Sjómannadagsblaðið

Årgang

Sjómannadagsblaðið - 07.06.1964, Side 62

Sjómannadagsblaðið - 07.06.1964, Side 62
Sveinn Sæmundsson: Þegar við hættum herskipasmíðinni Við hófum vinnuna klukkan hálf- átta, en flestir voru mættir rétt fyrir klukkan sjö. Mennimir skiptu um föt, hengdu betri leppana inn í skáp- ana og sátu svo í vinnugallanum og reyktu eða spjölluðu þar til rétt fyrir þann tíma sem hefja átti vinnu: Samt voru alltaf nokkrir komnir á vinnustaðinn áður en sírenan vældi og þó þeir gerðu kannske engin ósköp, þá fór að minnsta kosti ekki mínúta af vinnutímanum í það að koma sér að verkinu. Við unnum þarna við byggingu herskipa, svokallaðra „Destroyer- escorts“, og þetta var einhverskonar sambland af tundurspilli og korvettu, guð hjálpi þeim sem hafði uppi spurningar um hernaðarlegt gildi skipanna eða vopnabúnað. Hann hefði ábyggilega verið álitinn grun- samlegur í meira lagi, ekki sízt ef þetta var maður nýkominn til lands- ins. Samt fréttist að ganghraðinn ætti að vera eitthvað um þrjátíu hnútar og þegar fram í sótti fengum við teikníngar af raflögnum sem lágu að byssustæðum og sprengju- vörpum, en vitanlega hafði enginn okkar minnsta áhuga fyrir þessu drasli og þeir úr hópnum, sem voru innfæddir Kanadamenn, eða höfðu dvalið þar langdvölum, bölvuðu stjórninni fyrir að láta ekki heldur byggja fiskiskip: Þessir dallar yrðu aldrei annað en byrði á landsmönn- um. Skipasmíðastöðin, sem hafði tekið að sér að smíða fimm þessara skipa, hét Burrard Dry Dock og var í Norður-Vancouver. Enda þótt all- margt Islendinga byggi í sjálfri Van- couver, vissi ég ekki til að neinn þeirra væri meðal hinna þrjú þús- und starfsmanna skipasmíðastöðv- arinnar, en þarna voru margir Danir, og þó nokkrir Norðmenn og slæðing- ur af Svíum. Ekki var hægt að segja að vinnan væri erfið, en menn urðu að halda sig að verkinu og þegar stóð á teikningum, sem stundum kom fyrir, þá urðu menn að gera sér upp eril, einkum og sér í lagi meðan umsjónarmenn stjórnarinnar 48 SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ voru nálægir. Það var nefnilega at- vinnuleysi í Vancouver og nágrenni, eins og reyndar oftar og margar hendur um hvert viðvik. Þetta minnti mann óþægilega á fyrirstríðs- árin heima á Islandi. Sveinn Sæmundsson. Það var vegna þessa, að menn- irnir mættu svona snemma til vinnu. Þeir vildu vera öruggir um að verða ekki of seinir, því hver sem kom of seint mátti hirða pokann sinn og það fyrr en seinna. Þeir sem bjuggu í Vancouver komu flestir með ferju sem gekk yfir höfnina, en aðrir, sem áttu bíla óku og urðu þá að fara yfir Lions- gate Bridge eða aka yfir brúna við Second Narrows, en það var lyfti- brú og væru skip á ferðinni, mátti maður stundum bíða góða stund eftir því að geta haldið áfram. Ann- ars var ökuferðin falleg og skemmti- leg, sama hvor leiðin var valin, en sem sagt: Það gátu orðið tafir og þess vegna vildu menn heldur vakna fyrr og sitja og bíða eftir því að sír- enan boðaði að vinna ætti að hefj- ast, en að fá gulan seðil afhentan klukkan fimm. Við unnum til klukk- an tuttugu mínútur yfir fimm þarna í stöðinni og í hverri viku kom ein- hver yfirmaður stöðvarinnar rétt um fimmleytið með nokkra gula miða í hendinni og gekk meðal mannanna, sem tóku viðbragð og kepptust við vinnuna. Gulu miðarn- ir þýddu uppsögn. Atvinnuleysi framundan. Og hver sá, sem var svo ólánssamur að fá gulan miða, mátti nota síðustu tuttugu mínútumar sem eftir voru af vinnutímanum til þess að taka saman dótið sitt! lengri var uppsagnarfresturinn ekki. Mér hefir oft síðan orðið hugsað til þessara tíma og hve menn laga sig eftir umhverfi og aðstæðum. Einn vinnufélagi minn, sem átti fjögur börn og hafði því fremur þungt heimili, sagði að hver sá sem hefði vinnu átta mánuði á ári væri hólpinn. Fjórir mánuðirnir, sem eftir væru, yrði fjölskyldan að láta sér nægja atvinnuleysisstyrki og það sem hægt hefði verið að spara sam- an meðan unnið var. Það var eins og erfiðleikarnir hefðu hert þessa menn; þeir voru glaðir meðan allt lék í lyndi, en sögðu sögur úr veiðiferðum og ræddu um hvernig ætti að temja veiðihunda, en þeir bölvuðu allir stjórninni, sem ekkert gerði til þess að glæða atvinnulífið í landinu, þessu góða landi, sem þá hafði rúm- ar fjórtán milljónir íbúa, en sem með prýði gæti fóstrað margfalda þá tölu ef rétt vær iá haldið. Um haustið var okkur tilkynnt að eftirleiðis yrði aðeins unnið fjóra daga í viku og um sama leyti setti launþegafélagið sem við tilheyrðum fram kröfur um hækkað kaup. Það átti að hækka um tíu sent á tímann, samkvæmt kröfunum og eftir mikl- ar samningaumleitanir var haldinn fundur og þar var tekin ákvörðun um að fara í verkfall ef ekki semd- ist. Allir voru vongóðir um að samn-

x

Sjómannadagsblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.