatakostnaður er
stórt atriði, þótt nokkuð tillit sé tekið til
þess við skattaálagningu.
Með hinni nýju veiðitækni hefur út-
haldstími og þar með vinnutími stór-
aukizt. Sjómenn ókkar búa flestum öðr-
um frekar við vosbúð og lífshættu í starfi.
Síðast en ekki sízt ber að benda á þá
staðreynd, að tiltölulega fá skip hafa
náð gífurlegu aflamagni, svo ný heims-
met á því sviði eru tíðir viðburðir. En
þetta eykur auðvitað meðaltalstölur afla-
magns og launatekna allvendega.
Ekki ber að neita því, að sii skoðun á
sér sterk rök, að mikil og skyndileg
tekjuaukning hjá stórum hóp lands-
manna sé verðbólguhvetjandi. Hefur t.
d. verið bent á hinar miklu síldartekjur
árin 61’ og ’62, sem urðu m. a. ein ástæða
mikillar kauphækkunar opinberra starfs-
manna, sem síðan varð viðmiðun ann-
arra launþegahópa í síðari kröfum þeirra.
Einnig hækkaði búvöruverð af þessum
sökum.
A þessu eru fleiri hliðar. Vegna þess
verðbólguástands, sem hér ríkir nú, og
hefur ríkt um 20 ára skeið, hefur stór-
lega dregið úr undirstöðu allra fram-
kvæmda þ. e. sparifjármynduninni.
Hægt er að benda á með fullum rökum,
að flestir þjóðfélagsborgararnir hafa nú
aðstöðu til að láta peningatekjur sínar
fylgja verðlagi. Grundvöllur sparifjár-
myndunar ætti því að vera fyrir hendi ef
verðbólgan orsakaði ekki þau viðbrögð,
að krónunum bæri að eyða áður en þær
minnkuðu í verðgildi. Nýjar, skyndileg-
ar tekjur hafa kannski öðrum fremur
farið í eyðslueyri og þess vegna aukið
á ríkjandi spennu.
Þeirri skoðun hefur nokkrum sinnum
skotið upp, að skera ætti af hinum
miklu „tekjutoppum" fiskimanna okkar
af framangreindum orsökum.
Um leið og sjálfsagt er að gæta þess
að ofgera ekki atvinnuvegunum, svo þeir
geti búið við eðlileg starfsskilyrði, verð-
ur að vara við óraunsæi slíkra skoðana,
bæði í Ijósi þess sem áður er sagt í þess-
ari grein og þess að toppskipin draga
að starfsgrein þessari, þann harðsækna
kjarna sjómanna, sem henni er nauðsyn-
legur. Þessu væri einnig mjög erfitt að
koma heim, vegna hins mikla fjölda
fiskimanna allt í kringum land, sem
búa við lágar tekjur. Enda ber ekld á
öðru, þegar skattheimta hins opinbera
er búin að fara nærfærnum höndum stn-
um um þessar „topptekjur", (sem allar
eru taldar fram), en að nauðsynlegri
tekjujöfnun sé náð, og þessir aflasælu
fiskimetin hafi greitt sinn rtflega skerf
til sameiginlegra þarfa sveitarfélags og
rtkissjóðs.
En eru þá engin ráð til að fyrirbyggja
þær ómótmælanlegu afleiðingar, hárra
launatekna nokkurs hóps fiskimanna á
2 SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ