Sjómannadagsblaðið - 07.06.1964, Blaðsíða 35
sjóleiðina um N-Atlantshaf. Inn og
útflutningur Bandaríkjanna með
skipum nemur árlega um 308 millj-
ónum tonna. Heildarframleiðsla
korns og kornmetis heimsins til út-
flutnings er um 70 milljónir tonna
árlega og mestmegnis flutt á skip-
um. Brazilía flytur út um tvær billj-
ónir punda af kaffi árlega og um
fimm milljón tonna af vörum eru
fluttar mánaðarlega gegnum Pan-
amaskurðinn.
Bretland á enn stærsta verzlunar-
skipaflota heims, forusta sem þeir
hafa haldið allt frá því að gufuskip
tóku við af seglskipum. Floti Banda-
ríkjanna er næstur, síðan kemur
Líbería, Noregur og Japan.
Hinum miklu siglingaþjóðum
verður stöðugt erfiðara að halda for-
ustuhlutverki sínu. Fyrir tæpum
aldarfjórðungi var brezki siglinga-
flotinn um 30% af heimsflotanum,
en er nú innan við 17% enda þótt
heildartonnatala hans sé nú marg-
falt meiri en fyrir 25 árum. Þessi
mismunur í hlutfalli orsakast að
verulegu leyti vegna þess að nú eru
að koma til fleiri siglingaþjóðir, sem
vart áttu nokkurn skipaflota fyrir
síðari heimsstyrjöld. Þjóðir eins og
Indland, Ghana, Pakistan, Argen-
tína, S-Afríka, Israel, Colombia og
fleiri þjóðir eru nú óðum að auka
skipaeign sína. Þróun þessi er ekki
eingöngu af þjóðernislegum ástæð-
um, heldur miklu fremur köld fjár-
málahyggja. Flutningsgjöld þau sem
greiða þarf í hörðum gjaldeyri til
skipa undir erlendum fánum fyrir
farmflutninga eru þungur baggi fyrir
þjóðir eins og Indland og Argentínu.
Indland hefir á síðastliðnum fimm
árum komið sér skipaflota sem nú
er um 750.000 tonn, en flytur aðeins
um 10% af útflutningsþörfinni.
Megnið af fjármagninu, 1.5 billjónir
Rupee, sem greitt er fyrir farmflutn-
inga fer til skipa undir erlendum
fánum. I Brazilíu er verið að byggja
stóra nýja skipasmíðastöð, sem ætlað
er það hlutverk að byggja stór hrað-
skreið flutningaskip og tankskip,
sem eiga að sigla undir Brazilíufána.
Þannig er þróunin í fleiri löndum,
að þau keppast við að koma sér upp
eigin siglingaflotum til þess að flytja
sjálf útflutningsafurðir sínar.
Á hinn bóginn eru svo ríki, sem
reka siglingastarfsemi í stórum stíl
langt umfram það sem eigin þarfir
þeirra ná til, eins og Liberia, Panama
og Honduras, en fjármagnið á bak
við þau er að langmestu leyti erlent.
Öryggiskröfur og launakjör skip-
verja eru margfalt lélegri á þessum
skipum, heldur en almennt gerist hjá
siglingaþjóðum, reksturskostnaður
er því að ýmsu leyti lægri, og hefir
þetta hvorutveggja valdið ýmsum
Hamborg.
deilum á alþjóðavettvangi siglinga-
mála.
Allt bendir til þess, að siglinga-
floti heims muni enn aukast að veru-
legu leyti í framtíðinni. Milljónir
manna lifa við hungur víðsvegar um
heim, en vaxandi möguleikar og vilji
til þess að yfirvinna slíkt böl er
framundan, á því sviði verður því
mikil þörf fyrir farmflutninga í stór-
um stíl. Sá hluti mannkyns sem lifir
við vaxandi velmegun þarf einnig
á aukinni flutningaþörf ýmissa
tæknilegra hluta að halda. Það er
menningarsöguleg staðreynd, að
aldrei hefir nokkurri þjóð tekist að
verða sjálfri sér nóg, hvorki um
fæðutegundir, hráefni eða iðnaðar-
vörur. Og það er eitt af ótvíræðustu
lögmálum viðskiptalífsins, að því
meiri velmegun sem fólk lifir við,
því meiri viðskipti skapast milli
fólks. Bandaríkin sem oftast er hugs-
að til sem „hafi nóg af öllu hjá sjálfu
sér“ þjóðar, eru raunverulega mestu
innflytjendur heims, af erlendum
vörum og framleiðslu.
V
SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 21