Sjómannadagsblaðið - 07.06.1964, Blaðsíða 65
Síldartorfa séS í Ijósgeisla.
tekt var að sjá fjölda sílda liggja
hreyfingarlausar með kviðinn upp
í lcft. Slíka hegðun hjá síld höfðu
engir menn séð fyrr. Dýptarmælar
sýndu, að þessar einkennilegu torf-
ur voru um 40—60 metra þykkar.
Var nú kafað niður í 120 metra dýpi,
en þar átti miðbik torfunnar að vera.
Öll ytri ljós voru slökkt, en þegar
komið var niður í þetta dýpi, var
skyndilega kveikt á öllum ljósköst-
urum, en til mikillar furðu sást þá
engin síld, aðeins áta. Það kom í
Ijós, að dýptarmælarnir sýndu, að
síldartorfan hafði dýpkað á sér. Var
því enn kafað dýpra og sama sagan
endurtekin með ljósin, en engin síld
sást. Enn á ný voru öll ljós slökkt
og kafað ennþá dýpra og síðan snögg-
lega kveikt á. öllum leitarljósum, en
allt kom fyrir ekki, aðeins sást ein
og ein síld á stangli. Nú var auðséð,
að síldin gat forðast kafbátinn. Það
virtist sem þær síldar, er urðu kaf-
bátsins fyrst varar, gætu gefið torf-
unni aðvörun um hann. En hvemig
í ósköpunum gat það farið fram?
Það var eftir að vita.
Þessar rannsóknir rússnesku fiski-
fræðinganna höfðu sýnt þeim ljós-
lega hvemig síldin hreyfir sig upp
og niður í sjónum eftir birtu, sem
reyndar var vitað áður, hve hún
virðist líflaus og liggur jafnvel í
dvala með kviðinn upp langtímum
saman. Það var jafnvel helzt að sjá,
sem haustsíldin í Austurdjúpi bær-
ist að mestu hreyfingarlaust með
Austur-íslandsstraumnum suður og
austur á bóginn áleiðis til hrygninga-
stöðva sinna við Noreg. Einnig kom
í Ijós, að síld getur varað félaga sína
við hættu. Og síðar í þessum leið-
angri tókst meira að segja að kom-
ast að því, hvernig það fer fram.
Hljóðnemar bátsins höfðu við og við
numið hljóð úr sjónum, sem ekki
tókst í fyrstu að skýra, hvaðan
kæmu. Hljóð þessi voru tekin upp
á segulband, og við nána rannsókn
kom í ljós, að þessi hljóð gáfu síld-
arnar sjálfar frá sér, þegar þær
ræddust við sín á milli. Ekki var áð-
ur vitað, að síld gæti talað saman
sín á milli, en það gera þó ýmsir
fiskar. Við Indónesíu er t. d. svo
hávær fisktegund, að fiskimenn þar
stinga höfðinu niður í sjóinn til að
heyra, hvort fiskurinn er viðstadd-
ur áður en þeir leggja net sín.
Þessi uppgötvun á tali síldar-
innar á sjálfsagt eftir að koma að
miklu gagni við síldveiðar í fram-
tíðinni, og þá verður jafnvel hægt
að aðgreina hljóðin, þannig að menn
skilji merkingu hinna mismunandi
hljóða og tóntegunda, skilji sídlar-
mál. I nokkur ár hefur verið unnið
að svipuðum rannsóknum í Banda-
ríkjunum, en þar eru fiskifræðingar
komnir töluvert áleiðis í að skilja
mál hvala, sem þar eru hafðir í sjó-
búrum.
Síðan þessi leiðangur var farinn,
sem hér hefur lítillega verið sagt
frá, hefur Severjanka farið margar
ferðir um Norður-Atlantshaf og
safnað miklum fróðleik um hafið og
hina merkilegu íbúa þess.
(Að mestu eftir úrdrætti í ,,World
Fishing" úr hók laiSangursstjórans
á Severjanka, dr. Vladimir Asahasa,
um ferSir og rannsóknir kafbátsins).
IflFERÐIR
VIKULEGA
IUtil
SKANDINAVIU
Flugfélagið býður yður
iíðustu og fljótustu ferðirnar
til Kaupmannahafnar.
Frá Kaupmannahöfn greinast
flugleiðir um alla Skandinavíu.
Munið einnig beinu ferðirnar
til Noregs annan hvern dag.
Stundvísi, hraði og góð þjón-
usta eru kjörorð okkar.
SJÓMANNADAGSBLA9IÐ 51