Sjómannadagsblaðið

Árgangur

Sjómannadagsblaðið - 07.06.1964, Blaðsíða 60

Sjómannadagsblaðið - 07.06.1964, Blaðsíða 60
lega fleiri eftir, með loftskeytasam- band við Berlín. Rétt um sama leyti og „Boston Castle“ sigldi út í Firth of Clyde var haldinn fundur í Berchtesgaden — í Berghof Adolfs Hitlers. Þar voru samankomnir Keitel, Jodl, Göring og mikilvægasti gesturinn, Erich Raeder stóraðmíráll, og á þessari „Lagebesprechung“ var sjóherinn aðalviðfangsefnið. Við 2. lið dag- skrárinnar stóð: — Árás Noregs- hersins á P. Q. 17 skipalestina. Eftir þennan fund í Berchtesgaden gaf Göring fyrirskipun um að 2 or- ustuflugvélasveitir skyldu færðar yfir til Noregs, meira taldi hann að Luftwaffe mætti ekki missa frá öðr- um vígstöðvum, en eftir margítrek- aðar áskoranir féllst hann á að fjölga þar einnig tundurskeytaflug- vélum. Sjóherinn færði þáverandi stærsta orustuskip heims „Tirpitz“ úr Þrándheimi norður í Altafjörð, ásamt beitiskipunum „Lutzow“, „Admiral Scheer“, og Admiral Hipper“. Ennfremur voru sendir tuttugu kafbátar „Gruppe Eisteu- fel“. Reader aðmíráll kynnti sér pers- ónulega hvort nægilegar birgðir væru af olíu, benzíni og sprengiefni í birgðastöðvunum í N-Noregi. Nokkrum sinnum áður hafði það átt sér stað er hann hafði spurt um slíkt að harm fékk „já“ svar, þegar svarið hefði átt að vera „nei“. Teikning af afstöðu PQ 17 og árásarliS Þjóð- verja á lofti og á sjó. Árásin á P. Q. 17. Yfir hafinu var þykk þoka er Egon Reper var á eftirlitsflugi á 3. mótora flugbát. Klukkan var ná- kvæmlega 14.30 þennan júnídag. Á bakborða sá hann aðeins rofblett í þokunni. Ef til vill var ekki svo djúpt niður á skyggni. Hann renndi bátnum niður í glufuna og allt í einu varð þokulaust. Þarna eru þeir beint framundan hrópaði útkíksmaðurinn. Flutninga- skip og tundurspillar á austlægri stefnu. Það er P. Q. 17! Skömmu Tundurskeytavélar af gerSinni He 116 itr árásarsveitinni 1/406 Ipar sem þær liggja viðbúnar inni á Solbergfjord. síðar móttók radíóstöðin í Trond- heim skeyti frá Reper: Séð skipa- lest í plankvaðrat 7195 kl. 14.32. Getum ekki fylgt henni vegna þoku. Auk þess sýndu benzínmælamir að það voru síðustu forvöð, að snúa við til Stjördalsfjorden, en á sama tíma lögðu aðrar eftirlitsflugvélar af stað frá Folla í NV-átt. Hér eftir myndi P. Q. 17 ekki geta siglt áfram óbreytta stefnu. Á sama tíma braut Jack Broom skipherra fyrst þögnina í loftinu og í Whitehall fékk Admirality í London svohljóðandi skeyti: „Óvina- flugvélar á eftirlitsferð sjást yfir P. Q. 17 position 71,11° N 5,59 A. Og meðan verið var að senda og þýða þessi skeyti, sendi tundur- spillirinn „Leamington" tilkynningu: „Óvinakafbátur í 233 gráður.“ Það var U-456 skipherra Teichert, en honum gafst ekki tóm til að nota radíótækin áður en tundurspillarnir voru komnir yfir bátinn með djúp- sprengjur sem sprungu allt í kring. En nokkru norðar komst annar kaf- bátur upp í yfirborðið með sjón- pípu sína, það var U-255 skipherra Reinhard Reche, hann kom skeyti frá sér: „Óvinaskip í kvaðrat AB 7166“. „Grille" fyrrverandi lystisnekkja Hitlers lá við hafnargarð í Narvik þennan júní-eftirmiðdag. Og var notað sem höfuðstöðvar fyrir „Ad- miral Nordmeer“. Huber Schmudt flotaforingi hafði kallað saman ráðu- naúta sína í aðalsal skipsins, og þaðan skyldi stjórnað kafbátadeild- inni „Eisteufel“ til árásanna á P. Q. 17. Árásarforingi nauðlendir. I morgunsárið 2. júní gerði 5. or- ustuflugvélasveitin sem staðsett var við Höybuktmoen vestan við Kirke- nes skyndiloftárás á Murmansk, for- ingi deildarinnar var Schlosstein. Árásin var útfærð til hins ýtrasta, en hin 70 voldugu loftvarnahreiður í Murmansk gerðu skurk í deildina, og í 4000 metra hæð yfir hinni mikil- vægu hafnarborg varð Schlosstein þess vísari að kviknað var í hægri mótor ME 110 vélar hans. Eldurinn slokknaði brátt, en mótorinn stöðv- aðist og flugvélin missti hæð. Schlos- stein tókst að nauðlenda vélinni í 46 SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Sjómannadagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.