Sjómannadagsblaðið - 07.06.1964, Blaðsíða 29
að nema á einn veg! En við skulum
gera þeim það dýrkeypt!“
Að samanlögðu munu þjóðverj-
arnir hafa varpað um fjörtíu þung-
um sprengjum að skipinu — einni,
fjórðu hverja mínútu. Miðun þeirra
var mjög góð, því að minnsta kosti
tíu sprengjur féllu nákvæmlega á
þann stað sem skipið hafði verið, ef
Yaroshenko skipherra hefði ekki
tekizt að gjöra nógu eldsnöggar ráð-
stafanir til þess að sveigja skipið
undan.
í rökkurbyrjun, þegar tunglið var
að koma upp féll síðasta sprengjan
langt frá á stjórnborða. Tíu eða
fimmtán mínútum áður höfðum við
með ánægju horft á eina Heinkel-
vélina steypast brennandi í hafið
í dvínandi dagskímunni.
Nóttin færðist yfir, tunglið reis
hátignarlega og hljóðlega yfir him-
inbogann, öll skothríð hljóðnaði. Við
vorum að nálgast Sevastopol. Skarp-
ar útlínur skipsins endurspegluðust
sem dökkir skuggar á haffletinum í
tunglsbirtunni. Um það bil út af
Balaclava hrópaði varðmaður:
„Tundurskeytabátur á bakborða.“
I myrkri er ekki hægt að sjá tund-
urskeyti á ferð og því ekki hægt að
forða sér undan því. Við biðum í
eftirvæntingu, en það kom engin
sprenging. Ef til vill hefir tundur-
skeyti misst marks. Tashkent brun-
aði áfram á fullri ferð. Það varð ekki
vart fleiri tundurskeytabáta.
I tunglsljósinu sáum við framund-
an rönd af klettóttu landi, sem öll
sovétþjóðin hugsaði til með aðdáun
og þakklæti. Eg veit hvað Sevasto-
pol er lítill hluti af öllu styrjaldar-
svæðinu, en ég furðaði mig ennþá
meira, þegar ég horfði í land frá
sjónum — hvað þetta var lítill blett-
ur í örlagaríkri baráttu.
Þegar skipið var lagzt við hafnar-
garð og vélar þess stöðvaðar heyrð-
um við strax þungar drunur af sam-
felldri fallbyssuskothríð í fjarlægð.
Það var niðurinn frá fallbyssuskot-
hríðinni í Sevastopol í júní 1942!
Yaroshenko skipherra yfirgaf ekki
brúna. Raunverulega stóð orustan
áfram. Þetta var aðeins annað stig
hennar. Skipi okkar var lagt, þar
sem enginn hefði fyrir styrjöldina
látið sér detta í hug, að leggja skipi
eins og Tashkent og enginn skipstjóri
í veröldinni hefði vogað að láta skip
sitt í.
Við urðum að losa farangur og
menn og taka í staðinn særða menn,
konur og börn. Og þetta varð að ger-
ast allt á örstuttri stund, til þess að
komast aftur af stað meðan myrkur
var.
Skipherrann vissi að Þjóðverjarn-
ir myndu bíða eftir okkur þegar
birti af morgni, að flugvélar hlaðnar
sprengjum væru nú þegar tilbúnar
til árása. Ekki hábölvað og vonlaust
ef það væru Heinkel-vélar, en hvað
myndu verða örlög okkar ef tund-
urskeytavélar kæmu?
Skipherranum var Ijóst, að það var
alveg sama hvaða stefnu hann reyndi
að velja frá Sevastopol, Þjóðverj-
arnir myndu finna okkur og gera
sitt ýtrasta til þess að tortíma skip-
inu.
Eg horfði á skipherrann ganga um
í brúnni á meðan hann fylgdist með
störfunum, andlit hans var alvöru-
þrungið. Um hvað var hann að hugsa
þegar hann horfði á hina minna
særðu styðja og bera þá sem meira
voru særðir, mæður bera sofandi
börn sín á handleggnum og halla
þeim að brjóstum sér. Allt þetta fór
fram þegjandi og hljóðalaust en
hratt og allar fyrirskipanir gefnar í
lágum hljóðum.
Skipið var losað og lestað aftur á
tæpum tveim klukkustundum. Um
tvö þúsund manns höfðu komið um
borð. Flestum varð ósjálfrátt litið
upp í brúna þar sem skipherrann
gekk um þögull og hugsandi.
Vasili Yaroshenko var vel ljóst
hvaða ástand myndi skapast þegar
slíku skipi væri sökkt á sjó. Hann
hafði áður verið skipstjóri á litlu
herskipi, sem sökkt hafði verið með
sprengju úti á rúmsjó. Nokkrir fór-
ust strax, Yaroshenko særðist hættu-
lega ,skipið sökk á örskömmum
tíma, en það tókst að bjarga meiri-
hluta skipverja. En það voru engir
farþegar með í það skipti.
Nú voru farþegar margfalt fleiri
en skipverjar — konur, börn og
særðir menn. Nú varð að bjarga
skipinu undan öllum árásum eða
sökkva með því til botns.
Klukkan tvö um nóttina var Tash-
kent ferðbúinn og lagði í skyndi af
stað frá Sevastopol.
Tashkent tókst ]>rátt fyrir miklar árásir
að komast heilu og höldnu yfir til
meginlandsins, en Eugene Petrov féll
fyrir sprengjubrotum ásamt nokkrum
félaga sinna ,svo frásögn hans af ferð-
inni til baka varð aldrei skráð.
(Úr Great Sea Stories, þýð. H. J.)
SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 15